Segir íslenskuna dauðadæmda Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 27. júní 2024 10:44 Kristján Hreinsson gerði íslenska tungu og kynjamálið svokallaða að umfangsefni í Bítinu í morgun. Aðsend Skerjafjarðarskáldið Kristján Hreinsson segir íslenska tungu dauðadæmda. Útlensk áhrif sótt í pólitíska rétthugsun séu að valda því að þjóðin öll verði sýkt af hvorugkynssýki. Kristján lagði á dögunum fram kæru til Lilju Daggar Alferðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra vegna notkunar íslenskrar tungu hjá fjölmörgum starfsmönnum Ríkisútvarpsins. Nánar tiltekið sakar hann starfsmenn Ríkisútvarpsins um að gera tilraun til að breyta íslenskri tungu með því að auka notkun hvorugkyns nafnorða á kostnað karlkyns. Í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun segir Kristján að draumsýn talsmanna kynjamálsins svokallaða sé falleg og vill ekki að grín sé gert að henni. En að hún eigi sér enga stoð í raunveruleikanum. „Draumsýnin er alveg dásamleg en hún hefur ekkert með raunveruleikann að gera. Við getum ekki breytt hugsunarhætti fólks með því að koma með einhverja hvorugkynssýki,“ segir Kristján. Hvorugkynssýkin felist í því að fólk skipti karlkynsorðum út fyrir hvorugkynsorð. „Fólk skilur ekki að þegar við tölum um kynhlutleysi hins málfræðilega karlkyns þá stekkur fólk upp á nef sér og segir: Já, þá ertu að tala um karlkyn!“ Þetta er eins og maður sé að tala við amöbu. Það er engin klár samsvörun á milli kyns í tungumáli og kyns í líffræði,“ segir Kristján. „Það heldur áfram að tafsa á því að við þurfum að laga kynið að orðræðunni. Það er bara ekki þannig,“ bætir hann við. Hann segir að með þessu sé ráðist að rótum sjálfs tungumálsins. Ráðist sé á rætur kerfisins sem málið byggir á. Hann útskýrir þó ekki nánar hvað hann á við með þessu. „Mér er í sjálfu sér alveg sama hvort fólk sé að velta fyrir sér stöðugt hvað má segja og hvað ekki,“ segir Kristján. „Þegar útvarp allra landsmanna ræðst gegn rótum tungumálsins í fréttaflutningi og öðru þá er ekki hægt að segja annað en: hingað og ekki lengra. Þarna er um lögbrot að ræða. Það er það sem ég er að ráðast á. Íslenskan er dauðadæmd og þannig er það,“ segir hann. Íslensk tunga Bítið Íslensk fræði Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira
Kristján lagði á dögunum fram kæru til Lilju Daggar Alferðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra vegna notkunar íslenskrar tungu hjá fjölmörgum starfsmönnum Ríkisútvarpsins. Nánar tiltekið sakar hann starfsmenn Ríkisútvarpsins um að gera tilraun til að breyta íslenskri tungu með því að auka notkun hvorugkyns nafnorða á kostnað karlkyns. Í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun segir Kristján að draumsýn talsmanna kynjamálsins svokallaða sé falleg og vill ekki að grín sé gert að henni. En að hún eigi sér enga stoð í raunveruleikanum. „Draumsýnin er alveg dásamleg en hún hefur ekkert með raunveruleikann að gera. Við getum ekki breytt hugsunarhætti fólks með því að koma með einhverja hvorugkynssýki,“ segir Kristján. Hvorugkynssýkin felist í því að fólk skipti karlkynsorðum út fyrir hvorugkynsorð. „Fólk skilur ekki að þegar við tölum um kynhlutleysi hins málfræðilega karlkyns þá stekkur fólk upp á nef sér og segir: Já, þá ertu að tala um karlkyn!“ Þetta er eins og maður sé að tala við amöbu. Það er engin klár samsvörun á milli kyns í tungumáli og kyns í líffræði,“ segir Kristján. „Það heldur áfram að tafsa á því að við þurfum að laga kynið að orðræðunni. Það er bara ekki þannig,“ bætir hann við. Hann segir að með þessu sé ráðist að rótum sjálfs tungumálsins. Ráðist sé á rætur kerfisins sem málið byggir á. Hann útskýrir þó ekki nánar hvað hann á við með þessu. „Mér er í sjálfu sér alveg sama hvort fólk sé að velta fyrir sér stöðugt hvað má segja og hvað ekki,“ segir Kristján. „Þegar útvarp allra landsmanna ræðst gegn rótum tungumálsins í fréttaflutningi og öðru þá er ekki hægt að segja annað en: hingað og ekki lengra. Þarna er um lögbrot að ræða. Það er það sem ég er að ráðast á. Íslenskan er dauðadæmd og þannig er það,“ segir hann.
Íslensk tunga Bítið Íslensk fræði Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira