„Leiðin verður að vera óviss svo vel sé“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 8. júlí 2024 16:38 Guðný Rósa var að opna einkasýningu í Ásmundarsal. Olivia Houston „Verklag mitt er samfellt flæði. Öllu skiptir að vera stöðugt að og leitandi,“ segir myndlistarkonan Guðný Rósa Ingimarsdóttir. Hún opnaði einkasýninguna Hornafjöldi í hættu í Ásmundarsal á dögunum en sýningin fylgir gestum inn í sumarið og stendur til 6. ágúst næstkomandi. Í fréttatilkynningu segir: „Sýningin er unnin sérstaklega fyrir Ásmundarsal en verk Guðnýjar Rósu bera með sér ríka nánd, jafnt í efnisvali sem og vinnuaðferðum. Þau eru dæmi um listsköpun þar sem persóna og hönd listamannsins eru nálæg í hverju einasta verki, hverri einustu línu, saumspori, fláðu yfirborði og rifnu pappírsblaði, í hverju orði og setningu, hvort sem þær eru hennar hugarsmíð eða fengnar að láni.“ Guðný er búsett í Belgíu en á síðustu tveimur árum hefur hún sótt aukið heim. Hún segir: „Í þessum tíðu en stuttu heimsóknum kem ég ávallt við í Ásmundarsal og stend mig nú að því að dvelja lengur. Að skoða þá fyrst sýningarnar og svo salinn sjálfan … eða öfugt. Þá sit ég oft lengi ein og rýni í gólf og á veggi. Fylgi eftir lekandi sprungum, dvel í særðum flötum, stúdera viðgerðir … hrúðurmyndun á yfirboði. Velti fyrir mér því sem undir liggur. Verklag mitt er samfellt flæði. Öllu skiptir að vera stöðugt að og leitandi. Að teikna aldrei fyrir fram upp sýningar. Að vita ekki hver niðurstaðan verður né hvert skal stefnt. Leiðin verður að vera óviss svo vel sé.“ Hér má sjá myndir frá opnuninni: Sýningargestir grandskoða list Guðnýjar Rósu.Olivia Houston Mikil gleði á opnun.Olivia Houston Spáð í listinni.Olivia Houston Margt var um manninn.Olivia Houston Verk Guðnýjar Rósu fela í sér ákveðna nánd.Olivia Houston Guðný Rósa var í skýjunum við opnun.Olivia Houston Listunnendur í Ásmunarsal.Olivia Houston Fjölbreytt verk erftir Guðnýju Rósu.Vigfús Birgisson Sýningar á Íslandi Menning Myndlist Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Tíska og hönnun Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið VÆB opnar verslun í Kringlunni Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Fleiri fréttir Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Í fréttatilkynningu segir: „Sýningin er unnin sérstaklega fyrir Ásmundarsal en verk Guðnýjar Rósu bera með sér ríka nánd, jafnt í efnisvali sem og vinnuaðferðum. Þau eru dæmi um listsköpun þar sem persóna og hönd listamannsins eru nálæg í hverju einasta verki, hverri einustu línu, saumspori, fláðu yfirborði og rifnu pappírsblaði, í hverju orði og setningu, hvort sem þær eru hennar hugarsmíð eða fengnar að láni.“ Guðný er búsett í Belgíu en á síðustu tveimur árum hefur hún sótt aukið heim. Hún segir: „Í þessum tíðu en stuttu heimsóknum kem ég ávallt við í Ásmundarsal og stend mig nú að því að dvelja lengur. Að skoða þá fyrst sýningarnar og svo salinn sjálfan … eða öfugt. Þá sit ég oft lengi ein og rýni í gólf og á veggi. Fylgi eftir lekandi sprungum, dvel í særðum flötum, stúdera viðgerðir … hrúðurmyndun á yfirboði. Velti fyrir mér því sem undir liggur. Verklag mitt er samfellt flæði. Öllu skiptir að vera stöðugt að og leitandi. Að teikna aldrei fyrir fram upp sýningar. Að vita ekki hver niðurstaðan verður né hvert skal stefnt. Leiðin verður að vera óviss svo vel sé.“ Hér má sjá myndir frá opnuninni: Sýningargestir grandskoða list Guðnýjar Rósu.Olivia Houston Mikil gleði á opnun.Olivia Houston Spáð í listinni.Olivia Houston Margt var um manninn.Olivia Houston Verk Guðnýjar Rósu fela í sér ákveðna nánd.Olivia Houston Guðný Rósa var í skýjunum við opnun.Olivia Houston Listunnendur í Ásmunarsal.Olivia Houston Fjölbreytt verk erftir Guðnýju Rósu.Vigfús Birgisson
Sýningar á Íslandi Menning Myndlist Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Tíska og hönnun Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið VÆB opnar verslun í Kringlunni Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Fleiri fréttir Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira