Sandra mætir sjóðheit: „Treysti Steina algjörlega til að taka þessar ákvarðanir“ Sindri Sverrisson skrifar 9. júlí 2024 13:33 Sandra María Jessen var mætt á landsliðsæfingu í morgun, á Laugardalsvelli, þar sem Ísland mætir stórliði Þýskalands á föstudag. Stöð 2/Bjarni Sandra María Jessen mætir stútfull sjálfstrausts í komandi landsleiki við Þýskaland og Pólland í undankeppni EM í fótbolta. Þetta eru síðustu leikirnir í undankeppninni og Ísland getur á föstudag tryggt sér sæti á EM í Sviss næsta sumar. Ísland tekur á móti Þýskalandi á Laugardalsvelli á föstudaginn og mögulega verður EM-sæti fagnað um kvöldið. Stöðuna í riðlinum má sjá hér. Sandra María skoraði þrennu í Laugardalnum á sunnudaginn, í sigri Þórs/KA á Þrótti, og hefur farið algjörlega á kostum í Bestu deildinni í sumar, með 15 mörk í 12 leikjum. Hún segist þó enga kröfu gera um að Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari stilli henni upp framarlega gegn Þýskalandi á föstudaginn: „Ég kem klárlega fersk og það er mjög gott að vera búin að spila mikið af leikjum. Auðvitað fylgir því ákveðið álag en það er gott að spila og maður vill það. Vonandi getur maður nýtt það sem er að ganga vel í deildinni og tekið það með sér inn í verkefnið með landsliðinu. Ég treysti Steina algjörlega til að taka þessar ákvarðanir [um hvort að hún spili frammi]. Það hvort maður spilar eða ekki er allt undir honum komið. Maður treystir þeim ákvörðunum sem hann tekur, og þá einnig hvort maður spilar sem bakvörður eða á kanti. Þetta er allt sama íþróttin og maður tekur því sem kemur,“ segir Sandra María sem var á æfingu landsliðsins í morgun. Viðtalið við hana má sjá hér að neðan. Klippa: Sandra María ætlar að koma Íslandi á EM Ísland er sem fyrr segir einum sigri frá því að tryggja sér sæti á EM: „Það er ekkert leyndarmál að við ætlum að nýta þennan glugga til að tryggja okkur inn á EM. Við förum inn í leikinn á föstudaginn fullar af sjálfstrausti og vonandi náum við að klára dæmið þar. Liðið er í góðu standi, leikmenn líta vel út og það er alltaf stemning þegar hópurinn kemur saman. Við höfum fulla trú á þessu,“ segir Sandra María. Hún kom inn á sem varamaður þegar Ísland spilaði útileikinn við Þýskaland, í apríl, en þar unnu Þjóðverjar 3-1 sigur eftir flotta frammistöðu íslenska liðsins: „Við erum búnar að spila svolítið oft við þær núna undanfarið svo við vitum hverjum við erum að mæta. Við þekkjum vel styrkleikana og veikleikana, hvar við ætlum að sækja og nýta þeirra veikleika, og ég er klárlega bjartsýn. Þær þýsku vita að leikirnir við okkar eru alltaf hörkuleikir, við munum bjóða þeim alvöru baráttu og stefnum bara á sigur.“ Leikur Íslands og Þýskalands hefst klukkan 16:15 á föstudaginn, á Laugardalsvelli. Miðasala er á tix.is. Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ Sport „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Fótbolti Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Fótbolti Fleiri fréttir Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Aron Elís með slitið krossband Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjá meira
Ísland tekur á móti Þýskalandi á Laugardalsvelli á föstudaginn og mögulega verður EM-sæti fagnað um kvöldið. Stöðuna í riðlinum má sjá hér. Sandra María skoraði þrennu í Laugardalnum á sunnudaginn, í sigri Þórs/KA á Þrótti, og hefur farið algjörlega á kostum í Bestu deildinni í sumar, með 15 mörk í 12 leikjum. Hún segist þó enga kröfu gera um að Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari stilli henni upp framarlega gegn Þýskalandi á föstudaginn: „Ég kem klárlega fersk og það er mjög gott að vera búin að spila mikið af leikjum. Auðvitað fylgir því ákveðið álag en það er gott að spila og maður vill það. Vonandi getur maður nýtt það sem er að ganga vel í deildinni og tekið það með sér inn í verkefnið með landsliðinu. Ég treysti Steina algjörlega til að taka þessar ákvarðanir [um hvort að hún spili frammi]. Það hvort maður spilar eða ekki er allt undir honum komið. Maður treystir þeim ákvörðunum sem hann tekur, og þá einnig hvort maður spilar sem bakvörður eða á kanti. Þetta er allt sama íþróttin og maður tekur því sem kemur,“ segir Sandra María sem var á æfingu landsliðsins í morgun. Viðtalið við hana má sjá hér að neðan. Klippa: Sandra María ætlar að koma Íslandi á EM Ísland er sem fyrr segir einum sigri frá því að tryggja sér sæti á EM: „Það er ekkert leyndarmál að við ætlum að nýta þennan glugga til að tryggja okkur inn á EM. Við förum inn í leikinn á föstudaginn fullar af sjálfstrausti og vonandi náum við að klára dæmið þar. Liðið er í góðu standi, leikmenn líta vel út og það er alltaf stemning þegar hópurinn kemur saman. Við höfum fulla trú á þessu,“ segir Sandra María. Hún kom inn á sem varamaður þegar Ísland spilaði útileikinn við Þýskaland, í apríl, en þar unnu Þjóðverjar 3-1 sigur eftir flotta frammistöðu íslenska liðsins: „Við erum búnar að spila svolítið oft við þær núna undanfarið svo við vitum hverjum við erum að mæta. Við þekkjum vel styrkleikana og veikleikana, hvar við ætlum að sækja og nýta þeirra veikleika, og ég er klárlega bjartsýn. Þær þýsku vita að leikirnir við okkar eru alltaf hörkuleikir, við munum bjóða þeim alvöru baráttu og stefnum bara á sigur.“ Leikur Íslands og Þýskalands hefst klukkan 16:15 á föstudaginn, á Laugardalsvelli. Miðasala er á tix.is.
Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ Sport „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Fótbolti Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Fótbolti Fleiri fréttir Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Aron Elís með slitið krossband Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti