Allt að fimmtíu prósent aukning tilfella alvarlegrar ókyrrðar Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 2. júlí 2024 11:25 Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir að tilfellum alvarlegrar ókyrrðar gæti fjölgað um fimmtíu prósent. Stöð 2 Loftslagsbreytingar verða þess valdandi að tilfellum ókyrrðar í háloftunum fjölgar. Þetta segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur hjá Bliku.is í samtali við fréttastofu. Hækkandi hitastig í veðrahvolfinu, neðra hluta lofthjúpsins, hefur þau áhrif að kólnar í heiðhvolfinu og hitamunurinn veldur aukinni ókyrrð. „Vindbreytingin með hæð í því lagi sem flugvélarnar fljúga hefur þær afleiðingar að það er meira um ókyrrð en áður. Menn hafa sýnt fram á þetta bæði fræðilega og líka með því að skoða óbeinar mælingar þarna uppi með svokölluðum endurgreiningum veðurlíkana,“ segir Einar. Getur komið mönnum í opna skjöldu Veðurfræðingar hjá háskólanum í Reading í Bretlandi birtu niðurstöður rannsóknar fyrir nokkrum árum og mælingar þeirra bentu til þess að vegna hitabreytinga hefðu vindbreytingar með aukist markvert síðustu fjóra áratugina. 15 prósent meiri vindbreyting væri nú með hæð en áður nálægt 34 þúsund fetum. Veðrahvolfið (e. troposphere) hlýnar og þá kólnar heiðhvolfið (e. stratosphere) með þeim afleiðingum að vindbreyting með hæð eykst.Blika.is „Öll vindbreyting á milli fluglaga og eins í sömu hæð í stefnu vélarinnar getur verið uppspretta heiðkviku. Oft er henni spáð og flugstjórar forðast hana með heimild til ýmist lækkunar eða hækkunar á flughæð. En hún getur líka komið mönnum algerlega í opna skjöldu eins og dæmin sanna,“ skrifaði Einar á Bliku.is á dögunum. Allt að fimmtíu prósent aukning Flugumferð hefur aukist mikið á þessu sama tímabili en mælingarnar benda til markverðar aukningar þó að leiðrétt sé með umferðinni. „Menn vilja meina að þetta eigi eftir að versna. Menn sjá fram á það að það geti verið aukning á ókyrrðartilvikum um fimmtíu prósent,“ segir Einar. Mest ber á ókyrrðinni beggja vegna miðbaugs en breytinganna gætir þó um allan heim. Einar segir lítið hægt að gera til að sporna við þessari þróun. „Það er voða lítið hægt að gera annað en að sjá hvort hægt sé að breyta flughæðum. Hins vegar er vélunum engin hætta búin, þær þola þetta. Þetta snýst um farþegana, að þeir séu ekki að kastast til,“ segir Einar. Ósýnilegur brotsjór Hann líkir heiðkvikunni við ósýnilega öldu sem brotnar fram yfir sig. Tæki séu til til að mæla og spá fyrir um heiðkviku í háloftunum en þau séu ekki gallalaus. „Það eru gefnar út spár en samt sem áður getur þetta alltaf komið mönnum í opna skjöldu. Menn eru að afla þekkingar og það er verið að rannsaka þetta um allan heim. Maður gerir vonir um það að það verði eitthvað komið út úr þessu á næstu ári,“ segir Einar og brýnir fyrir flugfarþegum að sitja kyrr með beltin spennt. „Þetta er bara eins og í bílferðum. Maður á bara að vera spenntur í belti, líka í flugi á miðri leið. Það er sams konar trygging eins og að vera spenntur í bíl,“ segir Einar. Fréttir af flugi Loftslagsmál Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fleiri fréttir Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Sjá meira
„Vindbreytingin með hæð í því lagi sem flugvélarnar fljúga hefur þær afleiðingar að það er meira um ókyrrð en áður. Menn hafa sýnt fram á þetta bæði fræðilega og líka með því að skoða óbeinar mælingar þarna uppi með svokölluðum endurgreiningum veðurlíkana,“ segir Einar. Getur komið mönnum í opna skjöldu Veðurfræðingar hjá háskólanum í Reading í Bretlandi birtu niðurstöður rannsóknar fyrir nokkrum árum og mælingar þeirra bentu til þess að vegna hitabreytinga hefðu vindbreytingar með aukist markvert síðustu fjóra áratugina. 15 prósent meiri vindbreyting væri nú með hæð en áður nálægt 34 þúsund fetum. Veðrahvolfið (e. troposphere) hlýnar og þá kólnar heiðhvolfið (e. stratosphere) með þeim afleiðingum að vindbreyting með hæð eykst.Blika.is „Öll vindbreyting á milli fluglaga og eins í sömu hæð í stefnu vélarinnar getur verið uppspretta heiðkviku. Oft er henni spáð og flugstjórar forðast hana með heimild til ýmist lækkunar eða hækkunar á flughæð. En hún getur líka komið mönnum algerlega í opna skjöldu eins og dæmin sanna,“ skrifaði Einar á Bliku.is á dögunum. Allt að fimmtíu prósent aukning Flugumferð hefur aukist mikið á þessu sama tímabili en mælingarnar benda til markverðar aukningar þó að leiðrétt sé með umferðinni. „Menn vilja meina að þetta eigi eftir að versna. Menn sjá fram á það að það geti verið aukning á ókyrrðartilvikum um fimmtíu prósent,“ segir Einar. Mest ber á ókyrrðinni beggja vegna miðbaugs en breytinganna gætir þó um allan heim. Einar segir lítið hægt að gera til að sporna við þessari þróun. „Það er voða lítið hægt að gera annað en að sjá hvort hægt sé að breyta flughæðum. Hins vegar er vélunum engin hætta búin, þær þola þetta. Þetta snýst um farþegana, að þeir séu ekki að kastast til,“ segir Einar. Ósýnilegur brotsjór Hann líkir heiðkvikunni við ósýnilega öldu sem brotnar fram yfir sig. Tæki séu til til að mæla og spá fyrir um heiðkviku í háloftunum en þau séu ekki gallalaus. „Það eru gefnar út spár en samt sem áður getur þetta alltaf komið mönnum í opna skjöldu. Menn eru að afla þekkingar og það er verið að rannsaka þetta um allan heim. Maður gerir vonir um það að það verði eitthvað komið út úr þessu á næstu ári,“ segir Einar og brýnir fyrir flugfarþegum að sitja kyrr með beltin spennt. „Þetta er bara eins og í bílferðum. Maður á bara að vera spenntur í belti, líka í flugi á miðri leið. Það er sams konar trygging eins og að vera spenntur í bíl,“ segir Einar.
Fréttir af flugi Loftslagsmál Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fleiri fréttir Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Sjá meira