Kane vísar gagnrýni gömlu kallanna til föðurhúsanna Siggeir Ævarsson skrifar 24. júní 2024 07:00 Harry Kane er fyrirliði enska landsliðsins og tekur því hlutverki alvarlega Getty/Joe Prior Gagnrýni á frammistöðu enska landsliðsins kemur úr ýmsum áttum þessa dagana en gamlar kempur úr liðinu láta ekki sitt eftir liggja í þeim efnum. Harry Kane, fyrirliði liðsins, hefur fengið sig fullsaddan af óvarlegu orðfæri manna eins og Gary Lineker og sendi pílu til baka. Lineker, sem er aðalumsjónarmaður EM stofunnar hjá BBC, lét hafa eftir sér í hlaðvarpi að frammistaði Englands gegn Danmörku hefði verið „skítleg“. Alan Shearer og Rio Ferdinand hafa sömuleiðis ekki legið á skoðunum sínum en þeir eru þó ekki í sömu þungavigtarstöðum hjá breska ríkissjónvarpinu og Lineker. Kane benti góðlátlega á að þessar gömlu kempur hafi tæpast efni á að gagnrýna frammistöðu liðsins í ljósi sögunnar. „Allir eiga rétt á sinni skoðun en þegar öllu er á botninn hvolft höfum við ekki unnið neitt sem þjóð í langan, langan tíma og flestir af þessum leikmönnum voru hluti af liðinu og vita hversu erfitt þetta er.“ „Ég myndi aldrei vanvirða aðra leikmenn. Ég myndi bara vilja minna það á hvernig það er að spila í ensku landsliðstreyjunni og að það er hlustað á það sem þeir hafa að segja. Það væri mun betra að byggja upp sjálfstraust leikmanna.“ Kane fór nokkuð snyrtilega í kringum árangur þessara gömlu kempa með landsliðinu þegar hann sagði að enska landsliðið hafi ekki unnið neitt lengi. Hann hefði vel geta bent á að Lineker var í enska liðinu sem datt út í fyrsta umferð á EM 1988 og 1992, eða að Shearer var fyrirliði liðsins sem datt snemma út á EM 2000 nú eða að „gullna kynslóðin“ sem Ferdinand tilheyrði komst ekki einu sinni á EM 2008. Þrátt fyrir alla þá gagnrýni sem Englendingar hafa fengið á mótinu í ár situr liðið í efsta sæti C-riðils eftir tvo leiki en lokaleikur liðsins í riðlinum er gegn Slóveníu á morgun. Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Henríetta lánuð til Þór/KA Í beinni: Víkingur R. - Þróttur R. | Reykjavíkurslagur í Víkinni Í beinni: Breiðablik - Fram | Nýliðarnir heimsækja meistarana Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Sjá meira
Lineker, sem er aðalumsjónarmaður EM stofunnar hjá BBC, lét hafa eftir sér í hlaðvarpi að frammistaði Englands gegn Danmörku hefði verið „skítleg“. Alan Shearer og Rio Ferdinand hafa sömuleiðis ekki legið á skoðunum sínum en þeir eru þó ekki í sömu þungavigtarstöðum hjá breska ríkissjónvarpinu og Lineker. Kane benti góðlátlega á að þessar gömlu kempur hafi tæpast efni á að gagnrýna frammistöðu liðsins í ljósi sögunnar. „Allir eiga rétt á sinni skoðun en þegar öllu er á botninn hvolft höfum við ekki unnið neitt sem þjóð í langan, langan tíma og flestir af þessum leikmönnum voru hluti af liðinu og vita hversu erfitt þetta er.“ „Ég myndi aldrei vanvirða aðra leikmenn. Ég myndi bara vilja minna það á hvernig það er að spila í ensku landsliðstreyjunni og að það er hlustað á það sem þeir hafa að segja. Það væri mun betra að byggja upp sjálfstraust leikmanna.“ Kane fór nokkuð snyrtilega í kringum árangur þessara gömlu kempa með landsliðinu þegar hann sagði að enska landsliðið hafi ekki unnið neitt lengi. Hann hefði vel geta bent á að Lineker var í enska liðinu sem datt út í fyrsta umferð á EM 1988 og 1992, eða að Shearer var fyrirliði liðsins sem datt snemma út á EM 2000 nú eða að „gullna kynslóðin“ sem Ferdinand tilheyrði komst ekki einu sinni á EM 2008. Þrátt fyrir alla þá gagnrýni sem Englendingar hafa fengið á mótinu í ár situr liðið í efsta sæti C-riðils eftir tvo leiki en lokaleikur liðsins í riðlinum er gegn Slóveníu á morgun.
Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Henríetta lánuð til Þór/KA Í beinni: Víkingur R. - Þróttur R. | Reykjavíkurslagur í Víkinni Í beinni: Breiðablik - Fram | Nýliðarnir heimsækja meistarana Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Sjá meira