Skilorðsbundið bann gengur þannig fyrir sig að leikmaður er dæmdur í bann, í einn leik að þessu sinni, en bannið tekur ekki gildi nema leikmaðurinn gerist aftur brotlegur á reglum UEFA.
Gerist það fer Bellingham sjálfkrafa í eins leiks bann sem UEFA gæti framlengt ef seinna brotið telst alvarlegt.
Atvikið sem um ræðir átti sér stað eftir hjólhestaspyrnu Bellingham sem jafnaði leikinn gegn Slóvakíu í uppbótartíma.
Þegar fagnaðarlátunum var að ljúka og Englendingar gengu aftur yfir á sinn vallarhelming fór Bellingham fram hjá varamannabekk Slóvakíu, blés fingurkoss og hristi aðeins í hreðjunum.
Myndskeið af atvikinu og svar Bellingham má sjá hér fyrir neðan en þar segir hann um að ræða innherjagrín milli vina og vottaði Slóvökum virðingu.
🥱❌- An inside joke gesture towards some close friends who were at the game. Nothing but respect for how that Slovakia team played tonight.🤝🏽 https://t.co/H8sETMkPoi
— Jude Bellingham (@BellinghamJude) June 30, 2024