Nýta undanþágu til að fá Jason Daða til Englands Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. júlí 2024 17:16 Jason Daði í leik gegn Gent í Sambandsdeild Evrópu. Vísir/Hulda Margrét Enska D-deildarliðið Grimsby Town nýtir sér undanþágu til að sækja hægri vængmanninn Jason Daða Svanþórsson. Það stefnir í að Mosfellingurinn verði leikmaður félagsins fyrr en seinna. Fyrir skemmstu var óvænt greint frá því að Grimsby sé að reyna festa kaup á hinum 24 ára gamla Jasoni Daða. Samningur hans við Breiðablik rennur út í október síðar á þessu ári og því þarf Grimsby að kaupa leikmanninn af Blikum. Það er ekki á hverjum degi sem ensk D-deildarlið horfa til Íslands en síðan England ákvað að fara úr Evrópusambandinu hafa leikmenn sem ganga í raðir enskra félaga að uppfylla allskyns skilyrði til að fá atvinnuleyfi. Hvert lið í D-deildinni má hins vegar sækja um undanþágu fyrir tvo leikmenn og Grimsby ætlar að nýta sér téða undanþágu til að fá Jason Daða í sínar raðir. Þetta staðfesti Bjarki Már Ólafsson, umboðsmaður Mosfellingsins, í samtali við Fótbolti.net fyrr í dag. „Þegar leikmaður er fenginn inn með undantekningunni gefur það auga leið hvað félagið er að leggja á sig til að fá leikmanninn,“ sagði Bjarki Már og bætti við það væri ekki algengt að lið í D-deildinni nýttu sér undanþáguna þar sem „því fylgir ákveðið ferli.“ Þá var Bjarki Már spurður út í hvernig það stæði á því að lið í ensku D-deildinni væri að skoða mann úr Bestu deildinni. „Fyrst og fremst frábær spilamennska hans … Það eru komnir inn mjög sterkir aðilar í félagið sem vinna á mjög skilvirkan og klókan hátt á leikmannamarkaðnum,“ bætti Bjarki Már við. Jason Daði gekk í raðir Breiðabliks frá Aftureldingu árið 2021. Hann hefur spilað 127 leiki fyrir félagið, skorað 38 mörk og gefið 26 stoðsendingar samkvæmt vefsíðunni Transfermarkt. Þá hefur Jason Daði spilað fimm A-landsleiki. Fótbolti Enski boltinn Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Handbolti Fleiri fréttir Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki Sjá meira
Fyrir skemmstu var óvænt greint frá því að Grimsby sé að reyna festa kaup á hinum 24 ára gamla Jasoni Daða. Samningur hans við Breiðablik rennur út í október síðar á þessu ári og því þarf Grimsby að kaupa leikmanninn af Blikum. Það er ekki á hverjum degi sem ensk D-deildarlið horfa til Íslands en síðan England ákvað að fara úr Evrópusambandinu hafa leikmenn sem ganga í raðir enskra félaga að uppfylla allskyns skilyrði til að fá atvinnuleyfi. Hvert lið í D-deildinni má hins vegar sækja um undanþágu fyrir tvo leikmenn og Grimsby ætlar að nýta sér téða undanþágu til að fá Jason Daða í sínar raðir. Þetta staðfesti Bjarki Már Ólafsson, umboðsmaður Mosfellingsins, í samtali við Fótbolti.net fyrr í dag. „Þegar leikmaður er fenginn inn með undantekningunni gefur það auga leið hvað félagið er að leggja á sig til að fá leikmanninn,“ sagði Bjarki Már og bætti við það væri ekki algengt að lið í D-deildinni nýttu sér undanþáguna þar sem „því fylgir ákveðið ferli.“ Þá var Bjarki Már spurður út í hvernig það stæði á því að lið í ensku D-deildinni væri að skoða mann úr Bestu deildinni. „Fyrst og fremst frábær spilamennska hans … Það eru komnir inn mjög sterkir aðilar í félagið sem vinna á mjög skilvirkan og klókan hátt á leikmannamarkaðnum,“ bætti Bjarki Már við. Jason Daði gekk í raðir Breiðabliks frá Aftureldingu árið 2021. Hann hefur spilað 127 leiki fyrir félagið, skorað 38 mörk og gefið 26 stoðsendingar samkvæmt vefsíðunni Transfermarkt. Þá hefur Jason Daði spilað fimm A-landsleiki.
Fótbolti Enski boltinn Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Handbolti Fleiri fréttir Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki Sjá meira