„Mér finnst þessi úrslit ekki eins mikill skandall og fólk talar um“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 29. júní 2024 19:30 Luciano Spalletti var svekktur eftir tapið fyrir Sviss. getty/James Baylis Luciano Spalletti axlaði ábyrgð á 2-0 tapi Ítalíu gegn Sviss í 16-liða úrslitum Evrópumótsins og sagði upplegg sitt ekki hafa gert leikmönnum kleift að sýna sínar bestu hliðar, niðurstaðan væri þó ekki eins mikill skandall og fólki finnst. Spalletti tók við Evrópumeisturunum í ágúst 2023 og kom þeim á EM eftir að Ítalir misstu af HM í Katar 2022 undir stjórn Roberto Mancini. Í leiknum gegn Sviss í dag var Ítalía mun lakari aðilinn og tapaði verðskuldað með tveimur mörkum. „Það er satt að markið sem við fengum á okkur í upphafi seinni hálfleiks sló okkur út af laginu og lækkaði sjálfstraustið,“ sagði Spalletti í viðtali við RAI Sport. Það kom nokkuð á óvart þegar byrjunarliðið birtist og Spalletti hafði gert sex breytingar frá síðasta leik. Hann sagðist hafa vonast til þess að breytingar myndu skerpa á leikmönnum en svo reyndist ekki. Enginn skandall og vonar að hann verði áfram Hvort Spalletti haldi áfram þjálfun landsliðsins er óvíst að svo stöddu en ljóst er að um mikil vonbrigði er að ræða fyrir ríkjandi Evrópumeistarana sem voru langt frá sínu besta á mótinu. Í samtali við Gazzetta dello Sport sagði Spalletti: „Það er ljóst að eitthvað þarf að breytast, en mér finnst þessi úrslit ekki eins mikill skandall og fólk talar um. Ég ber ábyrgð á tapinu í dag og gegn Spáni, uppleggið leyfði liðinu ekki að sýna sínar bestu hliðar, en ég get ekki tekið undir það að við höfum spilað hræðilegan leik í dag eða gegn Króatíu [Ítalía jafnaði 1-1 í uppbótartíma].“ Inntur eftir svörum um framtíð sína svaraði þjálfarinn svo: „Gravina? [formaður ítalska knattspyrnusambandsins], hann hefur alltaf komið fram við mig af mikilli fagmennsku þannig að ég bíð bara eftir því að heyra frá honum.“ EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjá meira
Spalletti tók við Evrópumeisturunum í ágúst 2023 og kom þeim á EM eftir að Ítalir misstu af HM í Katar 2022 undir stjórn Roberto Mancini. Í leiknum gegn Sviss í dag var Ítalía mun lakari aðilinn og tapaði verðskuldað með tveimur mörkum. „Það er satt að markið sem við fengum á okkur í upphafi seinni hálfleiks sló okkur út af laginu og lækkaði sjálfstraustið,“ sagði Spalletti í viðtali við RAI Sport. Það kom nokkuð á óvart þegar byrjunarliðið birtist og Spalletti hafði gert sex breytingar frá síðasta leik. Hann sagðist hafa vonast til þess að breytingar myndu skerpa á leikmönnum en svo reyndist ekki. Enginn skandall og vonar að hann verði áfram Hvort Spalletti haldi áfram þjálfun landsliðsins er óvíst að svo stöddu en ljóst er að um mikil vonbrigði er að ræða fyrir ríkjandi Evrópumeistarana sem voru langt frá sínu besta á mótinu. Í samtali við Gazzetta dello Sport sagði Spalletti: „Það er ljóst að eitthvað þarf að breytast, en mér finnst þessi úrslit ekki eins mikill skandall og fólk talar um. Ég ber ábyrgð á tapinu í dag og gegn Spáni, uppleggið leyfði liðinu ekki að sýna sínar bestu hliðar, en ég get ekki tekið undir það að við höfum spilað hræðilegan leik í dag eða gegn Króatíu [Ítalía jafnaði 1-1 í uppbótartíma].“ Inntur eftir svörum um framtíð sína svaraði þjálfarinn svo: „Gravina? [formaður ítalska knattspyrnusambandsins], hann hefur alltaf komið fram við mig af mikilli fagmennsku þannig að ég bíð bara eftir því að heyra frá honum.“
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjá meira