Spánverjar hafa aldrei unnið heimaþjóð þegar allt er undir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. júlí 2024 13:01 Nico Williams fagnar marki spænska landsliðsins í sextán liða úrslitunum. Nú reynir á Spánverjana á móti gestgjöfum Þjóðverja. Getty/Alex Grimm Spænska fótboltalandsliðið hefur spilað vel á Evrópumótinu í Þýskalandi en nú bíður liðsins afar krefjandi verkefni og múr sem landslið Spánverja hefur aldrei komist í gegnum. Spánverjar mæta gestgjöfum Þjóðverja í átta liða úrslitum EM klukkan 16.00 í dag. Spænska karlalandsliðið í fótbolta hefur aldrei unnið leik upp á líf eða dauða á móti heimaþjóð á stórmóti. Hér erum við að tala um úrslitaleik í riðlakeppni eða leik í útsláttarkeppni á HM eða EM. Þetta eru líka orðin níu skipti allt frá HM 1934 til HM 2018. Síðast mættu Spánverjar gestgjöfum á HM í Rússlandi 2018. Sá leikur var í sextán liða úrslitunum. Rússarnir unnu 4-3 í vítakeppni eftir að leikurinn endaði með 1-1 jafntefli. Síðasti leikur Spánverja upp á líf eða dauða á móti heimaþjóð á Evrópumóti var á móti Portúgal á EM 2004. Þetta var lokaleikur þjóðanna í riðlinum og hreinn úrslitaleikur um sæti í átta liða úrslitum. Portúgal vann leikinn 1-0 á marki Nuno Gomes. Á EM í Englandi 1996 töpuðu Spánverjar í vítakeppni á móti Englendingum í átta liða úrslitum. Leiknum lauk með markalausu jafntefli en England vann vítakeppnina 4-2. Þá er frægur leikur frá HM í Suður-Kóreu 2002 þegar spænska liðið tapaði í vítakeppni á móti Kóreumönnum. Spánverjar skoruðu tvö mörk í þessu markalausa jafntefli en þau voru dæmd af sem var mjög umdeild. Á EM 1984 tapaði spænska landsliðið á móti Frökkum í úrslitaleik eftir að markvörður liðsins missti aukaspyrnu Michel Platini undir sig. Það verður því athyglisvert að sjá hvernig fer hjá Spánverjunum í dag. View this post on Instagram A post shared by TNT Sports (@tntsports) EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum Sjá meira
Spánverjar mæta gestgjöfum Þjóðverja í átta liða úrslitum EM klukkan 16.00 í dag. Spænska karlalandsliðið í fótbolta hefur aldrei unnið leik upp á líf eða dauða á móti heimaþjóð á stórmóti. Hér erum við að tala um úrslitaleik í riðlakeppni eða leik í útsláttarkeppni á HM eða EM. Þetta eru líka orðin níu skipti allt frá HM 1934 til HM 2018. Síðast mættu Spánverjar gestgjöfum á HM í Rússlandi 2018. Sá leikur var í sextán liða úrslitunum. Rússarnir unnu 4-3 í vítakeppni eftir að leikurinn endaði með 1-1 jafntefli. Síðasti leikur Spánverja upp á líf eða dauða á móti heimaþjóð á Evrópumóti var á móti Portúgal á EM 2004. Þetta var lokaleikur þjóðanna í riðlinum og hreinn úrslitaleikur um sæti í átta liða úrslitum. Portúgal vann leikinn 1-0 á marki Nuno Gomes. Á EM í Englandi 1996 töpuðu Spánverjar í vítakeppni á móti Englendingum í átta liða úrslitum. Leiknum lauk með markalausu jafntefli en England vann vítakeppnina 4-2. Þá er frægur leikur frá HM í Suður-Kóreu 2002 þegar spænska liðið tapaði í vítakeppni á móti Kóreumönnum. Spánverjar skoruðu tvö mörk í þessu markalausa jafntefli en þau voru dæmd af sem var mjög umdeild. Á EM 1984 tapaði spænska landsliðið á móti Frökkum í úrslitaleik eftir að markvörður liðsins missti aukaspyrnu Michel Platini undir sig. Það verður því athyglisvert að sjá hvernig fer hjá Spánverjunum í dag. View this post on Instagram A post shared by TNT Sports (@tntsports)
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum Sjá meira