„Eins og hann væri að bæta upp fyrir mistök með mistökum“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. júní 2024 14:15 Christian Nørgaard í baráttu við Florian Wirtz í leik Þýskalands og Danmerkur. getty/Bernd Thissen Danir voru langt frá því að vera sáttir við dómgæsluna í leiknum gegn Þjóðverjum í sextán liða úrslitum á EM í gær og baunuðu á enska dómarateymið í viðtölum í leikslok. Þjóðverjar unnu leikinn í Dortmund, 2-0, en frammistaða ensku dómaranna var mikið til umræðu eftir leikinn. Joachim Andersen hélt að hann hefði komið Danmörku yfir í upphafi seinni hálfleiks. Markið var hins vegar dæmt af eftir skoðun á myndbandi þar sem Thomas Delaney var hársbreidd fyrir innan. Nánast í næstu sókn var vítaspyrna dæmd á Andersen eftir að hann fékk boltann í höndina innan teigs. Kai Havertz tók spyrnuna og skoraði. Jamal Musiala bætti svo öðru marki við og Þjóðverjar því komnir í átta liða úrslit. Eftir leikinn gagnrýndi Kasper Hjulmand, þjálfari danska liðsins, dómarann Michael Oliver og VAR-teymið og sagði að reglan um hendi í fótbolta væri fáránleg. Christian Nørgaard, miðjumaður danska liðsins, tók undir með þjálfara sínum þegar hann ræddi við fjölmiðla eftir leikinn. „Michael hefur dæmt nokkrum sinnum hjá mér í ensku úrvalsdeildinni og ég hef alltaf talið hann mjög góðan dómara en ég held að jafnvel hann sjálfur myndi viðurkenna að frammistaðan í dag [í gær] var vafasöm,“ sagði Nørgaard. „Ég skil það, við leikmenn spilum stundum ekki vel. En í dag [í gær] var eins og hann væri að bæta upp fyrir mistök með öðrum mistökum, svo öðrum mistökum. Þetta var gegnumgangandi í leiknum.“ Nørgaard leikur með Brentford í ensku úrvalsdeildinni. Hann kom inn á sem varamaður í seinni hálfleik í leiknum gegn Þýskalandi í gær. EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Körfubolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Sjá meira
Þjóðverjar unnu leikinn í Dortmund, 2-0, en frammistaða ensku dómaranna var mikið til umræðu eftir leikinn. Joachim Andersen hélt að hann hefði komið Danmörku yfir í upphafi seinni hálfleiks. Markið var hins vegar dæmt af eftir skoðun á myndbandi þar sem Thomas Delaney var hársbreidd fyrir innan. Nánast í næstu sókn var vítaspyrna dæmd á Andersen eftir að hann fékk boltann í höndina innan teigs. Kai Havertz tók spyrnuna og skoraði. Jamal Musiala bætti svo öðru marki við og Þjóðverjar því komnir í átta liða úrslit. Eftir leikinn gagnrýndi Kasper Hjulmand, þjálfari danska liðsins, dómarann Michael Oliver og VAR-teymið og sagði að reglan um hendi í fótbolta væri fáránleg. Christian Nørgaard, miðjumaður danska liðsins, tók undir með þjálfara sínum þegar hann ræddi við fjölmiðla eftir leikinn. „Michael hefur dæmt nokkrum sinnum hjá mér í ensku úrvalsdeildinni og ég hef alltaf talið hann mjög góðan dómara en ég held að jafnvel hann sjálfur myndi viðurkenna að frammistaðan í dag [í gær] var vafasöm,“ sagði Nørgaard. „Ég skil það, við leikmenn spilum stundum ekki vel. En í dag [í gær] var eins og hann væri að bæta upp fyrir mistök með öðrum mistökum, svo öðrum mistökum. Þetta var gegnumgangandi í leiknum.“ Nørgaard leikur með Brentford í ensku úrvalsdeildinni. Hann kom inn á sem varamaður í seinni hálfleik í leiknum gegn Þýskalandi í gær.
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Körfubolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Sjá meira