Þessi 34 ára gamli varnarmaður var fyrirliði Real á síðustu leiktíð þegar liðið fór alla leið í Meistaradeild Evrópu sem og heima fyrir. Hann kvaddi liðið formlega á samfélagsmiðlum í dag en hann er nú staddur í Þýskalandi þar sem EM fer fram.
🤍 C A P I T Á N 🤍#GraciasCapitán pic.twitter.com/cJN53HZDfJ
— Real Madrid C.F. (@realmadrid) June 25, 2024
Nacho hefur aldrei spilað fyrir annað félag á sínum atvinnumannaferli en Real Madríd. Hann hefur verið á mála hjá félaginu síðan 2001. Alls spilaði hann 475 leiki fyrir félagið og vann 25 titla, þar af Meistaradeild Evrópu sex sinnum.
Ekki hefur verið opinberað hvert hann heldur nú en talið er næsta víst að hann sé á leið til Sádi-Arabíu.