Neita að borga tjón eftir að hafa mokað snjó yfir bíl Jón Ísak Ragnarsson skrifar 16. júní 2024 15:25 Búið var að moka snjó upp að og undir bíl Þóris þegar hann kom erlendis frá Þórir Brynjúlfsson Þórir Brynjúlfsson varð fyrir miklu óláni fyrir rúmlega ári síðan, þegar hann kom heim til Íslands eftir að hafa lagt bíl sínum á bílastæði ISAVIA á Keflavíkurflugvelli. Snjó hafði verið mokað upp að og undir bílinn, sem fraus og þrýstist upp í undirvagninn. Bíllinn varð fyrir nokkru tjóni, en ISAVIA og verktakinn sem sá um snjómoksturinn neita að borga tjónið. Þórir vakti athygli á þessu á Feisbúkksíðunni Bakland Ferðaþjónustunnar, þar sem hann birti myndir af bílnum á kafi í snjó og sagði sögu sína. Hann segir í samtali við fréttastofu að hann hafi lagt bíl sínum utarlega á P1 bílastæði ISAVIA þegar hann fór til Tenerife. Þegar hann kom til baka var búið að moka snjó upp að og undir bílinn. Miklar skemmdir Hann hafi brotið sér leið inn í bílinn með tennisspaða og komið honum í gang, en svo kom á daginn að ekki var hægt að setja bílinn í drive, þar sem frosinn snjór undir bílnum hefði þrýst upp í gírinn. Alls konar ljós hafi verið í mælaborðinu, bremsuleiðsla farin í sundur, handbremsubarkar farnir og skipt hafi þurft um hitt og þetta. Þórir braut sér leið að bílnum með tennisspaðaÞórir Brynjúlfsson Hann segist hafa farið með málið til ISAVIA, sem bentu á verktakann. „Þá fór ég til tryggingarfélags verktakans, og þeir neituðu að borga þetta. Þá kærði ég þetta til úrskurðarnefndar og málið er þar í dag,“ segir Þórir. Tryggingarfélagið sé nýbúið að senda mótrök gegn honum. Hefði átt að gera sér grein fyrir því sem hann var að gera „Aðalatriðið er að verktakinn lokar bílinn inni af ásettu ráði. Maðurinn sem stýrir gröfinni á að vita það að bíllinn er lokaður inni. Það er búið að loka bílinn af fyrir manninn þegar hann kemur úr ferðalagi, það er svo augljóst,“ segir Þórir. Bíllinn var utarlega á bílastæði ISAVIAÞórir Brynjúlfsson Á Feisbúkk segir hann að næsta mál sé að kæra ISAVIA og verktakann fyrir skemmdarverk til lögreglu. „ÍSAVÍA hefur nánast einokunaraðstöðu á bílastæðum við Keflavíkurflugvöll og þiggur gjald fyrir en neitar allri ábyrgð á skemmdum á bifreiðum sem lagt er í þeirra stæði, hvernig svo sem til skemmdanna er stofnað. Menn skildu hafa það í huga,“ segir Þórir. Keflavíkurflugvöllur Tryggingar Snjómokstur Bílastæði Neytendur Mest lesið Trump titlar sig konung Erlent Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Erlent Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Innlent Traustið við frostmark Innlent Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Innlent Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Erlent Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Innlent Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Innlent Fylkingar innan VR eftir afstöðu til Eflingar og Ragnars Þórs Innlent Ummæli Trumps lofi ekki góðu Innlent Fleiri fréttir Þurfi að leggja meira í skóla án aðgreiningar svo stefnan virki Segja loforð svikin í Skálafelli Mátti ekki kalla mann nauðgara með barnagirnd eftir allt saman Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Reynt til þrautar í Karphúsinu og Inga Sæland svarar fyrir sig í þinginu Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Traustið við frostmark Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Fylkingar innan VR eftir afstöðu til Eflingar og Ragnars Þórs Ummæli Trumps lofi ekki góðu Fólk læri af reynslunni og geri kaupmála Jafnræðisreglan sé margbrotin í frumvarpi menntamálaráðherra Segja ekki um neitt „tilfinningaklám“ að ræða Fundi samninganefnda kennara frestað fram á morgun ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Leita til Íslands að nýjum stjóra eftir skrautlega uppsögn Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Sjá meira
Þórir vakti athygli á þessu á Feisbúkksíðunni Bakland Ferðaþjónustunnar, þar sem hann birti myndir af bílnum á kafi í snjó og sagði sögu sína. Hann segir í samtali við fréttastofu að hann hafi lagt bíl sínum utarlega á P1 bílastæði ISAVIA þegar hann fór til Tenerife. Þegar hann kom til baka var búið að moka snjó upp að og undir bílinn. Miklar skemmdir Hann hafi brotið sér leið inn í bílinn með tennisspaða og komið honum í gang, en svo kom á daginn að ekki var hægt að setja bílinn í drive, þar sem frosinn snjór undir bílnum hefði þrýst upp í gírinn. Alls konar ljós hafi verið í mælaborðinu, bremsuleiðsla farin í sundur, handbremsubarkar farnir og skipt hafi þurft um hitt og þetta. Þórir braut sér leið að bílnum með tennisspaðaÞórir Brynjúlfsson Hann segist hafa farið með málið til ISAVIA, sem bentu á verktakann. „Þá fór ég til tryggingarfélags verktakans, og þeir neituðu að borga þetta. Þá kærði ég þetta til úrskurðarnefndar og málið er þar í dag,“ segir Þórir. Tryggingarfélagið sé nýbúið að senda mótrök gegn honum. Hefði átt að gera sér grein fyrir því sem hann var að gera „Aðalatriðið er að verktakinn lokar bílinn inni af ásettu ráði. Maðurinn sem stýrir gröfinni á að vita það að bíllinn er lokaður inni. Það er búið að loka bílinn af fyrir manninn þegar hann kemur úr ferðalagi, það er svo augljóst,“ segir Þórir. Bíllinn var utarlega á bílastæði ISAVIAÞórir Brynjúlfsson Á Feisbúkk segir hann að næsta mál sé að kæra ISAVIA og verktakann fyrir skemmdarverk til lögreglu. „ÍSAVÍA hefur nánast einokunaraðstöðu á bílastæðum við Keflavíkurflugvöll og þiggur gjald fyrir en neitar allri ábyrgð á skemmdum á bifreiðum sem lagt er í þeirra stæði, hvernig svo sem til skemmdanna er stofnað. Menn skildu hafa það í huga,“ segir Þórir.
Keflavíkurflugvöllur Tryggingar Snjómokstur Bílastæði Neytendur Mest lesið Trump titlar sig konung Erlent Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Erlent Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Innlent Traustið við frostmark Innlent Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Innlent Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Erlent Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Innlent Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Innlent Fylkingar innan VR eftir afstöðu til Eflingar og Ragnars Þórs Innlent Ummæli Trumps lofi ekki góðu Innlent Fleiri fréttir Þurfi að leggja meira í skóla án aðgreiningar svo stefnan virki Segja loforð svikin í Skálafelli Mátti ekki kalla mann nauðgara með barnagirnd eftir allt saman Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Reynt til þrautar í Karphúsinu og Inga Sæland svarar fyrir sig í þinginu Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Traustið við frostmark Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Fylkingar innan VR eftir afstöðu til Eflingar og Ragnars Þórs Ummæli Trumps lofi ekki góðu Fólk læri af reynslunni og geri kaupmála Jafnræðisreglan sé margbrotin í frumvarpi menntamálaráðherra Segja ekki um neitt „tilfinningaklám“ að ræða Fundi samninganefnda kennara frestað fram á morgun ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Leita til Íslands að nýjum stjóra eftir skrautlega uppsögn Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Sjá meira