Yngsti þingmaðurinn vill að meira sé gert fyrir ungt fólk Lovísa Arnardóttir skrifar 12. júní 2024 20:24 Lilja Rannveig er yngsti þingmaðurinn á þingi. Aðsend Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði flokkinn alltaf halda áfram að ganga í þau mál sem þarf að vinna. Þá skipti ekki máli hvort málin séu umdeild eða hvort þau fái ekki athygli. „Mér hefur hlotnast sá heiður síðastliðin þrjú ár að vera yngsti kjörni alþingismaðurinn. Það er titill sem tíminn tekur af manni, en við sjáum það út um allan heim að ungu fólki er ekki treyst til þess að kjósa, til að bjóða sig fram eða til að gegna stjórnunarstöðum. Sjálfri þykir mér það gríðarlega mikilvægt að ungt fólk komi að öllum ákvarðanatökum. Það er nauðsynlegt að hópurinn á bakvið stórar ákvarðanir sýni ákveðna breidd samfélagsins þar sem mismunandi sjónarmið liggja að baki og framtíðarsýnin er til staðar á sama tíma og við höfum reynslu fortíðarinnar,“ sagði Lilja Rannveig í almennum stjórnmálaumræðum eða eldhúsdagsumræðum á þingi í kvöld. Hún segir áríðandi að taka vel utan um ungt fólk. „Því við erum að sjá það að það eru allt of margir ungir einstaklingar undir þrítugu, sem eru ekki í vinnu eða námi. Hópurinn frá 18-30 ára er á viðkvæmu stigi í sínu lífi og við eigum að koma með fleiri aðgerðir sem koma sérstaklega til móts við þann hóp, eins og hlutdeildarlánin eru til að hjálpa ungu fólki að komast inn á húsnæðismarkaðinn.“ Hún sagði mikilvægt að skoða hópinn og stöðu hans heildstætt og best væri ef mynduð væri sérstök ungmennastefna með aðgerðaáætlun. „Að mínu mati eru stefnur ríkisstjórna eitt besta verkfærið til framtíðarstefnumótunar því að þær standa þó að ný ríkisstjórn komi að borðinu.Í þeim felst framtíðarsýn þingsins í mismunandi málaflokkum og nú á þessu kjörtímabili hafa verið lagðar fram og samþykktar mikilvægar stefnur og aðgerðaáætlanir þeim tengdar...Þetta gefur tóninn er varðar stöðu og framtíðarsýn ríkisstjórnarinnar í ótalmörgum málaflokkum.“ Alþingi Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir „Við skulum tala um Hörpupartý upp á tvo milljarða“ Inga Sæland, Formaður Flokks fólksins, sagði ríkisstjórnina hafa hellt olíu yfir samfélagið síðustu sjö árin og borið að því eld. Það væri með hreinum ólíkindum hvernig hún forgangsraðaði fjármunum. 12. júní 2024 20:08 „Heiti því að tryggja aftur efnahagslegan stöðugleika“ Formaður Samfylkingarinnar heitir því að flokkurinn muni endurheimta og tryggja efnahagslegan stöðugleika á Íslandi, nái flokkurinn í ríkisstjórn. Í eldhúsdagsræðu sinni í kvöld sagði hún ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar hafa sett efnahag venjulegs fólks á hvolf, en Samfylkingin hafi getuna til að rétta úr kútnum. 12. júní 2024 19:59 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Sjá meira
„Mér hefur hlotnast sá heiður síðastliðin þrjú ár að vera yngsti kjörni alþingismaðurinn. Það er titill sem tíminn tekur af manni, en við sjáum það út um allan heim að ungu fólki er ekki treyst til þess að kjósa, til að bjóða sig fram eða til að gegna stjórnunarstöðum. Sjálfri þykir mér það gríðarlega mikilvægt að ungt fólk komi að öllum ákvarðanatökum. Það er nauðsynlegt að hópurinn á bakvið stórar ákvarðanir sýni ákveðna breidd samfélagsins þar sem mismunandi sjónarmið liggja að baki og framtíðarsýnin er til staðar á sama tíma og við höfum reynslu fortíðarinnar,“ sagði Lilja Rannveig í almennum stjórnmálaumræðum eða eldhúsdagsumræðum á þingi í kvöld. Hún segir áríðandi að taka vel utan um ungt fólk. „Því við erum að sjá það að það eru allt of margir ungir einstaklingar undir þrítugu, sem eru ekki í vinnu eða námi. Hópurinn frá 18-30 ára er á viðkvæmu stigi í sínu lífi og við eigum að koma með fleiri aðgerðir sem koma sérstaklega til móts við þann hóp, eins og hlutdeildarlánin eru til að hjálpa ungu fólki að komast inn á húsnæðismarkaðinn.“ Hún sagði mikilvægt að skoða hópinn og stöðu hans heildstætt og best væri ef mynduð væri sérstök ungmennastefna með aðgerðaáætlun. „Að mínu mati eru stefnur ríkisstjórna eitt besta verkfærið til framtíðarstefnumótunar því að þær standa þó að ný ríkisstjórn komi að borðinu.Í þeim felst framtíðarsýn þingsins í mismunandi málaflokkum og nú á þessu kjörtímabili hafa verið lagðar fram og samþykktar mikilvægar stefnur og aðgerðaáætlanir þeim tengdar...Þetta gefur tóninn er varðar stöðu og framtíðarsýn ríkisstjórnarinnar í ótalmörgum málaflokkum.“
Alþingi Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir „Við skulum tala um Hörpupartý upp á tvo milljarða“ Inga Sæland, Formaður Flokks fólksins, sagði ríkisstjórnina hafa hellt olíu yfir samfélagið síðustu sjö árin og borið að því eld. Það væri með hreinum ólíkindum hvernig hún forgangsraðaði fjármunum. 12. júní 2024 20:08 „Heiti því að tryggja aftur efnahagslegan stöðugleika“ Formaður Samfylkingarinnar heitir því að flokkurinn muni endurheimta og tryggja efnahagslegan stöðugleika á Íslandi, nái flokkurinn í ríkisstjórn. Í eldhúsdagsræðu sinni í kvöld sagði hún ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar hafa sett efnahag venjulegs fólks á hvolf, en Samfylkingin hafi getuna til að rétta úr kútnum. 12. júní 2024 19:59 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Sjá meira
„Við skulum tala um Hörpupartý upp á tvo milljarða“ Inga Sæland, Formaður Flokks fólksins, sagði ríkisstjórnina hafa hellt olíu yfir samfélagið síðustu sjö árin og borið að því eld. Það væri með hreinum ólíkindum hvernig hún forgangsraðaði fjármunum. 12. júní 2024 20:08
„Heiti því að tryggja aftur efnahagslegan stöðugleika“ Formaður Samfylkingarinnar heitir því að flokkurinn muni endurheimta og tryggja efnahagslegan stöðugleika á Íslandi, nái flokkurinn í ríkisstjórn. Í eldhúsdagsræðu sinni í kvöld sagði hún ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar hafa sett efnahag venjulegs fólks á hvolf, en Samfylkingin hafi getuna til að rétta úr kútnum. 12. júní 2024 19:59