Auglýsti hlaðvarp Miðflokksins í pontu Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 12. júní 2024 23:39 Bergþór Ólason þingmaður og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins fóru með ræðu fyrir hönd flokksins í eldhúdagsumræðum í kvöld. Vísir/Vilhelm Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins uppskar hlátur í lok ræðu sinnar í eldhúsdagsumræðum í kvöld þegar hann auglýsti hlaðvarp flokksins, Sjónvarpslausa fimmtudaga, sem hann og Sigmundur Davíð flokksbróðir hans halda uppi. Í ræðu sinni sagði Bergþór að þingið sem senn verður slitið sé með þeim undarlegustu á líftíma ríkisstjórnarinnar. Þá skaut hann föstum skotum á ríkisstjórnarflokkana þrjá og sagði þrautagöngu þeirra hafa orðið átakanlega augljósa á liðnum vikum. „Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins nýtur þess nú að kjamsa á nýrri ríkisstofnun, Mannréttindastofnun, ofan á allar hinar stofnanirnar sem höndla með þau mál og ófjármögnuðu listamannalaunin og ófjármagnaða þjóðaróperan, allt hlýtur þetta að vekja gleði. Vinstri grænir gleðjast svo yfir því að hafa samþykkt ný útlendingalög, sem eru til bóta þótt enn sé of skammt gengið. Breyting á lögreglulögum er þeim eflaust mjúkur biti undir tönn, enda útilokað fyrir Sjálfstæðisflokkinn að sjá það mál ekki klárast, það væri beinlínis niðurlægjandi fyrir flokkinn. En Vinstri grænir fá Mannréttindastofnun sína, þannig að þeir kyngja rest. Framsóknarmennirnir halda svo áfram baráttunni við sjálfa sig þar sem minkurinn er kominn í hænsnakofann en samt virðist meiri hluti lykilfrumvarpa flokksins ekki fjármagnaður að fullu og augljóslega ætlunin að senda vandamálið yfir á næstu ríkisstjórn,“ sagði Bergþór í ræðu sinni. Sendi Grindvíkingum og bændum kveðju Hann sendi Grindvíkingum og bændum að auki kveðju. Sagðist vona að það takist að standa með þeim Grindvíkingum varðandi þær lausnir sem þeim eru boðnar. „Við bændur landsins vil ég segja, Standið ykkur vel í baráttunni sem þið standið í eftir veðurskotið fyrir norðan og austan.“ Þá endaði hann ræðu sína, sem var sú síðasta í kvöld, á að senda landsmönnum sumarkveðju en tókst að auki að lauma inn lítilli auglýsingu. „Góðir landsmenn. Ég held að sumarið eigi eftir að verða afbragðsgott. Við í þingflokki Miðflokksins ætlum að flandra um og reyna að hitta sem flesta. En til að sumarið verði enn þá betra en annars yrði hvet ég ykkur til að hlusta á Sjónvarpslausa fimmtudaga sem koma í loftið á hverjum fimmtudegi,“ sagði Bergþór og viðstaddir hlógu. „Þar munum við í þingflokki Miðflokksins halda áfram að bæta, hressa og kæta.“ Alþingi Miðflokkurinn Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Í ræðu sinni sagði Bergþór að þingið sem senn verður slitið sé með þeim undarlegustu á líftíma ríkisstjórnarinnar. Þá skaut hann föstum skotum á ríkisstjórnarflokkana þrjá og sagði þrautagöngu þeirra hafa orðið átakanlega augljósa á liðnum vikum. „Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins nýtur þess nú að kjamsa á nýrri ríkisstofnun, Mannréttindastofnun, ofan á allar hinar stofnanirnar sem höndla með þau mál og ófjármögnuðu listamannalaunin og ófjármagnaða þjóðaróperan, allt hlýtur þetta að vekja gleði. Vinstri grænir gleðjast svo yfir því að hafa samþykkt ný útlendingalög, sem eru til bóta þótt enn sé of skammt gengið. Breyting á lögreglulögum er þeim eflaust mjúkur biti undir tönn, enda útilokað fyrir Sjálfstæðisflokkinn að sjá það mál ekki klárast, það væri beinlínis niðurlægjandi fyrir flokkinn. En Vinstri grænir fá Mannréttindastofnun sína, þannig að þeir kyngja rest. Framsóknarmennirnir halda svo áfram baráttunni við sjálfa sig þar sem minkurinn er kominn í hænsnakofann en samt virðist meiri hluti lykilfrumvarpa flokksins ekki fjármagnaður að fullu og augljóslega ætlunin að senda vandamálið yfir á næstu ríkisstjórn,“ sagði Bergþór í ræðu sinni. Sendi Grindvíkingum og bændum kveðju Hann sendi Grindvíkingum og bændum að auki kveðju. Sagðist vona að það takist að standa með þeim Grindvíkingum varðandi þær lausnir sem þeim eru boðnar. „Við bændur landsins vil ég segja, Standið ykkur vel í baráttunni sem þið standið í eftir veðurskotið fyrir norðan og austan.“ Þá endaði hann ræðu sína, sem var sú síðasta í kvöld, á að senda landsmönnum sumarkveðju en tókst að auki að lauma inn lítilli auglýsingu. „Góðir landsmenn. Ég held að sumarið eigi eftir að verða afbragðsgott. Við í þingflokki Miðflokksins ætlum að flandra um og reyna að hitta sem flesta. En til að sumarið verði enn þá betra en annars yrði hvet ég ykkur til að hlusta á Sjónvarpslausa fimmtudaga sem koma í loftið á hverjum fimmtudegi,“ sagði Bergþór og viðstaddir hlógu. „Þar munum við í þingflokki Miðflokksins halda áfram að bæta, hressa og kæta.“
Alþingi Miðflokkurinn Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira