Hetja Spánar hermdi eftir pabba á sama stað Sindri Sverrisson skrifar 5. júlí 2024 20:50 Mikel Merino var í skýjunum eftir sigurinn gegn Þýskalandi í kvöld. Getty/Alex Caparros Mikel Merino, hetja Spánar í sigrinum gegn Þýskalandi á EM í kvöld, hermdi eftir fagnaðarlátum föður síns sem skoraði á sama velli fyrir 33 árum síðan. Hinn 28 ára gamli Merino hafði aðeins skorað eitt A-landsliðsmark fyrir Spán áður en hann skoraði undir lok framlengingar í kvöld, og tryggði Spáni 2-1 sigur sem skilaði liðinu í undanúrslit á EM. Það er merkileg staðreynd að fyrsti A-landsleikur Merino, árið 2020, var einmitt einnig á leikvanginum í Stuttgart. Og þar skoraði pabbi hans, Ángel, sitt eina mark fyrir Osasuna, í 3-2 sigri á Stuttgart í UEFA-bikarnum árið 1991. „Það er einhver lukka yfir þessum leikvangi fyrir mig. Pabbi minn skoraði líka hérna, þegar hann spilaði, svo við munum alltaf muna eftir þessum velli,“ sagði Merino eftir sigurinn í kvöld. Eftir sigurmark sitt hljóp hann að hornfánanum og fór í kringum hann, rétt eins og pabbi hans gerði. Dad, Son, 33 years apart, same stadium, same celebration! pic.twitter.com/txOD7ReevS— Alexandra Jonson (@AlexandraJonson) July 5, 2024 Merino var skiljanlega hæstánægður eftir sigurinn en Spánverjar þurfa hins vegar að spjara sig án Daniel Carvajal, sem fékk rautt spjald í lok leiks í kvöld, og Robin Le Normand sem er einnig kominn í bann vegna gulra spjalda. Alls fór gula spjaldið fimmtán sinnum á loft í kvöld. „Við bjuggumst við nákvæmlega svona leik. Tvö af bestu liðum heims. Þetta hefði allt eins getað verið úrslitaleikur á HM,“ sagði Merino. EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum Sjá meira
Hinn 28 ára gamli Merino hafði aðeins skorað eitt A-landsliðsmark fyrir Spán áður en hann skoraði undir lok framlengingar í kvöld, og tryggði Spáni 2-1 sigur sem skilaði liðinu í undanúrslit á EM. Það er merkileg staðreynd að fyrsti A-landsleikur Merino, árið 2020, var einmitt einnig á leikvanginum í Stuttgart. Og þar skoraði pabbi hans, Ángel, sitt eina mark fyrir Osasuna, í 3-2 sigri á Stuttgart í UEFA-bikarnum árið 1991. „Það er einhver lukka yfir þessum leikvangi fyrir mig. Pabbi minn skoraði líka hérna, þegar hann spilaði, svo við munum alltaf muna eftir þessum velli,“ sagði Merino eftir sigurinn í kvöld. Eftir sigurmark sitt hljóp hann að hornfánanum og fór í kringum hann, rétt eins og pabbi hans gerði. Dad, Son, 33 years apart, same stadium, same celebration! pic.twitter.com/txOD7ReevS— Alexandra Jonson (@AlexandraJonson) July 5, 2024 Merino var skiljanlega hæstánægður eftir sigurinn en Spánverjar þurfa hins vegar að spjara sig án Daniel Carvajal, sem fékk rautt spjald í lok leiks í kvöld, og Robin Le Normand sem er einnig kominn í bann vegna gulra spjalda. Alls fór gula spjaldið fimmtán sinnum á loft í kvöld. „Við bjuggumst við nákvæmlega svona leik. Tvö af bestu liðum heims. Þetta hefði allt eins getað verið úrslitaleikur á HM,“ sagði Merino.
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum Sjá meira