Meta hvort hægt sé að bjarga einhverjum fatnaði Lovísa Arnardóttir skrifar 19. júní 2024 18:57 Kúltúr Menn er ein af þeim verslunum sem fór afar illa út úr brunanum. Vísir/Sigurjón Kringlan opnar aftur á morgun, fimmtudag. Meirihluti verslana opnar aftur, eða um 80 prósent þeirra, og allir veitingastaðir. Svava Johansen verslunareigandi segir rýmingu nærri lokið og nú taki við uppbygging. Starfsfólk á enn fremur eftir að meta hvort hægt sé að bjarga einhverjum fatnaði. Í tilkynningu frá Reitum kemur fram að öll afþreying verði opin ásamt líkamsrækt og sjúkraþjálfun. Þær verslanir sem urðu verst úti í brunanum þurfi þó lengri tíma áður en hægt er að opna þær. „Kringlan og verslunareigendur hafa fundið fyrir gríðarlegum samhug. Þegar svona kemur upp verður ljóst hversu mikilvæg stoð Kringlan er í samfélaginu. Grettistaki hefur verið lyft og hafa hundruð manna aðstoðað og unnið ómetanlegt starf undanfarna daga,“ segir í tilkynningu. Þorgeir Ásvaldsson ræddi við Svövu Johanssen eiganda NTC í Reykjavík síðdegis í dag. Svava sagðist enn að jafna sig en verslanir hennar urðu fyrir miklu tjóni. Þetta væri mikið tjón og tíu verslanir hafi orðið fyrir altjóni. Starfsfólk væri búið að vinna hörðum höndum síðustu daga við að rýma verslanir og næst á dagskrá sé niðurrif vegna reyks og vatnsskemmda. Svava átti von á því að verslanirnar yrðu byggðar aftur á mettíma en á ekki von á því að Sautján og Kúltúr menn opni næstu tvo til þrjá mánuðina. „Allur fatnaðurinn er búinn að vera innan um reyk í marga daga,“ segir Svava og að auk þess hafi verið að bræða tjörupappa og af því komi sérstök lykt. Á þakið hafi verið sprautað vatni og froðu og parket, gólf og veggir séu ónýtir. Hvað varðar fötin sem voru í verslununum segir Svava að það sé verið að meta hvað sé heilt og hvað sé ónýtt. Því versta verði fleygt og fargað en það sé verið að meta annað. Búið er að fara með vörurnar á annan stað þar sem starfsfólk mun fara í gegnum vörurnar. Svava segist í samtali við tryggingafélagið sitt og það eigi enn eftir að koma í ljós hversu mikið er tryggt. „Fyrirtæki eru mjög misjafnlega tryggð,“ segir Svava og að þau séu nú búin að yfirfara allar sína tryggingar. Hægt er að hlusta á viðtalið hér að ofan. Eldsvoði í Kringlunni Kringlan Tengdar fréttir Uppbygging komin á fullt skrið þremur dögum eftir brunann Uppbygging er komin á fullt skrið í Kringlunni eftir að stórtjón varð í eldsvoða á laugardagskvöld. Næstum allar vörur í verslunum undir merkjum Kúltur eru ónýtar en eigandi vonar að hægt verði að opna aftur í haust eftir allsherjarniðurrif. 18. júní 2024 21:31 Kringlan lokuð til fimmtudags Hreinsunarstarf í Kringlunni gengur vel, að því er fram kemur í tilkynningu frá Reitum og verslunarmiðstöðinni. Stefnt er að því að opna að nýju á fimmtudag. 17. júní 2024 18:07 „Þetta var bara eins og hryðjuverk“ Altjón varð í tíu verslunum Kringlunnar í gær þegar það kviknaði í þaki hennar. Eigandi verslunarinnar sem kom verst út úr brunanum segir Kringluna hafa litið hryllilega út í nótt. 16. júní 2024 21:38 „Þetta er stórtjón fyrir okkur“ Svava Johansen eigandi og forstjóri NTC sem rekur sex verslanir í Kringlunni, segir að staðan sé alls ekki góð í verslunum hennar. Um stórtjón sé að ræða í verslun hennar Gallerí sautján. 16. júní 2024 14:28 Stefna á að opna Kringluna á þriðjudag Kringlan verður lokuð í dag og á morgun meðan unnið er að reykræstingu og þurrkun vegna eldsvoðans sem varð í verslunarmiðstöðinni í gær. 16. júní 2024 13:40 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Fleiri fréttir Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Sjá meira
Í tilkynningu frá Reitum kemur fram að öll afþreying verði opin ásamt líkamsrækt og sjúkraþjálfun. Þær verslanir sem urðu verst úti í brunanum þurfi þó lengri tíma áður en hægt er að opna þær. „Kringlan og verslunareigendur hafa fundið fyrir gríðarlegum samhug. Þegar svona kemur upp verður ljóst hversu mikilvæg stoð Kringlan er í samfélaginu. Grettistaki hefur verið lyft og hafa hundruð manna aðstoðað og unnið ómetanlegt starf undanfarna daga,“ segir í tilkynningu. Þorgeir Ásvaldsson ræddi við Svövu Johanssen eiganda NTC í Reykjavík síðdegis í dag. Svava sagðist enn að jafna sig en verslanir hennar urðu fyrir miklu tjóni. Þetta væri mikið tjón og tíu verslanir hafi orðið fyrir altjóni. Starfsfólk væri búið að vinna hörðum höndum síðustu daga við að rýma verslanir og næst á dagskrá sé niðurrif vegna reyks og vatnsskemmda. Svava átti von á því að verslanirnar yrðu byggðar aftur á mettíma en á ekki von á því að Sautján og Kúltúr menn opni næstu tvo til þrjá mánuðina. „Allur fatnaðurinn er búinn að vera innan um reyk í marga daga,“ segir Svava og að auk þess hafi verið að bræða tjörupappa og af því komi sérstök lykt. Á þakið hafi verið sprautað vatni og froðu og parket, gólf og veggir séu ónýtir. Hvað varðar fötin sem voru í verslununum segir Svava að það sé verið að meta hvað sé heilt og hvað sé ónýtt. Því versta verði fleygt og fargað en það sé verið að meta annað. Búið er að fara með vörurnar á annan stað þar sem starfsfólk mun fara í gegnum vörurnar. Svava segist í samtali við tryggingafélagið sitt og það eigi enn eftir að koma í ljós hversu mikið er tryggt. „Fyrirtæki eru mjög misjafnlega tryggð,“ segir Svava og að þau séu nú búin að yfirfara allar sína tryggingar. Hægt er að hlusta á viðtalið hér að ofan.
Eldsvoði í Kringlunni Kringlan Tengdar fréttir Uppbygging komin á fullt skrið þremur dögum eftir brunann Uppbygging er komin á fullt skrið í Kringlunni eftir að stórtjón varð í eldsvoða á laugardagskvöld. Næstum allar vörur í verslunum undir merkjum Kúltur eru ónýtar en eigandi vonar að hægt verði að opna aftur í haust eftir allsherjarniðurrif. 18. júní 2024 21:31 Kringlan lokuð til fimmtudags Hreinsunarstarf í Kringlunni gengur vel, að því er fram kemur í tilkynningu frá Reitum og verslunarmiðstöðinni. Stefnt er að því að opna að nýju á fimmtudag. 17. júní 2024 18:07 „Þetta var bara eins og hryðjuverk“ Altjón varð í tíu verslunum Kringlunnar í gær þegar það kviknaði í þaki hennar. Eigandi verslunarinnar sem kom verst út úr brunanum segir Kringluna hafa litið hryllilega út í nótt. 16. júní 2024 21:38 „Þetta er stórtjón fyrir okkur“ Svava Johansen eigandi og forstjóri NTC sem rekur sex verslanir í Kringlunni, segir að staðan sé alls ekki góð í verslunum hennar. Um stórtjón sé að ræða í verslun hennar Gallerí sautján. 16. júní 2024 14:28 Stefna á að opna Kringluna á þriðjudag Kringlan verður lokuð í dag og á morgun meðan unnið er að reykræstingu og þurrkun vegna eldsvoðans sem varð í verslunarmiðstöðinni í gær. 16. júní 2024 13:40 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Fleiri fréttir Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Sjá meira
Uppbygging komin á fullt skrið þremur dögum eftir brunann Uppbygging er komin á fullt skrið í Kringlunni eftir að stórtjón varð í eldsvoða á laugardagskvöld. Næstum allar vörur í verslunum undir merkjum Kúltur eru ónýtar en eigandi vonar að hægt verði að opna aftur í haust eftir allsherjarniðurrif. 18. júní 2024 21:31
Kringlan lokuð til fimmtudags Hreinsunarstarf í Kringlunni gengur vel, að því er fram kemur í tilkynningu frá Reitum og verslunarmiðstöðinni. Stefnt er að því að opna að nýju á fimmtudag. 17. júní 2024 18:07
„Þetta var bara eins og hryðjuverk“ Altjón varð í tíu verslunum Kringlunnar í gær þegar það kviknaði í þaki hennar. Eigandi verslunarinnar sem kom verst út úr brunanum segir Kringluna hafa litið hryllilega út í nótt. 16. júní 2024 21:38
„Þetta er stórtjón fyrir okkur“ Svava Johansen eigandi og forstjóri NTC sem rekur sex verslanir í Kringlunni, segir að staðan sé alls ekki góð í verslunum hennar. Um stórtjón sé að ræða í verslun hennar Gallerí sautján. 16. júní 2024 14:28
Stefna á að opna Kringluna á þriðjudag Kringlan verður lokuð í dag og á morgun meðan unnið er að reykræstingu og þurrkun vegna eldsvoðans sem varð í verslunarmiðstöðinni í gær. 16. júní 2024 13:40