Lest hollenska liðsins fór ekki fet Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. júlí 2024 11:01 Virgil van Dijk og félagar í hollenska landsliðinu fengu ekki besta undirbúninginn fyrir Englandsleikinn. Getty/Eric Verhoeven Hollendingar fengu ekki alveg besta undirbúninginn fyrir undanúrslitaleik sinn á móti Englendingum. Það er heitt í Þýskalandi og það hefur ekki aðeins áhrif í leikjunum sjálfum á EM heldur einnig í aðdraganda þeirra. Hitinn bitnaði á hollenska landsliðinu í gær eða nánar til getið ferðalagi liðsins á undanúrslitaleikinn á móti Englandi. Fella þurfti niður blaðamannafund Hollendinga fyrir undanúrslitaleikinn af því að þeir komust svo seint til Dortmund þar sem leikurinn verður spilaður í kvöld. ESPN segir frá. Netherlands hit train snag en route to semifinalThe Netherlands' preparations for their match against England in the Euro 2024 semifinals were disrupted Tuesday when they had to rearrange travel plans to host city Dortmund because of a "blockage" on a … https://t.co/79Eca0YqWg— ESPN Soccer (@ESPNsoccer) July 9, 2024 Hollenska liðið átti að ferðast með lest frá Wolfsburg til Dortmund í gær. Lestarferðinni var hins vegar frestað vegna mikilla hita. Hollenski hópurinn þurfti í staðinn að fljúga á milli borganna en það varð til þess að þeir komust miklu seinna til Dortmund en áætlað var. Alls var seinkunin um fjórir klukkutímar. UEFA tilkynnti að enginn fjölmiðlafundur færi fram hjá liðinu en að það væri boðið upp á viðtal við hollenska þjálfarann á vef UEFA seinna um kvöldið. Hollenskir miðlar sögðu einnig frá því að leikmenn hafi verið komnir út á brautarpallinn á lestarstöðinni þegar fréttist af frestuninni. Hollendingar náðu þar með ekki að halda í hefð sína að ganga um völlinn daginn fyrir leik. Ekki besti undirbúningurinn fyrir þennan risastóra leik á móti Englendingum. Ronald Koeman, þjálfari Hollendinga, gerði samt lítið úr þessum vandræðum. „Þetta er ekkert vandamál. Við fengum tækifæri til að hvíla okkur. Við þurftum bara sitja í hálftíma í flugvélinni. Við sofum síðan vel í nótt,“ sagði Koeman í viðtali við UEFA í gær. EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Körfubolti Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Fleiri fréttir Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Sjá meira
Það er heitt í Þýskalandi og það hefur ekki aðeins áhrif í leikjunum sjálfum á EM heldur einnig í aðdraganda þeirra. Hitinn bitnaði á hollenska landsliðinu í gær eða nánar til getið ferðalagi liðsins á undanúrslitaleikinn á móti Englandi. Fella þurfti niður blaðamannafund Hollendinga fyrir undanúrslitaleikinn af því að þeir komust svo seint til Dortmund þar sem leikurinn verður spilaður í kvöld. ESPN segir frá. Netherlands hit train snag en route to semifinalThe Netherlands' preparations for their match against England in the Euro 2024 semifinals were disrupted Tuesday when they had to rearrange travel plans to host city Dortmund because of a "blockage" on a … https://t.co/79Eca0YqWg— ESPN Soccer (@ESPNsoccer) July 9, 2024 Hollenska liðið átti að ferðast með lest frá Wolfsburg til Dortmund í gær. Lestarferðinni var hins vegar frestað vegna mikilla hita. Hollenski hópurinn þurfti í staðinn að fljúga á milli borganna en það varð til þess að þeir komust miklu seinna til Dortmund en áætlað var. Alls var seinkunin um fjórir klukkutímar. UEFA tilkynnti að enginn fjölmiðlafundur færi fram hjá liðinu en að það væri boðið upp á viðtal við hollenska þjálfarann á vef UEFA seinna um kvöldið. Hollenskir miðlar sögðu einnig frá því að leikmenn hafi verið komnir út á brautarpallinn á lestarstöðinni þegar fréttist af frestuninni. Hollendingar náðu þar með ekki að halda í hefð sína að ganga um völlinn daginn fyrir leik. Ekki besti undirbúningurinn fyrir þennan risastóra leik á móti Englendingum. Ronald Koeman, þjálfari Hollendinga, gerði samt lítið úr þessum vandræðum. „Þetta er ekkert vandamál. Við fengum tækifæri til að hvíla okkur. Við þurftum bara sitja í hálftíma í flugvélinni. Við sofum síðan vel í nótt,“ sagði Koeman í viðtali við UEFA í gær.
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Körfubolti Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Fleiri fréttir Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Sjá meira