„Stund sannleikans að renna upp“ Stefán Árni Pálsson skrifar 9. júlí 2024 11:01 Arnar Gunnlaugsson hefur trú á því að Víkingar komist í næstu umferð í Meistaradeild Evrópu. Vísir/Bjarni Næstu vikurnar verða strembnar hjá Víkingum en liðið leikur bæði í Evrópukeppni, Bestudeildinni og framundan er bikarúrslitaleikur í ágúst. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, segist vera spenntur fyrir leiknum við Shamrock Rovers í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld en uppselt er á leikinn í Víkinni. Hann verður í beinni útsendingu. Rætt var við Arnar í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. „Okkur hefur gengið mjög vel að rótera hópnum og þar að leiðandi hafa komið upp fá meiðsli hjá okkur, þó einhver samt sem áður. Það hefur gengið vel í deildinni, komnir í úrslit í bikarnum en núna er stund sannleikans að renna upp. Meistaradeildin að byrja. Það verður góð tilfinning að heyra Meistaradeildarlagið, þó Bestudeildar lagið sé frábært þá er Meistaradeildarlagið aðeins betra. Þannig að þegar það lag fær að hljóma í Víkinni þá held ég að það fari fiðringur um okkar stuðningsmenn, leikmenn og mig sjálfan,“ segir Arnar sem hefur stundum ekki verið nægilega ánægður með spilamennsku sinna manna síðustu vikur. Eigum einn gír inni „Ég sagði það fyrir svona þremur vikum að við ættum svona tvo gíra inni. Núna finnst mér við hafa náð einum gír til baka þannig að við erum á réttri leið. En það má samt líka alveg tala um það af hverju það er. Mögulega er það því við erum að rótera mikið sem gefur auga leið að það verður ekki sami taktur á milli leikja. Í sumum leikjum gerist það mannlega að menn byrja spara sig þegar maður er kominn í tvö núll. En okkur hefur samt tekist að landa sigrum en við eigum alveg inni frammistöðulega séð. Mér finnst við samt hafa gert ótrúlega vel hingað til í sumar. Það telur samt ekki neitt ef við klikkum á þessari ögurstund sem er núna er að fara byrja.“ Eftir að Víkingur tryggði sig í bikarúrslit gegn Stjörnunni á dögum fór hann í flug með Sölva Geir Ottesen aðstoðarþjálfara liðsins og þeir horfðu á leik með Shamrock Rovers til að undirbúa sig fyrir leikinn í kvöld. „Maður græðir svakalega mikið á því. Sérstaklega þessi litlu smáatriði. Hvernig leikmenn bregðast við mótlæti, hvernig þeir fara til baka ef þeir missa boltann. Svona hlutir sem myndavélin nær ekki. Það var mikið gagn í þessu sem styrkti okkar trú að við eigum að geta slegið þetta lið út. Breiðablik átti tvo hörkuleiki við þá í fyrra og það var svona mín tilfinning að Breiðablik væri bara ívið sterkara lið. Mun það hjálpa okkur? Nei, mögulega ekki. Kannski voru þeir eitthvað að vanmeta Blikana í fyrra sem þeir gera kannski ekki í ár. En svo var líka bara gaman að fara til Írlands. Við áttum frábæran golfhring líka sem var góður undirbúningur upp á andlegu hliðina. Þetta var bara geggjuð ferð í alla staði.“ Leikurinn í kvöld hefst klukkan 18:45 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Hér að neðan má sjá viðtalið við Arnar í heild sinni. Klippa: „Stund sannleikans að renna upp“ Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Sjá meira
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, segist vera spenntur fyrir leiknum við Shamrock Rovers í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld en uppselt er á leikinn í Víkinni. Hann verður í beinni útsendingu. Rætt var við Arnar í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. „Okkur hefur gengið mjög vel að rótera hópnum og þar að leiðandi hafa komið upp fá meiðsli hjá okkur, þó einhver samt sem áður. Það hefur gengið vel í deildinni, komnir í úrslit í bikarnum en núna er stund sannleikans að renna upp. Meistaradeildin að byrja. Það verður góð tilfinning að heyra Meistaradeildarlagið, þó Bestudeildar lagið sé frábært þá er Meistaradeildarlagið aðeins betra. Þannig að þegar það lag fær að hljóma í Víkinni þá held ég að það fari fiðringur um okkar stuðningsmenn, leikmenn og mig sjálfan,“ segir Arnar sem hefur stundum ekki verið nægilega ánægður með spilamennsku sinna manna síðustu vikur. Eigum einn gír inni „Ég sagði það fyrir svona þremur vikum að við ættum svona tvo gíra inni. Núna finnst mér við hafa náð einum gír til baka þannig að við erum á réttri leið. En það má samt líka alveg tala um það af hverju það er. Mögulega er það því við erum að rótera mikið sem gefur auga leið að það verður ekki sami taktur á milli leikja. Í sumum leikjum gerist það mannlega að menn byrja spara sig þegar maður er kominn í tvö núll. En okkur hefur samt tekist að landa sigrum en við eigum alveg inni frammistöðulega séð. Mér finnst við samt hafa gert ótrúlega vel hingað til í sumar. Það telur samt ekki neitt ef við klikkum á þessari ögurstund sem er núna er að fara byrja.“ Eftir að Víkingur tryggði sig í bikarúrslit gegn Stjörnunni á dögum fór hann í flug með Sölva Geir Ottesen aðstoðarþjálfara liðsins og þeir horfðu á leik með Shamrock Rovers til að undirbúa sig fyrir leikinn í kvöld. „Maður græðir svakalega mikið á því. Sérstaklega þessi litlu smáatriði. Hvernig leikmenn bregðast við mótlæti, hvernig þeir fara til baka ef þeir missa boltann. Svona hlutir sem myndavélin nær ekki. Það var mikið gagn í þessu sem styrkti okkar trú að við eigum að geta slegið þetta lið út. Breiðablik átti tvo hörkuleiki við þá í fyrra og það var svona mín tilfinning að Breiðablik væri bara ívið sterkara lið. Mun það hjálpa okkur? Nei, mögulega ekki. Kannski voru þeir eitthvað að vanmeta Blikana í fyrra sem þeir gera kannski ekki í ár. En svo var líka bara gaman að fara til Írlands. Við áttum frábæran golfhring líka sem var góður undirbúningur upp á andlegu hliðina. Þetta var bara geggjuð ferð í alla staði.“ Leikurinn í kvöld hefst klukkan 18:45 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Hér að neðan má sjá viðtalið við Arnar í heild sinni. Klippa: „Stund sannleikans að renna upp“
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti