Assange frjáls og á leið til Ástralíu Lovísa Arnardóttir skrifar 26. júní 2024 06:25 Assange talaði ekki við fjölmiðla fyrir utan. Hann er nú á leið til Ástralíu sem frjáls maður. Vísir/EPA Julian Assange, stofnandi Wikileaks, er nú frjáls maður og er á leið til Canberra í Ástralíu. Assange undirritaði í nótt samkomulag vegna dómssáttar sinnar. Assange játaði að hafa brotið á ákvæðum njósnalaga þegar hann lak þúsundum skjala á Wikileaks. Fyrir það hlaut hann jafnlangan dóm og hann hefur þegar afplánað í Bretlandi í Belmarsh fangelsinu, eða um fimm ár. Assange hefur ekki verið frjáls maður í fjórtán ár. Búist er við því að Assange lendi í Canberra um klukkan um 9.30 eða 18.30 að staðartíma. Wikileaks hefur tilkynnt að þau haldi blaðamannafund í Canberra stuttu síðar, eða klukkan 11.15 eða 21.15 að staðartíma. Greint er frá á BBC. Assange fór fyrir dóm á Norður-Maróinaeyjum í Kyrrahafi en eyjarnar eru undir stjórn Bandaríkjanna. Í frétt Reuters um málið segir að hann hafi varið um þremur klukkustundum í dómsal og eftir það gengið út sem frjáls maður. Flugið frá eyjunum til Canberra eru um sex klukkustundir. Lögmenn Assange, Barry Pollack og Jennifer Robinson tala við fjölmiðla eftir áheyrn Assange.Vísir/EPA Assange játaði á sig eitt brot í dómsal en sagði að hann hafði haldið að stjórnarskráin og ákvæði hennar um tjáningarfrelsi myndi verja sig. Lögmaður Assange, Barry Pollock, sagði við fjölmiðla fyrir utan að hann tryði því að Assange hefði aldrei átt að vera ákærður fyrir brot á njósnalögunum. Hann sagði jafnframt að vinnu við Wikileaks yrði haldið áfram. Ástralskur lögmaður Assange, Jennifer Robinson, þakkaði áströlsku ríkisstjórninni fyrir diplómatíska aðstoð og sagði það mikinn létti fyrir hann að geta snúið aftur heim til fjölskyldu og vina í Ástralíu. Forsætisráðherra Ástralíu fagnaði frelsi Assange á ástralska þinginu í gær og sagði þett afurð mikillar og erfiðrar vinnu. Assange svaraði engum spurningum fjölmiðla á leið út, en veifaði til þeirra á leiðinni út. Hann fór svo beint upp í einkaflugvél til Canberra. Mál Julians Assange Bretland Ástralía WikiLeaks Tengdar fréttir Umfangsmikil lögregluaðgerð og Assange loks frjáls Á þriðja tug voru handteknir í aðgerðum lögreglu vegna rannsóknar á umfangsmiklum fíkniefnainnflutningi. Átján hafa stöðu sakbornings í málinu og fimm sæta gæsluvarðhaldi. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum á Bylgjunni. 25. júní 2024 11:31 Gleðitíðindi að koma Assange loks úr fangelsi Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, fagnar því í dag að Julian Assange, stofnandi Wikileaks sé frjáls maður eftir áralanga frelsissviptingu. Hann segir að ekki verði hægt að greina frá dómssáttinni í smáatriðum fyrr en á morgun. 25. júní 2024 09:26 Ekki vön því að tala um eiginmann sinn sem frjálsan mann Stella Assange, eiginkona Julians Assange, segist í skýjunum með það eiginmaður hennar hafi gert dómsátt við dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna. Í samtali við breska ríkisútvarpið segist hún ekki vön því að tala um eiginmann sinn frjálsan í nútíð frekar en framtíð. 25. júní 2024 08:47 Assange farinn frá Bretlandi Julian Assange, stofnandi Wikileaks, er farinn frá Bretlandi. Hann hefur náð samkomulagi við yfirvöld í Bandaríkjunum um að gangast undir dómsátt þar sem hann mun játa sök í njósnamáli á hendur honum, en ekki sitja í fangelsi. 25. júní 2024 06:35 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Assange hefur ekki verið frjáls maður í fjórtán ár. Búist er við því að Assange lendi í Canberra um klukkan um 9.30 eða 18.30 að staðartíma. Wikileaks hefur tilkynnt að þau haldi blaðamannafund í Canberra stuttu síðar, eða klukkan 11.15 eða 21.15 að staðartíma. Greint er frá á BBC. Assange fór fyrir dóm á Norður-Maróinaeyjum í Kyrrahafi en eyjarnar eru undir stjórn Bandaríkjanna. Í frétt Reuters um málið segir að hann hafi varið um þremur klukkustundum í dómsal og eftir það gengið út sem frjáls maður. Flugið frá eyjunum til Canberra eru um sex klukkustundir. Lögmenn Assange, Barry Pollack og Jennifer Robinson tala við fjölmiðla eftir áheyrn Assange.Vísir/EPA Assange játaði á sig eitt brot í dómsal en sagði að hann hafði haldið að stjórnarskráin og ákvæði hennar um tjáningarfrelsi myndi verja sig. Lögmaður Assange, Barry Pollock, sagði við fjölmiðla fyrir utan að hann tryði því að Assange hefði aldrei átt að vera ákærður fyrir brot á njósnalögunum. Hann sagði jafnframt að vinnu við Wikileaks yrði haldið áfram. Ástralskur lögmaður Assange, Jennifer Robinson, þakkaði áströlsku ríkisstjórninni fyrir diplómatíska aðstoð og sagði það mikinn létti fyrir hann að geta snúið aftur heim til fjölskyldu og vina í Ástralíu. Forsætisráðherra Ástralíu fagnaði frelsi Assange á ástralska þinginu í gær og sagði þett afurð mikillar og erfiðrar vinnu. Assange svaraði engum spurningum fjölmiðla á leið út, en veifaði til þeirra á leiðinni út. Hann fór svo beint upp í einkaflugvél til Canberra.
Mál Julians Assange Bretland Ástralía WikiLeaks Tengdar fréttir Umfangsmikil lögregluaðgerð og Assange loks frjáls Á þriðja tug voru handteknir í aðgerðum lögreglu vegna rannsóknar á umfangsmiklum fíkniefnainnflutningi. Átján hafa stöðu sakbornings í málinu og fimm sæta gæsluvarðhaldi. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum á Bylgjunni. 25. júní 2024 11:31 Gleðitíðindi að koma Assange loks úr fangelsi Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, fagnar því í dag að Julian Assange, stofnandi Wikileaks sé frjáls maður eftir áralanga frelsissviptingu. Hann segir að ekki verði hægt að greina frá dómssáttinni í smáatriðum fyrr en á morgun. 25. júní 2024 09:26 Ekki vön því að tala um eiginmann sinn sem frjálsan mann Stella Assange, eiginkona Julians Assange, segist í skýjunum með það eiginmaður hennar hafi gert dómsátt við dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna. Í samtali við breska ríkisútvarpið segist hún ekki vön því að tala um eiginmann sinn frjálsan í nútíð frekar en framtíð. 25. júní 2024 08:47 Assange farinn frá Bretlandi Julian Assange, stofnandi Wikileaks, er farinn frá Bretlandi. Hann hefur náð samkomulagi við yfirvöld í Bandaríkjunum um að gangast undir dómsátt þar sem hann mun játa sök í njósnamáli á hendur honum, en ekki sitja í fangelsi. 25. júní 2024 06:35 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Umfangsmikil lögregluaðgerð og Assange loks frjáls Á þriðja tug voru handteknir í aðgerðum lögreglu vegna rannsóknar á umfangsmiklum fíkniefnainnflutningi. Átján hafa stöðu sakbornings í málinu og fimm sæta gæsluvarðhaldi. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum á Bylgjunni. 25. júní 2024 11:31
Gleðitíðindi að koma Assange loks úr fangelsi Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, fagnar því í dag að Julian Assange, stofnandi Wikileaks sé frjáls maður eftir áralanga frelsissviptingu. Hann segir að ekki verði hægt að greina frá dómssáttinni í smáatriðum fyrr en á morgun. 25. júní 2024 09:26
Ekki vön því að tala um eiginmann sinn sem frjálsan mann Stella Assange, eiginkona Julians Assange, segist í skýjunum með það eiginmaður hennar hafi gert dómsátt við dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna. Í samtali við breska ríkisútvarpið segist hún ekki vön því að tala um eiginmann sinn frjálsan í nútíð frekar en framtíð. 25. júní 2024 08:47
Assange farinn frá Bretlandi Julian Assange, stofnandi Wikileaks, er farinn frá Bretlandi. Hann hefur náð samkomulagi við yfirvöld í Bandaríkjunum um að gangast undir dómsátt þar sem hann mun játa sök í njósnamáli á hendur honum, en ekki sitja í fangelsi. 25. júní 2024 06:35