Ríkisstjórnin líði fyrir efnahagsástandið Heimir Már Pétursson og Tómas Arnar Þorláksson skrifa 2. júlí 2024 13:04 Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra. Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir fylgistap flokksins ekki góð tíðindi og tekur fram að ríkisstjórnarflokkarnir líði fyrir háa verðbólgu og vaxtastig. Hann er vongóður um að fylgi flokksins aukist næsta vetur. Framsóknarflokkurinn tapaði mestu fylgi í nýjasta þjóðarpúlsi Gallup og mældist einungis með 6,6 prósent fylgi. Spurður hvort að það séu einungis verðbólga og vextir sem valda minnkandi fylgi flokksins segir Sigurður: „Ég veit það auðvitað ekki. Það er alltaf erfitt að vega og meta það en það hefur án efa mjög stór áhrif. Að öðru leyti erum við að gera mjög marga góða hluti í ríkisstjórninni en þetta umlykur dálítið áhyggjur fólks frá einum degi til annars.“ Þenslan á hraðri niðurleið Hagfræðideild Landsbankans spáir því að Seðlabankinn muni ekki lækka vexti í næsta mánuði en að hugsanlega hefjist vaxtalækkunarferli í október eða nóvember. Verðbólga mældist í júní í fyrsta sinn í tvö og hálft ár undir sex prósentustigum og var 5,8 prósent. Það bæti ekki stöðu ríkisstjórnarinnar en Sigurður tekur fram að það sjáist jákvæð teikn á lofti um að verðbólga þróist í rétta átt. „Við sjáum líka þegar að vaxtastigið er búið að vera svona hátt að það hefur tilhneigingu til að taka dálítinn tíma til að fara bíta. Það er augljóslega farið að bíta og þenslan er á hraðri niðurleið,“ segir hann og vonast til þess að Seðlabankinn taki tillit til þess. Ólga í samfélögum vegna stríða hafi áhrif Ekki komi til greina að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu og boða til kosninga enn sem komið er. Ríkisstjórnin ætli að ljúka þeim verkefnum sem liggja fyrir. „Við sjáum líka, ekki síst í Evrópu, að stjórnvöld þar glíma við hið sama. Hluti af þessu er ekki bara efnahagsástand heldur líka þessi ólga sem er í samfélögum vegna stríðsástandi hingað og þangað og því óöryggi sem því fylgi. Ég held að öll stjórnvöld líði fyrir það og þar á meðal við.“ Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Efnahagsmál Verðlag Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Framsóknarflokkurinn tapaði mestu fylgi í nýjasta þjóðarpúlsi Gallup og mældist einungis með 6,6 prósent fylgi. Spurður hvort að það séu einungis verðbólga og vextir sem valda minnkandi fylgi flokksins segir Sigurður: „Ég veit það auðvitað ekki. Það er alltaf erfitt að vega og meta það en það hefur án efa mjög stór áhrif. Að öðru leyti erum við að gera mjög marga góða hluti í ríkisstjórninni en þetta umlykur dálítið áhyggjur fólks frá einum degi til annars.“ Þenslan á hraðri niðurleið Hagfræðideild Landsbankans spáir því að Seðlabankinn muni ekki lækka vexti í næsta mánuði en að hugsanlega hefjist vaxtalækkunarferli í október eða nóvember. Verðbólga mældist í júní í fyrsta sinn í tvö og hálft ár undir sex prósentustigum og var 5,8 prósent. Það bæti ekki stöðu ríkisstjórnarinnar en Sigurður tekur fram að það sjáist jákvæð teikn á lofti um að verðbólga þróist í rétta átt. „Við sjáum líka þegar að vaxtastigið er búið að vera svona hátt að það hefur tilhneigingu til að taka dálítinn tíma til að fara bíta. Það er augljóslega farið að bíta og þenslan er á hraðri niðurleið,“ segir hann og vonast til þess að Seðlabankinn taki tillit til þess. Ólga í samfélögum vegna stríða hafi áhrif Ekki komi til greina að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu og boða til kosninga enn sem komið er. Ríkisstjórnin ætli að ljúka þeim verkefnum sem liggja fyrir. „Við sjáum líka, ekki síst í Evrópu, að stjórnvöld þar glíma við hið sama. Hluti af þessu er ekki bara efnahagsástand heldur líka þessi ólga sem er í samfélögum vegna stríðsástandi hingað og þangað og því óöryggi sem því fylgi. Ég held að öll stjórnvöld líði fyrir það og þar á meðal við.“
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Efnahagsmál Verðlag Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira