Ísböð á nóttunni og alltaf tilbúinn að gefa góð ráð Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. júlí 2024 16:30 Ronaldo hefur skorað 130 mörk í 210 leikjum fyrir Portúgal. Dan Mullan/Getty Images Það eru fáir knattspyrnumenn ýktari og Cristiano Ronaldo. Þá eru fáir sem eru tilbúnir að leggja meira á sig til að ná árangri. Þetta staðfesti José Fonte, fyrrverandi samherji hans í portúgalska landsliðinu. Hinn fertugi Fonte var á mála hjá Braga í heimalandinu á síðustu leiktíð en spilaði í áratug á Englandi með Crystal Palace, Southampton og West Ham United. Á meðan EM fer fram starfar hann sem sparkspekingur fyrir breska ríkisútvarpið enda þekkir hann lið Portúgal út og inn eftir að hafa spilað 50 A-landsleiki frá 2014 til 2022. Var Fonte hluti af liðinu sem varð Evrópumeistari í Frakklandi sumarið 2016. „Ég hlæ alltaf þegar ég heyri sögusagnir af því að Ronaldo hafi slæm áhrif á landslið Portúgal því þetta er eingöngu sögusagnir,“ segir Fonte í löngum pistli á vef BBC. „Ég var með honum í landsliðinu til fjölda ára og varð aldrei var við nein vandamál. Eina sem ég veit er að hann er fyrirmyndar atvinnumaður og alltaf tilbúinn að hjálpa öðrum í hópnum,“ segir Fonte einnig. Fonte, Ronaldo og aðrir leikmenn Portúgals fagna því að vinna Þjóðadeildina árið 2019.VI Images/Getty Images Leiðir með fordæmi „Hann er fyrirliði svo hann talar mikið í klefanum en hann er einnig fordæmi utan vallar. Hvort það er að fara fyrr í ræktina en aðrir, fara til sjúkraþjálfarans svo hann sé tilbúinn bæði á líkama og sál þegar leikur hefst. Það gefur öllum byr undir báða vængi.“ „Hann leiðir og við fylgjum. Ég man þegar við vorum að fara í ísböð og gufubað klukkan tvö um nóttina til að auðvelda endurheimt. Það sem var einnig mikilvægt var að við vorum að gera þetta saman, sem lið.“ Þá hrósaði Fonte fyrrum samherja sínum fyrir að vera ávallt tilbúinn að gefa ungum leikmönnum ráð og deila öllu því sem hann hefur lagt á sig með þeim í von um að það geri þá að betri leikmönnum. Það verður athyglisvert að sjá hvort Ronaldo verði í byrjunarliði Portúgal þegar liðið mætir Slóveníu í 16-liða úrslitum EM klukkan 19.00 en hann á enn eftir að skora á mótinu. Leikurinn verður í beinni textalýsingu á Vísi. Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Körfubolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Fleiri fréttir Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Sjá meira
Hinn fertugi Fonte var á mála hjá Braga í heimalandinu á síðustu leiktíð en spilaði í áratug á Englandi með Crystal Palace, Southampton og West Ham United. Á meðan EM fer fram starfar hann sem sparkspekingur fyrir breska ríkisútvarpið enda þekkir hann lið Portúgal út og inn eftir að hafa spilað 50 A-landsleiki frá 2014 til 2022. Var Fonte hluti af liðinu sem varð Evrópumeistari í Frakklandi sumarið 2016. „Ég hlæ alltaf þegar ég heyri sögusagnir af því að Ronaldo hafi slæm áhrif á landslið Portúgal því þetta er eingöngu sögusagnir,“ segir Fonte í löngum pistli á vef BBC. „Ég var með honum í landsliðinu til fjölda ára og varð aldrei var við nein vandamál. Eina sem ég veit er að hann er fyrirmyndar atvinnumaður og alltaf tilbúinn að hjálpa öðrum í hópnum,“ segir Fonte einnig. Fonte, Ronaldo og aðrir leikmenn Portúgals fagna því að vinna Þjóðadeildina árið 2019.VI Images/Getty Images Leiðir með fordæmi „Hann er fyrirliði svo hann talar mikið í klefanum en hann er einnig fordæmi utan vallar. Hvort það er að fara fyrr í ræktina en aðrir, fara til sjúkraþjálfarans svo hann sé tilbúinn bæði á líkama og sál þegar leikur hefst. Það gefur öllum byr undir báða vængi.“ „Hann leiðir og við fylgjum. Ég man þegar við vorum að fara í ísböð og gufubað klukkan tvö um nóttina til að auðvelda endurheimt. Það sem var einnig mikilvægt var að við vorum að gera þetta saman, sem lið.“ Þá hrósaði Fonte fyrrum samherja sínum fyrir að vera ávallt tilbúinn að gefa ungum leikmönnum ráð og deila öllu því sem hann hefur lagt á sig með þeim í von um að það geri þá að betri leikmönnum. Það verður athyglisvert að sjá hvort Ronaldo verði í byrjunarliði Portúgal þegar liðið mætir Slóveníu í 16-liða úrslitum EM klukkan 19.00 en hann á enn eftir að skora á mótinu. Leikurinn verður í beinni textalýsingu á Vísi.
Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Körfubolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Fleiri fréttir Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Sjá meira