Stefnir á úrslit í París: „Þjóðarstoltið er langmest á Ólympíuleikunum“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. júlí 2024 12:30 Anton Sveinn McKee er með langmestu Ólympíureynsluna af íslenskum keppendunum í ár. vísir/bjarni Anton Sveinn McKee er á leið á sína fjórðu Ólympíuleika þar sem hann keppir í hundrað og tvö hundruð metra bringusundi. Hann stefnir á að komast í úrslit á leikunum í París. Anton segir mikinn heiður að keppa fyrir hönd Íslands á stærsta íþróttamóti heims. „Allur undirbúningur er svo gott sem búinn varðandi að koma sér í gott form. Nú er bara að halda haus og njóta síðustu viknanna. Við erum búin að keyra ákefðina mjög hátt fyrir leikana og núna munum við minnka hana til að fá ferskleika og snerpu í líkamann. Maður er bara að hugsa um líkamann, halda sér góðum og æfa sig aðeins að labba. Það eru miklar vegalengdir sem maður þarf að labba í Ólympíuþorpinu. Maður þarf að auka skrefafjöldann,“ sagði Anton í samtali við Vísi. Sem fyrr sagði er Anton á leið á sína fjórðu Ólympíuleika. Hann keppti í London 2012, Ríó 2016, Tókýó 2021 og verður meðal þátttakenda á leikunum í París sem hefjast 26. júlí. Anton segist búa að reynslunni frá fyrri leikum. „Maður er sem betur fer með mikla reynslu að vera í þessu umhverfi. Manni finnst maður vera eins tilbúinn og maður getur verið. Síðustu tvö ár hafa verið mjög góð. Ég tek sjálfstraust frá niðurstöðunum þaðan og ætla mér stóra hluti,“ sagði Anton. Anton ætlar að komast í úrslit á Ólympíuleikum í fyrsta sinn.getty/Michael Reaves Hann er bjartsýnn á gott gengi í París. „Þetta er allt búið að ganga eins og í sögu hingað til. Auðvitað er alltaf einhver rússíbani á leiðinni en heilt yfir hafa úrslitin og undirbúningsferlið verið eins og maður gæti óskað sér,“ sagði Anton. En hver eru markmiðin fyrir leikana fyrir Ólympíuleikana í ár? „Mig langar að komast í úrslit og það er það sem maður æfir fyrir. Maður þarf að taka þetta skref fyrir skref, vinna sig upp úr undanrásunum og eiga svo taktíkst og gott sund í undanúrslitum og keyra svo á þetta í úrslitunum og allt er mögulegt þar,“ sagði Anton sem metur líkurnar á að komast í úrslit í París góðar. „Ég synti á þeim tímum sem þurfti til að komast í úrslit á síðustu Ólympíuleikum á síðasta heimsmeistaramóti. Ég hef náð þessum árangri á stórmóti. Ég hef áður sýnt að ég get gert það og ætla að gera það aftur.“ Anton segir að því fylgi mikið stolt að keppa fyrir hönd Íslands á Ólympíuleikum. „Auðvitað er maður alltaf að keppa fyrir Íslands hönd en þjóðarstoltið er langmest á Ólympíuleikunum og á hátíð þar sem allt besta íþróttafólk heims safnast saman. Að vera sendiherra Íslands á þessum leikum er ólýsanlegt,“ sagði Anton að endingu. Sund Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Íslenski boltinn „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Íslenski boltinn Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Körfubolti Í beinni: Real Madrid - Arsenal | Sýna meistararnir töfrana sem þarf? Fótbolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Grindavík | Slagur upp á líf og dauða Í beinni: FH - Fram | Byrja blóðugt einvígi Í beinni: Inter - Bayern | Hve sterkt er þýska stálið? Í beinni: Real Madrid - Arsenal | Sýna meistararnir töfrana sem þarf? Viðar Örn að glíma við meiðsli Í beinni: Valur - FH | Stefna hátt með nýjum stjórnendum Í beinni: Víkingur - Þór/KA | Spennandi slagur í Víkinni Í beinni: Tindastóll - FHL | Sögulegur leikur á Króknum Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir að Fury muni ekki snúa aftur Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Lífsferill íþróttamannsins: Mattheusarguðspjallið og brennimerkt börn Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Keppt í skemmtigarði á næstu Ólympíuleikum „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Dagskráin í dag: Meistaradeild Evrópu, Besta kvenna og umspil NBA Sjá meira
„Allur undirbúningur er svo gott sem búinn varðandi að koma sér í gott form. Nú er bara að halda haus og njóta síðustu viknanna. Við erum búin að keyra ákefðina mjög hátt fyrir leikana og núna munum við minnka hana til að fá ferskleika og snerpu í líkamann. Maður er bara að hugsa um líkamann, halda sér góðum og æfa sig aðeins að labba. Það eru miklar vegalengdir sem maður þarf að labba í Ólympíuþorpinu. Maður þarf að auka skrefafjöldann,“ sagði Anton í samtali við Vísi. Sem fyrr sagði er Anton á leið á sína fjórðu Ólympíuleika. Hann keppti í London 2012, Ríó 2016, Tókýó 2021 og verður meðal þátttakenda á leikunum í París sem hefjast 26. júlí. Anton segist búa að reynslunni frá fyrri leikum. „Maður er sem betur fer með mikla reynslu að vera í þessu umhverfi. Manni finnst maður vera eins tilbúinn og maður getur verið. Síðustu tvö ár hafa verið mjög góð. Ég tek sjálfstraust frá niðurstöðunum þaðan og ætla mér stóra hluti,“ sagði Anton. Anton ætlar að komast í úrslit á Ólympíuleikum í fyrsta sinn.getty/Michael Reaves Hann er bjartsýnn á gott gengi í París. „Þetta er allt búið að ganga eins og í sögu hingað til. Auðvitað er alltaf einhver rússíbani á leiðinni en heilt yfir hafa úrslitin og undirbúningsferlið verið eins og maður gæti óskað sér,“ sagði Anton. En hver eru markmiðin fyrir leikana fyrir Ólympíuleikana í ár? „Mig langar að komast í úrslit og það er það sem maður æfir fyrir. Maður þarf að taka þetta skref fyrir skref, vinna sig upp úr undanrásunum og eiga svo taktíkst og gott sund í undanúrslitum og keyra svo á þetta í úrslitunum og allt er mögulegt þar,“ sagði Anton sem metur líkurnar á að komast í úrslit í París góðar. „Ég synti á þeim tímum sem þurfti til að komast í úrslit á síðustu Ólympíuleikum á síðasta heimsmeistaramóti. Ég hef náð þessum árangri á stórmóti. Ég hef áður sýnt að ég get gert það og ætla að gera það aftur.“ Anton segir að því fylgi mikið stolt að keppa fyrir hönd Íslands á Ólympíuleikum. „Auðvitað er maður alltaf að keppa fyrir Íslands hönd en þjóðarstoltið er langmest á Ólympíuleikunum og á hátíð þar sem allt besta íþróttafólk heims safnast saman. Að vera sendiherra Íslands á þessum leikum er ólýsanlegt,“ sagði Anton að endingu.
Sund Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Íslenski boltinn „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Íslenski boltinn Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Körfubolti Í beinni: Real Madrid - Arsenal | Sýna meistararnir töfrana sem þarf? Fótbolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Grindavík | Slagur upp á líf og dauða Í beinni: FH - Fram | Byrja blóðugt einvígi Í beinni: Inter - Bayern | Hve sterkt er þýska stálið? Í beinni: Real Madrid - Arsenal | Sýna meistararnir töfrana sem þarf? Viðar Örn að glíma við meiðsli Í beinni: Valur - FH | Stefna hátt með nýjum stjórnendum Í beinni: Víkingur - Þór/KA | Spennandi slagur í Víkinni Í beinni: Tindastóll - FHL | Sögulegur leikur á Króknum Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir að Fury muni ekki snúa aftur Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Lífsferill íþróttamannsins: Mattheusarguðspjallið og brennimerkt börn Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Keppt í skemmtigarði á næstu Ólympíuleikum „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Dagskráin í dag: Meistaradeild Evrópu, Besta kvenna og umspil NBA Sjá meira