Sælkerasveppir ræktaðir í gróðrarstöð í Mosfellsdal Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 16. júní 2024 20:05 Magnús Magnússon, svepparæktandi í Dalsgarði, sem segir sveppi vera mat framtíðarinnar. Magnús Hlynur Hreiðarsson Athyglisverð tilraunaræktun á sveppum fer nú fram í gróðrarstöð í Mosfellsdal en um er að ræða sælkerasveppi, sem miklar vonir eru bundnar við að eigi eftir að slá í gegn hjá neytendum. Hér erum við að tala um gróðrarstöðina Dalsgarð i í Mossfesbæ í Mosfellsdalnum, sem hefur hafið ræktun á sælkerasveppum í 15 gámum, sem lofa góðu. Maðurinn á bak við ræktunina er Magnús Magnússon, sem er allra manna fróðastur um svepparæktun. „Eftir að ég set þá í pokann þá hengi ég þá hér upp í 23 stiga hita í svona hálfan mánuð til þrjár vikur og þá eru þeir orðnir alveg þroskaðir. Þegar þessi poki er orðinn alveg hvítur þá tökum við hann í næsta gám og skerum á hann göt fyrir sveppina til að koma út. Sveppirnir stækka um sjálfan sig á sólarhring,” segir Magnús og bætir við. „Þetta er matur framtíðarinnar, ekkert land tekið, 15 lítrar af vatni til að framleiða kíló af sveppum og eingöngu notað hráefni, sem engin annar notar, umhverfisvænna getur það ekki verið, engin eiturefni, ekkert, bara úrvals matur.” Magnús segir að sveppir séu með því hollasta og besta, sem fólk fær þegar matur er annars vegar. „Þetta eru tíu tegundir, sem við ætlum að vera með. Ég hef alla tíð bara reynt að gera það sem er gott,” bætir Magnús við. Sælkerasveppirnir eru ræktaðir í 15 gámum í gróðrarstöðinni Dalsgarði í Mosfellsdal.Magnús Hlynur Hreiðarsson Magnús er með lærling hjá sér enda segist hann sjálfur vera orðinn gamall og lúinn. En hvenær geta neytendur farið að kaupa nýju sveppina? „Það er bara núna strax í sumar og svo bara enn þá meira eftir því sem líður á. Ég held að þetta eigi eftir að taka svolítin tíma að komast inn á markaðinn en ef við höldum áfram að gera þetta að alvöru þá kemur að því,” segir Arnór Þrastarson, starfsmaður í Dalsgarði. Sveppirnir eru í allskonar litum, til dæmis bleikir, rauðir og bláir. „Núna eru þeir með blágráan keim þannig að það verður skemmtilegt að fá fleiri liti inn,” bætir Arnór við. Arnór Þrastarson, starfsmaður í Dalsgarði, sem er að læra allt í ræktun sveppa hjá Magnúsi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Mosfellsbær Landbúnaður Sveppir Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Sjá meira
Hér erum við að tala um gróðrarstöðina Dalsgarð i í Mossfesbæ í Mosfellsdalnum, sem hefur hafið ræktun á sælkerasveppum í 15 gámum, sem lofa góðu. Maðurinn á bak við ræktunina er Magnús Magnússon, sem er allra manna fróðastur um svepparæktun. „Eftir að ég set þá í pokann þá hengi ég þá hér upp í 23 stiga hita í svona hálfan mánuð til þrjár vikur og þá eru þeir orðnir alveg þroskaðir. Þegar þessi poki er orðinn alveg hvítur þá tökum við hann í næsta gám og skerum á hann göt fyrir sveppina til að koma út. Sveppirnir stækka um sjálfan sig á sólarhring,” segir Magnús og bætir við. „Þetta er matur framtíðarinnar, ekkert land tekið, 15 lítrar af vatni til að framleiða kíló af sveppum og eingöngu notað hráefni, sem engin annar notar, umhverfisvænna getur það ekki verið, engin eiturefni, ekkert, bara úrvals matur.” Magnús segir að sveppir séu með því hollasta og besta, sem fólk fær þegar matur er annars vegar. „Þetta eru tíu tegundir, sem við ætlum að vera með. Ég hef alla tíð bara reynt að gera það sem er gott,” bætir Magnús við. Sælkerasveppirnir eru ræktaðir í 15 gámum í gróðrarstöðinni Dalsgarði í Mosfellsdal.Magnús Hlynur Hreiðarsson Magnús er með lærling hjá sér enda segist hann sjálfur vera orðinn gamall og lúinn. En hvenær geta neytendur farið að kaupa nýju sveppina? „Það er bara núna strax í sumar og svo bara enn þá meira eftir því sem líður á. Ég held að þetta eigi eftir að taka svolítin tíma að komast inn á markaðinn en ef við höldum áfram að gera þetta að alvöru þá kemur að því,” segir Arnór Þrastarson, starfsmaður í Dalsgarði. Sveppirnir eru í allskonar litum, til dæmis bleikir, rauðir og bláir. „Núna eru þeir með blágráan keim þannig að það verður skemmtilegt að fá fleiri liti inn,” bætir Arnór við. Arnór Þrastarson, starfsmaður í Dalsgarði, sem er að læra allt í ræktun sveppa hjá Magnúsi.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Mosfellsbær Landbúnaður Sveppir Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Sjá meira