Komu slösuðum skipverja til bjargar Tómas Arnar Þorláksson skrifar 24. júní 2024 11:54 Þyrla Landhelgisgæslunnar var einnig kölluð út vegna slyssins við Neskaupstað. Landsbjörg Björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar í Neskaupstað og á Patreksfirði voru kölluð út í nótt og snemma í morgun til aðstoða tvo fiskibáta. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörg. Björgunarskipið Hafbjörg í Neskaupstað var kallað út klukkan hálf fimm í nótt vegna skipverja á fiskibát sem hafði slasast á fæti og var ekki í ástandi til að sigla bátnum til hafnar. Maðurinn hífður upp í þyrlu Sjúkraflutningamaður var um borð í björgunarskipinu en þyrla Landhelgisgæslunnar var einnig kölluð út. Hafbjörg var komin að bátnum rétt fyrir klukkan sex í morgun en einn úr áhöfn skipsins tók þá við stjórn fiskibátsins á meðan hlúið var að skipverjanum sem var hífður um borð í þyrluna um klukkan sjö í morgun. „Hafbjörg og fiskibáturinn tóku þá stefnuna til Neskaupstaðar en TF Eir flaug til Egilsstaða þar sem tekið var eldsneyti. Þyrlan flaug svo áfram með sjúklinginn til Reykjavíkur til aðhlynningar,“ segir í tilkynningunni. Fiskibáturinn togaður í höfn Klukkan hálf sjö í morgun var björgunarskipið Vörður II á Patreksfirði kallað út vegna fiskibáts sem hafði fengið rekalda í skrúfu bátsins og gat þar af leiðandi ekki haldið áfram veiðum. Fiskibáturinn var staddur í mynni Patreksfjarðar en vel gekk að koma taug á milli skipanna. „Vörður II tók stefnuna inn til Patreksfjarðar með bátinn í togi og kom inn til hafnar nú rétt upp úr klukkan níu.“ Fiskibáturinn var togaður í höfn.Landsbjörg Fiskibátur missti stýri Um tvö leitið í nótt var björgunarsveitin Bára á Djúpavogi jafnframt kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst stýri rétt austur af Papey. Björgunarstarf gekk vel en björgunarsveitin tók bátin í tog og voru komin að bryggju um hálf fimm í nótt. „Þetta var annað útkall Báru á stuttum tíma því seinni partinn í gær var sveitin einnig kölluð út vegna einstaklings sem hafði fallið á reiðhjóli og handleggsbrotnað inn í Hamarsdal. Björgunarfólk fór ásamt sjúkraflutningum og flutti viðkomandi fram dalinn og í sjúkrabíl.“ Björgunarsveitir Landhelgisgæslan Fjarðabyggð Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörg. Björgunarskipið Hafbjörg í Neskaupstað var kallað út klukkan hálf fimm í nótt vegna skipverja á fiskibát sem hafði slasast á fæti og var ekki í ástandi til að sigla bátnum til hafnar. Maðurinn hífður upp í þyrlu Sjúkraflutningamaður var um borð í björgunarskipinu en þyrla Landhelgisgæslunnar var einnig kölluð út. Hafbjörg var komin að bátnum rétt fyrir klukkan sex í morgun en einn úr áhöfn skipsins tók þá við stjórn fiskibátsins á meðan hlúið var að skipverjanum sem var hífður um borð í þyrluna um klukkan sjö í morgun. „Hafbjörg og fiskibáturinn tóku þá stefnuna til Neskaupstaðar en TF Eir flaug til Egilsstaða þar sem tekið var eldsneyti. Þyrlan flaug svo áfram með sjúklinginn til Reykjavíkur til aðhlynningar,“ segir í tilkynningunni. Fiskibáturinn togaður í höfn Klukkan hálf sjö í morgun var björgunarskipið Vörður II á Patreksfirði kallað út vegna fiskibáts sem hafði fengið rekalda í skrúfu bátsins og gat þar af leiðandi ekki haldið áfram veiðum. Fiskibáturinn var staddur í mynni Patreksfjarðar en vel gekk að koma taug á milli skipanna. „Vörður II tók stefnuna inn til Patreksfjarðar með bátinn í togi og kom inn til hafnar nú rétt upp úr klukkan níu.“ Fiskibáturinn var togaður í höfn.Landsbjörg Fiskibátur missti stýri Um tvö leitið í nótt var björgunarsveitin Bára á Djúpavogi jafnframt kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst stýri rétt austur af Papey. Björgunarstarf gekk vel en björgunarsveitin tók bátin í tog og voru komin að bryggju um hálf fimm í nótt. „Þetta var annað útkall Báru á stuttum tíma því seinni partinn í gær var sveitin einnig kölluð út vegna einstaklings sem hafði fallið á reiðhjóli og handleggsbrotnað inn í Hamarsdal. Björgunarfólk fór ásamt sjúkraflutningum og flutti viðkomandi fram dalinn og í sjúkrabíl.“
Björgunarsveitir Landhelgisgæslan Fjarðabyggð Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Sjá meira