Fara í saumana á sendiherraskipunum Ólafur Björn Sverrisson skrifar 12. júní 2024 12:54 Skipanir Bjarna í sendiherrastöður í Róm og Washington mæltist illa fyrir víða. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd tekur málið fyrir í dag. vísir/vilhelm Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur óskað eftir svörum frá utanríkisráðuneyti um verklag þáverandi utanríkisráðherra Bjarna Benediktssonar við skipun sendiherra í Róm og Washington D.C. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir nefndarmaður segir að taka verði til skoðunar hvort skipanirnar standist lög. Nefndin tók málið fyrir í dag og samþykkti að leggja spurningar fyrir utanríkisráðuneyti. Fyrr á árinu samþykkti nefndin að fara í saumana á því ferli sem viðhaft var við skipun sendiherra. Um er að ræða annars vegar skipun Guðmundar Árnasonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í utanríkis- og fjármálaráðuneyti, í sendirherrastöðu í Róm, og hins vegar skipun Svanhildar Hólm Valsdóttur, fyrrverandi aðstoðarmanns Bjarna, í sendiráð Íslands í Washington D.C. Málið vakti talsverða athygli og töldu margir að gamlir klíkutaktar hefðu verið endurvaktir við sendiherraráðningar. Sjá einnig: Bjarni gengur fram af fólki með klíkuráðningum Þórhildur Sunna hóf þessa frumkvæðisathugun og kallaði eftir gögnum hjá utanríkisráðuneyti. Athygli hennar vakti að ferilskrá Svanhildar Hólm skyldu talin meðal trúnaðargagna innan nefndarinnar. „Þetta fanns mér mjög skrýtið, svo ekki sé meira sagt. Þannig ég sendi fyrirspurn á utanríkisráðuneytið um það hvers vegna þessi gögn séu trúnaðargögn og hins vegar hvernig það standist lög um utanríkisþjónustu Íslands, að skipa sendiherra tímabundið sem hefur enga reynslu af alþjóðastörfum. Þessu er ráðuneytinu skylt að svara,“ segir Þórhildur Sunna í samtali við fréttastofu. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segir það ekki líta vel út fyrir nýja stjórn að hafa Bjarna Benediktsson í forsæti.Vísir/Vilhelm Henni hugnaðist ekki skipanirnar. „Þetta bar mjög bratt að. Það er mjög augljóst af gögnum málsins að það stóð bara til að skipa þessi tvö. Engir aðrir kostir komu til greina. Þetta er ákvörðun sem er tekin með svo gott sem engum aðdraganda og ég tel að hún hafi ekki verið vel ígrunduð. Ég tel ekki að þarna hafi verið þeir hæfustu einstaklingar sem völ var á.“ Að minnsta kosti hafi ferlið verði þess eðlis að það gaf ekki færi á að kanna hvort svo væri. „Þetta eru gamlir taktar, að skipa vini sína og bandamenn sendiherrastöður. Auðvitað kom þetta mörgum á óvart og vakti töluverða óánægju. Ég er ein af þeim sem finnst þetta ekki eðlilegt og finnst að það þurfi að skoða hvort þetta standist yfir höfuð lög,“ segir Þórhildur Sunna og heldur áfram: „Þessi gloppa var skilin eftir í lögum um utanríkisþjónustu Íslands til þess að hægt væri að skipa pólitískt í sendiherrastöður. Rökin sem ráðherra gaf fyrir því á sínum tíma voru þau að hægt væri að skipa sérstaka sérfræðinga, til dæmis tæknisendiherra til Silicon Valley. Þangað myndum við þá ekki senda einhvern úr utanríkisþjónustunni, heldur frekar einhvern sem væri sérfræðingur í hugbúnaðarþróun á Íslandi.“ Lögin gefi skýrt til kynna að sendiherra skuli hafa einhverja reynslu af alþjóðamálum, og því gefi umræddar skipanir vond fordæmi. Hún segir að vel geti komið til greina að kalla til utanríkisráðherra, núverandi eða fyrrverandi, til nefndarinnar í haust. Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Stjórnsýsla Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Sendiráð á Íslandi Tengdar fréttir Sendiherratign einn feitasti biti samtryggingarkerfisins Klaustursupptökurnar staðfesta rótgróna og kerfislæga spillingu. 4. desember 2018 15:15 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Nefndin tók málið fyrir í dag og samþykkti að leggja spurningar fyrir utanríkisráðuneyti. Fyrr á árinu samþykkti nefndin að fara í saumana á því ferli sem viðhaft var við skipun sendiherra. Um er að ræða annars vegar skipun Guðmundar Árnasonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í utanríkis- og fjármálaráðuneyti, í sendirherrastöðu í Róm, og hins vegar skipun Svanhildar Hólm Valsdóttur, fyrrverandi aðstoðarmanns Bjarna, í sendiráð Íslands í Washington D.C. Málið vakti talsverða athygli og töldu margir að gamlir klíkutaktar hefðu verið endurvaktir við sendiherraráðningar. Sjá einnig: Bjarni gengur fram af fólki með klíkuráðningum Þórhildur Sunna hóf þessa frumkvæðisathugun og kallaði eftir gögnum hjá utanríkisráðuneyti. Athygli hennar vakti að ferilskrá Svanhildar Hólm skyldu talin meðal trúnaðargagna innan nefndarinnar. „Þetta fanns mér mjög skrýtið, svo ekki sé meira sagt. Þannig ég sendi fyrirspurn á utanríkisráðuneytið um það hvers vegna þessi gögn séu trúnaðargögn og hins vegar hvernig það standist lög um utanríkisþjónustu Íslands, að skipa sendiherra tímabundið sem hefur enga reynslu af alþjóðastörfum. Þessu er ráðuneytinu skylt að svara,“ segir Þórhildur Sunna í samtali við fréttastofu. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segir það ekki líta vel út fyrir nýja stjórn að hafa Bjarna Benediktsson í forsæti.Vísir/Vilhelm Henni hugnaðist ekki skipanirnar. „Þetta bar mjög bratt að. Það er mjög augljóst af gögnum málsins að það stóð bara til að skipa þessi tvö. Engir aðrir kostir komu til greina. Þetta er ákvörðun sem er tekin með svo gott sem engum aðdraganda og ég tel að hún hafi ekki verið vel ígrunduð. Ég tel ekki að þarna hafi verið þeir hæfustu einstaklingar sem völ var á.“ Að minnsta kosti hafi ferlið verði þess eðlis að það gaf ekki færi á að kanna hvort svo væri. „Þetta eru gamlir taktar, að skipa vini sína og bandamenn sendiherrastöður. Auðvitað kom þetta mörgum á óvart og vakti töluverða óánægju. Ég er ein af þeim sem finnst þetta ekki eðlilegt og finnst að það þurfi að skoða hvort þetta standist yfir höfuð lög,“ segir Þórhildur Sunna og heldur áfram: „Þessi gloppa var skilin eftir í lögum um utanríkisþjónustu Íslands til þess að hægt væri að skipa pólitískt í sendiherrastöður. Rökin sem ráðherra gaf fyrir því á sínum tíma voru þau að hægt væri að skipa sérstaka sérfræðinga, til dæmis tæknisendiherra til Silicon Valley. Þangað myndum við þá ekki senda einhvern úr utanríkisþjónustunni, heldur frekar einhvern sem væri sérfræðingur í hugbúnaðarþróun á Íslandi.“ Lögin gefi skýrt til kynna að sendiherra skuli hafa einhverja reynslu af alþjóðamálum, og því gefi umræddar skipanir vond fordæmi. Hún segir að vel geti komið til greina að kalla til utanríkisráðherra, núverandi eða fyrrverandi, til nefndarinnar í haust.
Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Stjórnsýsla Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Sendiráð á Íslandi Tengdar fréttir Sendiherratign einn feitasti biti samtryggingarkerfisins Klaustursupptökurnar staðfesta rótgróna og kerfislæga spillingu. 4. desember 2018 15:15 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Sendiherratign einn feitasti biti samtryggingarkerfisins Klaustursupptökurnar staðfesta rótgróna og kerfislæga spillingu. 4. desember 2018 15:15