„Ef þið haldið mér áfram í fangelsi þá verður vandamál“ Ritstjórn skrifar 3. júlí 2024 10:43 Mohamad Kourani í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Vísir „Ég kann ekki að gera árás með hníf. Ég er ekki ógnandi maður. Ég er bara venjulegur maður. Ef þið haldið mér áfram í fangelsi þá verður vandamál,“ sagði Mohamad Kourani fyrir dómi í dag en hann er meðal annars grunaður um að stinga tvo menn í OK Market í Valshverfinu í Reykjavík í mars á þessu ári. Mál Mohamads var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Hann er ákærður fyrir stunguárásina í OK Market, sem og fyrir önnur brot, líkt og fyrir að hóta lögreglumanni og fjölskyldu hans lífláti, og kasta hlandi á fangaverði. Í skýrslutöku sinni reifst Mohamad nokkuð við saksóknara og dómara. Hann sagði þinghaldið ósanngjarnt og nefndi nokkrar ástæður fyrir því. Hann vildi að dómurinn myndi taka fleiri mál fyrir, ekki bara þau sem ákæruvaldið vildi leggja áherslu á, en hann sagðist vera brotaþoli í þeim málunum sem ekki væru tekin fyrir. Jafnframt sagðist hann hafa verið sprautaður með „hundrað sprautum“ gegn eigin vilja og vegna þess hrjáist hann af minnisleysi. Um væri að ræða heilaþvott. Þegar hann var spurður út í stunguárásina sagði Mohamad: „Þið megið spyrja Frakkland eða Bretland.“ Saksóknari útskýrði að hvorki Frakkland né Bretland væru fyrir dómi. Dómari sagði að með skýrslutökunni væri verið að falast eftir hans hlið á málinu, en Mohamad sagði að dómsvaldið væri að ákæra hann án þess að hlusta á hann. „Þetta er ekki ég“ Tvö myndbönd sem sýna árásina í OK Market voru spiluð fyrir dómi. Mohamad sagðist ekki kannast við það að árásarmaðurinn í myndbandinu væri hann sjálfur. „Þetta er ekki ég,“ sagði Mohamad og hló. Dómarinn minntist á að í skýrslu hjá lögreglu hefði Mohamad haldið því fram að andlit hans hefði verið „photosjoppað“ inn á myndbandið. Hann stóð við þann framburð fyrir dómi. Mohamad gaf einnig til kynna að mennirnir sem urðu fyrir stunguárásinni, eða að minnsta kosti annar þeirra, bæri ábyrgð á stunguárás sem hann varð fyrir árið 2018. Einu sinni sagði hann þá hafa borgað fyrir þá árás. Hann var í kjölfarið spurður hvort árásin í OK Market hafi verið hefndarárás, en hann vildi ekki svara því nema að rannsókn á málum á hendur mönnunum sem urðu fyrir árásinni yrði opnuð. Segist eiga rétt á því að ákveða hvaða fréttir séu skrifaðar um sig Þá beindi Mohamad sjónum sínum að blaðamönnum í dómsal. Hann sagði að ef þeir myndu ekki eyða því sem þeir væru að skrifa yrði vandamál. Dómarinn spurði hvort hann væri að hóta blaðamönnum, en hann sagði svo ekki vera. Mögulega yrði hann laus eftir nokkra mánuði og þá væri hann frjáls maður. Dómari spurði hvort hann túlkaði orð Muhamads rétt þannig að hann liti svo á að það væri réttur hans að hóta blaðamönnum. Mohamad sagði að hann ætti rétt á því að ákveða hvort þeir skrifuðu fréttir um hann eða ekki. Dómsmál Reykjavík Mál Mohamad Kourani Tengdar fréttir Árásarmaðurinn staðið í hótunum við vararíkissaksóknara Karlmaður um þrítugt, sem úrskurðaður hefur verið í fjögurra vikna gæsluvarðhald fyrir hnífstunguárás í verslun í Valshverfinu í Reykjavík, er sá sami og hefur um nokkurt skeið staðið í hótunum við Helga Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknara. 10. mars 2024 09:20 Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Fleiri fréttir „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Sjá meira
Mál Mohamads var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Hann er ákærður fyrir stunguárásina í OK Market, sem og fyrir önnur brot, líkt og fyrir að hóta lögreglumanni og fjölskyldu hans lífláti, og kasta hlandi á fangaverði. Í skýrslutöku sinni reifst Mohamad nokkuð við saksóknara og dómara. Hann sagði þinghaldið ósanngjarnt og nefndi nokkrar ástæður fyrir því. Hann vildi að dómurinn myndi taka fleiri mál fyrir, ekki bara þau sem ákæruvaldið vildi leggja áherslu á, en hann sagðist vera brotaþoli í þeim málunum sem ekki væru tekin fyrir. Jafnframt sagðist hann hafa verið sprautaður með „hundrað sprautum“ gegn eigin vilja og vegna þess hrjáist hann af minnisleysi. Um væri að ræða heilaþvott. Þegar hann var spurður út í stunguárásina sagði Mohamad: „Þið megið spyrja Frakkland eða Bretland.“ Saksóknari útskýrði að hvorki Frakkland né Bretland væru fyrir dómi. Dómari sagði að með skýrslutökunni væri verið að falast eftir hans hlið á málinu, en Mohamad sagði að dómsvaldið væri að ákæra hann án þess að hlusta á hann. „Þetta er ekki ég“ Tvö myndbönd sem sýna árásina í OK Market voru spiluð fyrir dómi. Mohamad sagðist ekki kannast við það að árásarmaðurinn í myndbandinu væri hann sjálfur. „Þetta er ekki ég,“ sagði Mohamad og hló. Dómarinn minntist á að í skýrslu hjá lögreglu hefði Mohamad haldið því fram að andlit hans hefði verið „photosjoppað“ inn á myndbandið. Hann stóð við þann framburð fyrir dómi. Mohamad gaf einnig til kynna að mennirnir sem urðu fyrir stunguárásinni, eða að minnsta kosti annar þeirra, bæri ábyrgð á stunguárás sem hann varð fyrir árið 2018. Einu sinni sagði hann þá hafa borgað fyrir þá árás. Hann var í kjölfarið spurður hvort árásin í OK Market hafi verið hefndarárás, en hann vildi ekki svara því nema að rannsókn á málum á hendur mönnunum sem urðu fyrir árásinni yrði opnuð. Segist eiga rétt á því að ákveða hvaða fréttir séu skrifaðar um sig Þá beindi Mohamad sjónum sínum að blaðamönnum í dómsal. Hann sagði að ef þeir myndu ekki eyða því sem þeir væru að skrifa yrði vandamál. Dómarinn spurði hvort hann væri að hóta blaðamönnum, en hann sagði svo ekki vera. Mögulega yrði hann laus eftir nokkra mánuði og þá væri hann frjáls maður. Dómari spurði hvort hann túlkaði orð Muhamads rétt þannig að hann liti svo á að það væri réttur hans að hóta blaðamönnum. Mohamad sagði að hann ætti rétt á því að ákveða hvort þeir skrifuðu fréttir um hann eða ekki.
Dómsmál Reykjavík Mál Mohamad Kourani Tengdar fréttir Árásarmaðurinn staðið í hótunum við vararíkissaksóknara Karlmaður um þrítugt, sem úrskurðaður hefur verið í fjögurra vikna gæsluvarðhald fyrir hnífstunguárás í verslun í Valshverfinu í Reykjavík, er sá sami og hefur um nokkurt skeið staðið í hótunum við Helga Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknara. 10. mars 2024 09:20 Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Fleiri fréttir „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Sjá meira
Árásarmaðurinn staðið í hótunum við vararíkissaksóknara Karlmaður um þrítugt, sem úrskurðaður hefur verið í fjögurra vikna gæsluvarðhald fyrir hnífstunguárás í verslun í Valshverfinu í Reykjavík, er sá sami og hefur um nokkurt skeið staðið í hótunum við Helga Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknara. 10. mars 2024 09:20