Tæplega tvö hundruð úr sömu fjölskyldu drepin Árni Sæberg skrifar 18. júní 2024 07:26 Palestínumenn greftraðir í fjöldagröf þann 26. desember síðastliðinn. AP Photo/Fatima Shbair Hernaðaraðgerðir Ísraelshers á fyrstu þremur mánuðum stríðsins þurrkuðu nánast út heilu stórfjölskyldurnar á Gasa. Minnst 173 fjölskyldumeðlimir Salem-fjölskyldunnar létust í tveimur loftárásum. Fjölskyldumeðlimir sem lifðu af segja engin augljós hernaðarleg skotmörk hafa verið nálægt heimili fjölskyldunnar. Þetta sýnir rannsókn AP-fréttaveitunnar, sem unnin var í samstarfi við vopnasérfræðinga og lögfræðinga. Rannsóknin byggir á greiningu á tíu loftárásum Ísreaelshers í október, nóvember og desember síðasta árs, sem felldu rúmlega fimm hundruð manns. Þá er rannsóknin að hluta byggð á gögnum frá heilbrigðisráðuneytinu á Gasa, sem lýtur stjórn Hamas-samtakanna. Minnst sextíu fjölskyldur hafa misst 25 eða fleiri Rannsókn AP leiddi í ljós að minnst sextíu stórfjölskyldur á Gasa misstu meira en 25 fjölskyldumeðlimi í loftárásum á fyrstu þremur mánuðum stríðsins. AP hefur eftir Rashid Khalidi, palestínsk-bandarískum sagnfræðingi að stríðið nú sé orðið það mannskæðasta í nútímasögu Palestínu, mannskæðara en stríðið árið 1948, sem kallað er „Nakbah“ eða „hörmungarnar“. Frændur og frænkur eins og hráviði á gólfinu Í frétt AP um rannsóknina eru sögur sex stórfjölskyldna sem hafa farið illa út úr stríðinu raktar. Þar segir meðal annars frá Salem-fjölskyldunni, sem sögð er hafa misst 173 fjölskyldumeðlimi í tveimur árásum Ísraelshers. Þeirra á meðal fjölda barna, ólétta konu og 87 ára ættföðurinn. Þann 11. desember hafi loftárás hæft þyrpingu heimila í eigu fjölskyldunnar. Eitt hús hafi gjöreyðilagst og fjöldi skemmst. Minnst áttatíu hafi verið drepnir. Sjö dögum seinna hafi loftárás verið gerð á einbýlishús í Rimal, þar sem fjölskyldumeðlimir höfðu leitað skjóls eftir fyrri loftárásina. Þá hafi minnst níutíu látið lífið. „Ég sá lík frænda minna og frænka eins og hráviði á gólfinu. Við þurftum að nota skilríki þeirra til að bera kennsl á þau, þau voru bara hrúgur af holdi,“ er haft eftir Mohamed Salem, sem lifði síðari árásina af. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Hernaður Tengdar fréttir Netanjahú leysir stríðsráðið upp Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels hefur ákveðið að leysa upp sex manna stríðsráð ríkisins. Ákvörðunin kemur skömmu eftir uppsögn Benny Gantz, pólitísks andstæðings Netanjahú, úr þjóðstjórninni. 17. júní 2024 09:43 Netanyahu vill ekki gera hlé á hernaði Benjamin Natanyahu forsætisráðherra Ísraels er ósáttur með ákvörðun ísraelska hersins um að gera daglegt hlé á hernaði meðfram stofnbraut á Gasa til að hleypa neyðarbirgðum inn á svæðið. 16. júní 2024 16:16 Hyggjast gera dagleg hlé á árásum til að auka við neyðaraðstoð Ísraelsher hefur tilkynnt að gerð verði dagleg hlé á hernaði með fram stofnbraut á Gasa í þeim tilgangi að hleypa meiri neyðarbirgðum inn á svæðið. 16. júní 2024 10:00 Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Fleiri fréttir Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Sjá meira
Þetta sýnir rannsókn AP-fréttaveitunnar, sem unnin var í samstarfi við vopnasérfræðinga og lögfræðinga. Rannsóknin byggir á greiningu á tíu loftárásum Ísreaelshers í október, nóvember og desember síðasta árs, sem felldu rúmlega fimm hundruð manns. Þá er rannsóknin að hluta byggð á gögnum frá heilbrigðisráðuneytinu á Gasa, sem lýtur stjórn Hamas-samtakanna. Minnst sextíu fjölskyldur hafa misst 25 eða fleiri Rannsókn AP leiddi í ljós að minnst sextíu stórfjölskyldur á Gasa misstu meira en 25 fjölskyldumeðlimi í loftárásum á fyrstu þremur mánuðum stríðsins. AP hefur eftir Rashid Khalidi, palestínsk-bandarískum sagnfræðingi að stríðið nú sé orðið það mannskæðasta í nútímasögu Palestínu, mannskæðara en stríðið árið 1948, sem kallað er „Nakbah“ eða „hörmungarnar“. Frændur og frænkur eins og hráviði á gólfinu Í frétt AP um rannsóknina eru sögur sex stórfjölskyldna sem hafa farið illa út úr stríðinu raktar. Þar segir meðal annars frá Salem-fjölskyldunni, sem sögð er hafa misst 173 fjölskyldumeðlimi í tveimur árásum Ísraelshers. Þeirra á meðal fjölda barna, ólétta konu og 87 ára ættföðurinn. Þann 11. desember hafi loftárás hæft þyrpingu heimila í eigu fjölskyldunnar. Eitt hús hafi gjöreyðilagst og fjöldi skemmst. Minnst áttatíu hafi verið drepnir. Sjö dögum seinna hafi loftárás verið gerð á einbýlishús í Rimal, þar sem fjölskyldumeðlimir höfðu leitað skjóls eftir fyrri loftárásina. Þá hafi minnst níutíu látið lífið. „Ég sá lík frænda minna og frænka eins og hráviði á gólfinu. Við þurftum að nota skilríki þeirra til að bera kennsl á þau, þau voru bara hrúgur af holdi,“ er haft eftir Mohamed Salem, sem lifði síðari árásina af.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Hernaður Tengdar fréttir Netanjahú leysir stríðsráðið upp Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels hefur ákveðið að leysa upp sex manna stríðsráð ríkisins. Ákvörðunin kemur skömmu eftir uppsögn Benny Gantz, pólitísks andstæðings Netanjahú, úr þjóðstjórninni. 17. júní 2024 09:43 Netanyahu vill ekki gera hlé á hernaði Benjamin Natanyahu forsætisráðherra Ísraels er ósáttur með ákvörðun ísraelska hersins um að gera daglegt hlé á hernaði meðfram stofnbraut á Gasa til að hleypa neyðarbirgðum inn á svæðið. 16. júní 2024 16:16 Hyggjast gera dagleg hlé á árásum til að auka við neyðaraðstoð Ísraelsher hefur tilkynnt að gerð verði dagleg hlé á hernaði með fram stofnbraut á Gasa í þeim tilgangi að hleypa meiri neyðarbirgðum inn á svæðið. 16. júní 2024 10:00 Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Fleiri fréttir Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Sjá meira
Netanjahú leysir stríðsráðið upp Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels hefur ákveðið að leysa upp sex manna stríðsráð ríkisins. Ákvörðunin kemur skömmu eftir uppsögn Benny Gantz, pólitísks andstæðings Netanjahú, úr þjóðstjórninni. 17. júní 2024 09:43
Netanyahu vill ekki gera hlé á hernaði Benjamin Natanyahu forsætisráðherra Ísraels er ósáttur með ákvörðun ísraelska hersins um að gera daglegt hlé á hernaði meðfram stofnbraut á Gasa til að hleypa neyðarbirgðum inn á svæðið. 16. júní 2024 16:16
Hyggjast gera dagleg hlé á árásum til að auka við neyðaraðstoð Ísraelsher hefur tilkynnt að gerð verði dagleg hlé á hernaði með fram stofnbraut á Gasa í þeim tilgangi að hleypa meiri neyðarbirgðum inn á svæðið. 16. júní 2024 10:00