Hefðbundið eftirlit vegna sjúkdóma bíði þar til í haust eða vor Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 1. júlí 2024 19:30 Sigríður Dóra Magnúsdóttir, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segist vona að breytt fyrirkomulag sé komið til að vera. Vísir/Sigurjón Ekki er ætlast til að fólk í hefðbundnu eftirliti vegna sjúkdóma leiti á heilsugæsluna í sumar. Þar verður lögð áhersla á bráðaerindi þar til haustar. Árum saman hefur það fyrirkomulag verið við lýði á flestum heilsugæslustöðum höfuðborgarsvæðisins að hægt sé að mæta á svokallaða síðdegisvakt eftir klukkan 16 án þess að eiga bókaðan tíma og hitta lækni. Nú hefur fyrirkomulagið breyst þannig að nauðsynlegt er að hringja á undan sér og hjúkrunarfræðingur metur hvort erindið sé brýnt. Sé það metið sem svo fær fólk bókaðan tíma samdægurs eða daginn eftir. „Þetta er vonandi komið til að vera því við lítum á þetta sem miklu betri þjónustu,“ segir Sigríður Dóra Magnúsdóttir, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. „Þarna fær fólk faglega úrlausn, veit hvenær það á að mæta í staðinn fyrir að hrúgast inn á síðdegisvaktir þar sem var oft löng bið og mikill fjöldi af fólki sem jafnvel komst svo ekki að. Það var ekki góð þjónusta, ekki faglegt fannst okkur.“ Með breyttu verklagi á heilsugæslustöðvum verður reynt að sinna bráðum erindum á dagvinnutíma í stað þess að fólk mæti á síðdegisvakt eftir klukkan 16.Vísir/Sigurjón Með þessu breytta fyrirkomulagi segir Sigríður að í raun og veru sé verið að færa erindin sem rötuðu á síðdegisvaktina yfir á dagvinnutíma. Sumartíminn sé hinsvegar þungur þar sem mikið af starfsfólkinu fari í sumarfrí og minna um tímaframboð. „Við reynum að hafa gott aðgengi fyrir bráð erindi á daginn. En auðvitað þarf það sem er búið að bíða í marga mánuði að bíða aðeins lengur fram á haustið.“ Eftirlit bíði þar til í haust eða vor Sumar heilsugæslustöðvar bóka tíma viku eða jafnvel mánuð fram í tímann. Dæmi eru um á einhverjum stöðvum séu nú þegar allir tímar uppbókaðir í júlí. Því getur reynst erfitt fyrir fólk að komast að til læknis vegna erinda sem ekki eru metin sem bráðatilfelli. „Hver og ein stöð ræður sjálf hvernig hún hefur sína vinnu og gera það í krafti síns mannskaps og aðstæðna,“ segir Sigríður. Við erum ekki að smáatriðastýra stöðvunum okkar en leggjum línurnar í samræmi við þær. Á þessum árstíma er minna um umgangspestir og meira um frítímaslys og álagsmeiðs. „En við reynum að hafa það þannig að allir þessir stóru sjúkdómsflokkar sem við erum með í hefðbundnu eftirliti, að það fólk komi í haust eða vor. Að það fólk sé ekki að taka upp bráðatíma á sumrin.“ Aðspurð nánar um þá sem þurfi að bíða fram á haust nefnir Sigríður til dæmis sjúklinga með sykursýki, háþrýsting, stoðkerfisvandamál og þunglyndi. Heilbrigðismál Heilsugæsla Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Sjá meira
Árum saman hefur það fyrirkomulag verið við lýði á flestum heilsugæslustöðum höfuðborgarsvæðisins að hægt sé að mæta á svokallaða síðdegisvakt eftir klukkan 16 án þess að eiga bókaðan tíma og hitta lækni. Nú hefur fyrirkomulagið breyst þannig að nauðsynlegt er að hringja á undan sér og hjúkrunarfræðingur metur hvort erindið sé brýnt. Sé það metið sem svo fær fólk bókaðan tíma samdægurs eða daginn eftir. „Þetta er vonandi komið til að vera því við lítum á þetta sem miklu betri þjónustu,“ segir Sigríður Dóra Magnúsdóttir, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. „Þarna fær fólk faglega úrlausn, veit hvenær það á að mæta í staðinn fyrir að hrúgast inn á síðdegisvaktir þar sem var oft löng bið og mikill fjöldi af fólki sem jafnvel komst svo ekki að. Það var ekki góð þjónusta, ekki faglegt fannst okkur.“ Með breyttu verklagi á heilsugæslustöðvum verður reynt að sinna bráðum erindum á dagvinnutíma í stað þess að fólk mæti á síðdegisvakt eftir klukkan 16.Vísir/Sigurjón Með þessu breytta fyrirkomulagi segir Sigríður að í raun og veru sé verið að færa erindin sem rötuðu á síðdegisvaktina yfir á dagvinnutíma. Sumartíminn sé hinsvegar þungur þar sem mikið af starfsfólkinu fari í sumarfrí og minna um tímaframboð. „Við reynum að hafa gott aðgengi fyrir bráð erindi á daginn. En auðvitað þarf það sem er búið að bíða í marga mánuði að bíða aðeins lengur fram á haustið.“ Eftirlit bíði þar til í haust eða vor Sumar heilsugæslustöðvar bóka tíma viku eða jafnvel mánuð fram í tímann. Dæmi eru um á einhverjum stöðvum séu nú þegar allir tímar uppbókaðir í júlí. Því getur reynst erfitt fyrir fólk að komast að til læknis vegna erinda sem ekki eru metin sem bráðatilfelli. „Hver og ein stöð ræður sjálf hvernig hún hefur sína vinnu og gera það í krafti síns mannskaps og aðstæðna,“ segir Sigríður. Við erum ekki að smáatriðastýra stöðvunum okkar en leggjum línurnar í samræmi við þær. Á þessum árstíma er minna um umgangspestir og meira um frítímaslys og álagsmeiðs. „En við reynum að hafa það þannig að allir þessir stóru sjúkdómsflokkar sem við erum með í hefðbundnu eftirliti, að það fólk komi í haust eða vor. Að það fólk sé ekki að taka upp bráðatíma á sumrin.“ Aðspurð nánar um þá sem þurfi að bíða fram á haust nefnir Sigríður til dæmis sjúklinga með sykursýki, háþrýsting, stoðkerfisvandamál og þunglyndi.
Heilbrigðismál Heilsugæsla Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Sjá meira