Íslendingar tapi hundruðum milljóna á ári til netsvikahrappa Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 1. júlí 2024 17:06 Stefán Örn Arnarson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir netsvik stóran iðnað á Íslandi. Vísir/Samsett Stefán Örn Arnarson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir Íslendinga tapa hundruðum milljóna á ári hverju á fjársvikum sem eiga sér stað yfir netið. Hann segir netsvik vera stóran iðnað á Íslandi og að hann sé að stækka ört. Stefán segir aðferðir svikahrappanna ekki hafa mikið breyst heldur orðið fágaðri og vandaðri. „Það má segja að þetta sé gamla góða svindlið. Það sem við höfum séð undanfarið er að þessar auglýsingar eru betri. Það er meira lagt í þær og þær eru að virka. Við erum að sjá aukningu í tilkynningum til okkar,“ segir hann í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann segir lögregluna reyna að bregðast við þegar hún verður var við svindl með því að vara fólk við með færslum á samfélagsmiðlum. Jafnframt reyni lögreglan að vinna með Meta og öðrum samfélagsmiðlarisum við að tilkynna og uppræta slíka svikastarfsemi. Fjölbreyttar svindlaðferðir Stefán segir að það sé allur gangur á því hvernig svikahrapparnir seilist í veski fólks. Netsvindl fari fram jafnt á Facebook sem í tölvupósti og öðrum miðlum. Síðast í dag varaði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu við stórtæku svindli sem gerði sig út fyrir að vera mbl.is til að fá fólk til að kaupa rafmyntir. „Á einhverjum tímapunkti og vanalega snemma í ferlinu ertu beðinn um persónuupplýsingar og bankaupplýsingar. Svo fer það eftir því hvernig svikahrappurinn er að reyna að ná þér, hvort hann er að reyna að fá þig til að kaupa rafmynt eða hvort hann sé að biðja um beinharða millifærslu,“ segir Stefán. „En það er vanalega búið að kynna fyrir þér ákveðna ávöxtunarmöguleika og þeir eru vanalega miklu hærri en standa hinum almenna borgara til boða,“ bætir hann við. Hvetja fólk til að tilkynna Stefán segir lögregluna vera með starfshóp sem er í virku samtali við Meta og önnur fyrirtæki sem eiga stóra samfélagsmiðla en fyrirtækin geri ekki nóg til að koma í veg fyrir netsvindl. „Við viljum koma því áleiðis að við hvetjum fólk undantekningarlaust sem sjá þessar auglýsingar að í staðinn fyrir að skrolla bara niður að þá tilkynna auglýsinguna. Það hjálpar mikið,“ segir Stefán. „Þetta mun aldrei hverfa og þetta mun bara aukast. Ég held að við þurfum að vera miklu meira vakandi. Við þurfum að vera tortryggin og þessi heilbrigða tortryggni þarf að vera í hávegum höfð,“ segir hann. Netglæpir Netöryggi Facebook Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Sjá meira
Stefán segir aðferðir svikahrappanna ekki hafa mikið breyst heldur orðið fágaðri og vandaðri. „Það má segja að þetta sé gamla góða svindlið. Það sem við höfum séð undanfarið er að þessar auglýsingar eru betri. Það er meira lagt í þær og þær eru að virka. Við erum að sjá aukningu í tilkynningum til okkar,“ segir hann í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann segir lögregluna reyna að bregðast við þegar hún verður var við svindl með því að vara fólk við með færslum á samfélagsmiðlum. Jafnframt reyni lögreglan að vinna með Meta og öðrum samfélagsmiðlarisum við að tilkynna og uppræta slíka svikastarfsemi. Fjölbreyttar svindlaðferðir Stefán segir að það sé allur gangur á því hvernig svikahrapparnir seilist í veski fólks. Netsvindl fari fram jafnt á Facebook sem í tölvupósti og öðrum miðlum. Síðast í dag varaði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu við stórtæku svindli sem gerði sig út fyrir að vera mbl.is til að fá fólk til að kaupa rafmyntir. „Á einhverjum tímapunkti og vanalega snemma í ferlinu ertu beðinn um persónuupplýsingar og bankaupplýsingar. Svo fer það eftir því hvernig svikahrappurinn er að reyna að ná þér, hvort hann er að reyna að fá þig til að kaupa rafmynt eða hvort hann sé að biðja um beinharða millifærslu,“ segir Stefán. „En það er vanalega búið að kynna fyrir þér ákveðna ávöxtunarmöguleika og þeir eru vanalega miklu hærri en standa hinum almenna borgara til boða,“ bætir hann við. Hvetja fólk til að tilkynna Stefán segir lögregluna vera með starfshóp sem er í virku samtali við Meta og önnur fyrirtæki sem eiga stóra samfélagsmiðla en fyrirtækin geri ekki nóg til að koma í veg fyrir netsvindl. „Við viljum koma því áleiðis að við hvetjum fólk undantekningarlaust sem sjá þessar auglýsingar að í staðinn fyrir að skrolla bara niður að þá tilkynna auglýsinguna. Það hjálpar mikið,“ segir Stefán. „Þetta mun aldrei hverfa og þetta mun bara aukast. Ég held að við þurfum að vera miklu meira vakandi. Við þurfum að vera tortryggin og þessi heilbrigða tortryggni þarf að vera í hávegum höfð,“ segir hann.
Netglæpir Netöryggi Facebook Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Sjá meira