Ekki lengur áhættulaust að svindla á bílprófinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. júní 2024 11:15 Reikna má með spurningu um hámarkshraða á bílprófinu. Hraðamyndavélar á borð við þessa alræmdu á Sæbraut eru til þess fallnar að halda aftur af hraðakstri í umferðinni. Vísir/Vilhelm Fólk sem verður staðið að svindli í ökuprófum má svipta réttinum til að þreyta ökuprófið að nýju í allt að hálft ár. Áður gátu viðkomandi mætt aftur í prófið viku síðar. Þetta er meðal nýrra breytinga á umferðarlögum sem samþykkt voru áður en Alþingi fór í sumarfrí. „Brot á prófreglum í ökuprófi varðar brottvísun úr prófi, svo og viðurlögum skv. 95. gr., auk sviptingar réttinum til að þreyta ökupróf að nýju í allt að sex mánuði. Öðrum er þá óheimilt að aðstoða ökunema við brot á prófreglum. Samgöngustofa tekur ákvörðun um tímabundna sviptingu réttar til að þreyta ökupróf,“ segir nú í umferðarlögunum. 95. grein laganna fjallar um heimild til að sekta fyrir slík brot eða dæma í fangelsi. Í greinargerð samgönguráðherra um breytingu á lögunum kom fram að brot á prófreglum í ökuprófi væru alvarlegt vandamál hér á landi sem Samgöngustofa hefði vakið athygli ráðuneytisins á. „Engum viðurlögum hefur verið beitt öðrum en brottvísun úr prófi og þeir sem uppvísir verða að broti á prófreglum hafa getað mætt aftur í próf viku síðar. Áhrif þess á umferðaröryggi eru bersýnilega neikvæð þar sem eitthvað hefur verið um slík brot og gera má ráð fyrir því að einhverjir hafi staðist ökupróf sem þeir hefðu annars ekki staðist og því ekki tileinkað sér námsefnið,“ sagði í greinargerðinni. Því þætti nauðsynlegt að bregðast við brotum á prófreglum og talið hæfilegt í flestum tilvikum að viðkomandi verði óheimilt að þreyta ökupróf um ákveðinn tíma. „Um leið liggur fyrir að við brotum liggja viðurlög skv. 95. gr. laganna og gæti því komið til álita í alvarlegri tilvikum að viðurlögum verði einnig beitt á grundvelli þess ákvæðis.“ Bílar Alþingi Bílpróf Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Fleiri fréttir Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn Sjá meira
Þetta er meðal nýrra breytinga á umferðarlögum sem samþykkt voru áður en Alþingi fór í sumarfrí. „Brot á prófreglum í ökuprófi varðar brottvísun úr prófi, svo og viðurlögum skv. 95. gr., auk sviptingar réttinum til að þreyta ökupróf að nýju í allt að sex mánuði. Öðrum er þá óheimilt að aðstoða ökunema við brot á prófreglum. Samgöngustofa tekur ákvörðun um tímabundna sviptingu réttar til að þreyta ökupróf,“ segir nú í umferðarlögunum. 95. grein laganna fjallar um heimild til að sekta fyrir slík brot eða dæma í fangelsi. Í greinargerð samgönguráðherra um breytingu á lögunum kom fram að brot á prófreglum í ökuprófi væru alvarlegt vandamál hér á landi sem Samgöngustofa hefði vakið athygli ráðuneytisins á. „Engum viðurlögum hefur verið beitt öðrum en brottvísun úr prófi og þeir sem uppvísir verða að broti á prófreglum hafa getað mætt aftur í próf viku síðar. Áhrif þess á umferðaröryggi eru bersýnilega neikvæð þar sem eitthvað hefur verið um slík brot og gera má ráð fyrir því að einhverjir hafi staðist ökupróf sem þeir hefðu annars ekki staðist og því ekki tileinkað sér námsefnið,“ sagði í greinargerðinni. Því þætti nauðsynlegt að bregðast við brotum á prófreglum og talið hæfilegt í flestum tilvikum að viðkomandi verði óheimilt að þreyta ökupróf um ákveðinn tíma. „Um leið liggur fyrir að við brotum liggja viðurlög skv. 95. gr. laganna og gæti því komið til álita í alvarlegri tilvikum að viðurlögum verði einnig beitt á grundvelli þess ákvæðis.“
Bílar Alþingi Bílpróf Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Fleiri fréttir Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn Sjá meira