Haukfráir áhorfendur veittu þessari skóskiptingu athygli en það sem staðfesti endanlega að skórnir væru að öllum líkindum frá Bruno er merkingin á þeim, „Matilde“, sem er nafnið á dóttur Bruno Fernandes.

Netverjar hafa velt sér upp úr þessum skóskiptum enda spilar Ronaldo alla jafna í sérhönnuðum skóm frá Nike og vill hafa þá þrönga. Mögulega hafi hinn 39 ára Ronaldo einfaldlega viljað spila í þægilegri skóm í seinni hálfleik.
Þá hafa einhverjir bent á að vellirnir í Þýskalandi séu misjafnir að gæðum og sumir leikmenn hafi skipt yfir í öðruvísi takka í hálfleik til að bregðast við vallaraðstæðum. Hver sem ástæðan var fyrir skiptunum þá þakkaði Ronaldo í það minnsta fyrir sig með því að leggja upp mark á Bruno og jafnaði þar með met Karel Poborský yfir flestar stoðsendingar á EM.
Cristiano Ronaldo appeared to borrow a pair of Bruno Fernandes' boots in the second half of Portugal's win over Turkey.
— ESPN UK (@ESPNUK) June 23, 2024
Matilde, the name of Fernandes' daughter, was printed on the boots.
Ronaldo returned the favour with an assist 🤝 pic.twitter.com/W9n3bBJRPj