Raforkuverð hækkaði mikið í útboði Landsnets og SI vill að gripið verði inn í

Verð á rafmagni hækkaði um 34 prósent milli ára í útboði Landsnets til að mæta svokölluðum grunntöpum. Samtök iðnaðarins sendu Raforkueftirliti Orkustofnunar bréf þar sem viðraðar eru áhyggjur af því að Landsnet varpi ábyrgð fyrirtækisins um skilvirkan rekstur alfarið yfir á raforkunotendur. Framkvæmdastjóri Samáls segir að álfyrirtæki greiði hátt verð fyrir flutning á raforku í samanburði við aðra sambærilega framleiðendur í Evrópu.
Tengdar fréttir

Hluthafar HS orku „stutt vel við innri og ytri vöxt “ með hlutafjáraukningum
Á sama tíma og HS Orka hefur greitt hluthöfum sínum reglulegar arðgreiðslur hafa hluthafar orkufyrirtækisins stutt vel við innri og ytri vöxt félagsins með hlutafjáraukningum, segir stjórnarformaður Jarðvarma. Fyrirtækið, sem er í einkaeigu, hefur staðið að hlutfallslega mun meiri fjárfestingum í orkuframleiðslu undanfarin ár en Landsvirkjun og Orkuveitan.

Forstjóri Stoða gagnrýnir stjórnvöld fyrir ákvörðunarfælni í orkumálum
Forstjóri eins stærsta fjárfestingafélagsins landsins gagnrýnir stjórnvöld fyrir ákvörðunarfælni í orkumálum og segir ríkisstjórnina virðast vera sátta með að fylgja þeirri stefnu að vona að „þetta reddist“ þótt ljóst sé að ekki er til næg orka í kerfinu. Hann vonar að jákvæð viðbrögð stjórnmálamanna við sölunni á Kerecis marki „vitundarvakningu“ um mikilvægi erlendrar fjárfestingar sem sé forsenda þess að ná jafnvægi í gjaldeyrismálum þjóðarinnar meðan lífeyrissjóðirnir horfa í auknum mæli út fyrir landsteinana í sínum fjárfestingum.

Eigendur OR bera ábyrgð á mun meiri skuldum en ríkið hjá Landsvirkjun
Ábyrgð eigenda á vaxtaberandi skuldum Orkuveitu Reykjavíkur (OR) er umtalsvert meiri en ríkisbyrgð á skuldum Landsvirkjunar. Hlutfallið var 38 prósent af vaxtaberandi skuldum við árslok hjá OR en 16 prósent hjá Landsvirkjun. Mikið hefur dregið úr ábyrgð eigenda fyrirtækjanna á lánum frá árinu 2010.