„Vorum að hugsa um að taka Bellingham út af“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. júní 2024 20:01 Gareth Southgate þakkar líklega fyrir að hafa ekki tekið Jude Bellingham af velli í venjulegum leiktíma. Jay Barratt - AMA/2024 AMA Sports Photo Agency Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins í knattspyrnu, segir að hann hafi verið að hugsa um að taka Jude Bellingham af velli stuttu áður en hann bjargaði enska liðinu með fallegri hjólhestaspyrnu. England komst áfram í átta liða úrslit með 2-1 sigri gegn Slóvakíu í framlengdum leik í dag. Jude Bellingham skaut Englendingum inn í framlenginguna með marki á fimmtu mínútu uppbótartíma og Harry Kane tryggði enska liðinu sigur snemma í framlengingunni. „Ég er svo stoltur af leikmönnunum og baráttunni sem þeir sýndu. Allir sem spiluðu þennan leik skiluðu sínu hlutverki og hjálpuðu til við að koma okkur yfir línuna. Þeir hjálpuðust allir að í dag og það var það sem gerði gæfumuninn,“ sagði Southgate eftir leikinn áður en hann var spurður út í Jude Bellingham. „Frábær. Við vorum að hugsa hvort við ættum að taka hann út af, en við vitum að hann getur fært okkur þessi augnablik. Við vitum að við þurftum að fara betur með boltann í leiknum og við vorum ekki að finna lausnir í fyrri hálfleik, en gerðum betur í seinni.“ „Við héldum áfram að banka þrátt fyrir að vera undir pressu. Að lokum var það svo gamla góða langa innkastið sem skilaði markinu. Þessi augnablik geta átt sér stað þegar þú ert að pressa svona á lið.“ Þá hrósaði hann einnig hinum markaskorara Englands, Harry Kane. „Hann er ótrúlegur markaskorari og hann leiðir þetta lið svo vel. Hann er búinn að vera frábær fyrirliði og heldur skipinu á floti.“ „Hann hefur verið hérna áður og upplifað svona leiki og það er það sem ungu leikmennirnir læra af honum að svona augnablik geta komið á þessum stórmótum.“ EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Leik lokið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Í beinni: Man. Utd. - Bodø/Glimt | Fyrsti heimaleikur Amorim Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Fleiri fréttir „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Í beinni: Man. Utd. - Bodø/Glimt | Fyrsti heimaleikur Amorim Í beinni: Tottenham - Roma | Stórleikur í Lundúnum Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Sjá meira
England komst áfram í átta liða úrslit með 2-1 sigri gegn Slóvakíu í framlengdum leik í dag. Jude Bellingham skaut Englendingum inn í framlenginguna með marki á fimmtu mínútu uppbótartíma og Harry Kane tryggði enska liðinu sigur snemma í framlengingunni. „Ég er svo stoltur af leikmönnunum og baráttunni sem þeir sýndu. Allir sem spiluðu þennan leik skiluðu sínu hlutverki og hjálpuðu til við að koma okkur yfir línuna. Þeir hjálpuðust allir að í dag og það var það sem gerði gæfumuninn,“ sagði Southgate eftir leikinn áður en hann var spurður út í Jude Bellingham. „Frábær. Við vorum að hugsa hvort við ættum að taka hann út af, en við vitum að hann getur fært okkur þessi augnablik. Við vitum að við þurftum að fara betur með boltann í leiknum og við vorum ekki að finna lausnir í fyrri hálfleik, en gerðum betur í seinni.“ „Við héldum áfram að banka þrátt fyrir að vera undir pressu. Að lokum var það svo gamla góða langa innkastið sem skilaði markinu. Þessi augnablik geta átt sér stað þegar þú ert að pressa svona á lið.“ Þá hrósaði hann einnig hinum markaskorara Englands, Harry Kane. „Hann er ótrúlegur markaskorari og hann leiðir þetta lið svo vel. Hann er búinn að vera frábær fyrirliði og heldur skipinu á floti.“ „Hann hefur verið hérna áður og upplifað svona leiki og það er það sem ungu leikmennirnir læra af honum að svona augnablik geta komið á þessum stórmótum.“
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Leik lokið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Í beinni: Man. Utd. - Bodø/Glimt | Fyrsti heimaleikur Amorim Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Fleiri fréttir „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Í beinni: Man. Utd. - Bodø/Glimt | Fyrsti heimaleikur Amorim Í beinni: Tottenham - Roma | Stórleikur í Lundúnum Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Sjá meira