Hljóp berfætt undan sprengjuregninu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 22. júní 2024 20:01 Fjölskyldan heldur til í tjöldum á vegum Rauða krossins. AP/Jehad Alshrafi Minnst þrjátíu og átta eru sagðir látnir og fleiri slasaðir eftir loftárásir Ísraelshers á Gasa í dag. Talsmaður almannavarna á svæðinu segir að þekktar flóttamannabúðir hafi orðið fyrir skotum. Talsmaður ísraelska hersins segir að árásirnar hafi beinst að tveimur svæðum sem liðsmenn Hamas eru sagðir halda til á Gasasvæðinu. Talsmaður almannavarna segir hins vegar að sprengjur hafi hæft fjölbýlishús auk þess sem þekktar flóttamannabúðir hafi orðið fyrir skotum. Myndbandsupptökur sýna fólk bera særða á brott, rykfallnar götur og ástvini leita að eftirlifendum í húsarústum. Tjöld og skrifstofur Rauða krossins urðu fyrir sprengjum Í gær voru tuttugu og tveir, sem leituðu skjóls í tjöldum á vegum Rauða krossins, drepnir í loftárás sem gerð var á Gasasvæðið. Mona Ashour er ein þeirra sem missti ástvin í sprengingunni. „Við vorum inni í tjaldinu þegar hvellsprengja sprakk nálægt Rauðakrosstjöldunum. Maðurinn minn fór út eftir fyrstu sprenginguna. Svo sprakk önnur sprengja, enn nær dyrunum hjá Rauða krossinum, og fólkið fór að safnast saman. Ég reyndi að ná sambandi við manninn minn en gat það ekki. Við flúðum eins og við vorum klædd, berfætt. Ég reyndi að ná sambandi við hann en gat það ekki,“ sagði Mona Ashour. Skrifstofur Rauða krossins urðu fyrir miklum skemmdum í sprengingunni og segir í tilkynningu frá samtökunum að árásin sé ein af alvarlegustu öryggisbrestum síðustu daga. Talsmaður ísraelska hersins sagði í samtali við breska ríkisútvarpið, BBC, að málið væri til skoðunar. Við fyrstu athugun bendi ekkert til þess að herinn hefði beint loftárásum sínum þangað. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Fleiri fréttir Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Sjá meira
Talsmaður ísraelska hersins segir að árásirnar hafi beinst að tveimur svæðum sem liðsmenn Hamas eru sagðir halda til á Gasasvæðinu. Talsmaður almannavarna segir hins vegar að sprengjur hafi hæft fjölbýlishús auk þess sem þekktar flóttamannabúðir hafi orðið fyrir skotum. Myndbandsupptökur sýna fólk bera særða á brott, rykfallnar götur og ástvini leita að eftirlifendum í húsarústum. Tjöld og skrifstofur Rauða krossins urðu fyrir sprengjum Í gær voru tuttugu og tveir, sem leituðu skjóls í tjöldum á vegum Rauða krossins, drepnir í loftárás sem gerð var á Gasasvæðið. Mona Ashour er ein þeirra sem missti ástvin í sprengingunni. „Við vorum inni í tjaldinu þegar hvellsprengja sprakk nálægt Rauðakrosstjöldunum. Maðurinn minn fór út eftir fyrstu sprenginguna. Svo sprakk önnur sprengja, enn nær dyrunum hjá Rauða krossinum, og fólkið fór að safnast saman. Ég reyndi að ná sambandi við manninn minn en gat það ekki. Við flúðum eins og við vorum klædd, berfætt. Ég reyndi að ná sambandi við hann en gat það ekki,“ sagði Mona Ashour. Skrifstofur Rauða krossins urðu fyrir miklum skemmdum í sprengingunni og segir í tilkynningu frá samtökunum að árásin sé ein af alvarlegustu öryggisbrestum síðustu daga. Talsmaður ísraelska hersins sagði í samtali við breska ríkisútvarpið, BBC, að málið væri til skoðunar. Við fyrstu athugun bendi ekkert til þess að herinn hefði beint loftárásum sínum þangað.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Fleiri fréttir Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Sjá meira