Szoboszlai gagnrýnir seinagang sjúkraliðsins við að koma Varga til hjálpar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. júní 2024 11:01 Dominik Szoboszlai tók málin í sínar hendur þegar samherji hans, Barnabás Varga, meiddist illa í leiknum gegn Skotlandi í gær. getty/James Gill Dominik Szoboszlai, fyrirliða ungverska fótboltalandsliðsins, fannst sjúkraliðið vera full rólegt í tíðinni þegar samherji hans, Barnabás Varga, meiddist illa í leiknum gegn Skotlandi á EM í gær. Á 67. mínútu lenti Varga í harkalegu samstuði við Angus Gunn, markvörð Skota, og lá óvígur eftir. Um sjö mínútur tók að huga að Varga sem var á endanum borinn af velli og fluttur á sjúkrahús í Stuttgart. Hann er kinnbeinsbrotinn en líðan hans er stöðug. Szoboszlai var fljótur að átta sig á að ekki var allt með felldu hjá Varga eftir samstuðið við Gunn. Honum fannst sjúkraliðar á vellinum vera full seinir að bregðast við, hljóp í átt að þeim, náði í börur og dreif þær inn á völlinn. „Ég var einn af þeim fyrstu á vettvang,“ sagði Szoboszlai eftir leikinn sem Ungverjar unnu, 1-0. „Ég var í áfalli, lagði hann til hliðar sem er það besta sem þú getur gert í stöðu sem þessari. Hann fékk ekki nægt súrefni. Ég hef ekki hugmynd um hverjar reglurnar eru, hvort fólki er heimilt að hlaupa inn á völlinn ef við þurfum hjálp.“ Aðspurður fannst Szoboszlai sjúkraliðarnir vera lengi á vettvang. „Mér fannst það ekki. Þú sást að þetta var mikið vandamál. Ég hljóp og hver sekúnda skiptir máli. Þetta er ekki mín ákvörðun en við verðum að gera eitthvað í þessu. Við verðum að gera þetta hraðar, miklu hraðar,“ sagði Liverpool-maðurinn sem felldi tár þegar hann sá hvernig fyrir Varga var komið. Ungverjar enduðu í 3. sæti A-riðils með fjögur stig. Enn liggur ekki fyrir hvort það dugir ungverska liðinu til að komast í sextán liða úrslit mótsins. Ef Ungverjar komast áfram verður Varga ekki með þeim í útsláttarkeppninni. Hann er sem fyrr sagði kinnbeinsbrotinn og eftir leikinn gegn Skotum staðfesti landsliðsþjálfarinn Marco Rossi að þátttöku hans á EM væri lokið. EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Leik lokið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Nott. Forest - Arsenal | Skytturnar í Skírisskógi Í beinni: Man Utd - Ipswich | Enda ófarirnar? Í beinni: Tottenham - Man City | Spurs á siglingu Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sjá meira
Á 67. mínútu lenti Varga í harkalegu samstuði við Angus Gunn, markvörð Skota, og lá óvígur eftir. Um sjö mínútur tók að huga að Varga sem var á endanum borinn af velli og fluttur á sjúkrahús í Stuttgart. Hann er kinnbeinsbrotinn en líðan hans er stöðug. Szoboszlai var fljótur að átta sig á að ekki var allt með felldu hjá Varga eftir samstuðið við Gunn. Honum fannst sjúkraliðar á vellinum vera full seinir að bregðast við, hljóp í átt að þeim, náði í börur og dreif þær inn á völlinn. „Ég var einn af þeim fyrstu á vettvang,“ sagði Szoboszlai eftir leikinn sem Ungverjar unnu, 1-0. „Ég var í áfalli, lagði hann til hliðar sem er það besta sem þú getur gert í stöðu sem þessari. Hann fékk ekki nægt súrefni. Ég hef ekki hugmynd um hverjar reglurnar eru, hvort fólki er heimilt að hlaupa inn á völlinn ef við þurfum hjálp.“ Aðspurður fannst Szoboszlai sjúkraliðarnir vera lengi á vettvang. „Mér fannst það ekki. Þú sást að þetta var mikið vandamál. Ég hljóp og hver sekúnda skiptir máli. Þetta er ekki mín ákvörðun en við verðum að gera eitthvað í þessu. Við verðum að gera þetta hraðar, miklu hraðar,“ sagði Liverpool-maðurinn sem felldi tár þegar hann sá hvernig fyrir Varga var komið. Ungverjar enduðu í 3. sæti A-riðils með fjögur stig. Enn liggur ekki fyrir hvort það dugir ungverska liðinu til að komast í sextán liða úrslit mótsins. Ef Ungverjar komast áfram verður Varga ekki með þeim í útsláttarkeppninni. Hann er sem fyrr sagði kinnbeinsbrotinn og eftir leikinn gegn Skotum staðfesti landsliðsþjálfarinn Marco Rossi að þátttöku hans á EM væri lokið.
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Leik lokið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Nott. Forest - Arsenal | Skytturnar í Skírisskógi Í beinni: Man Utd - Ipswich | Enda ófarirnar? Í beinni: Tottenham - Man City | Spurs á siglingu Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sjá meira