Samkvæmt BBC hafa Sameinuðu þjóðirnar lýst áhyggjum af tilskipuninni.
Ísraelsher hefur á síðustu tveimur vikum nokkrum sinnum gefið út rýmingartilskipanir fyrir afmörkuð svæði innan borgarmarkanna, þar sem hermálayfirvöld telja Hamas og Islamic Jihad hafa náð aftur vopnum sínum.
Í yfirlýsingu sem send var út í morgun var greint á því að herinn hefði ráðist í aðgerð gegn bardagamönnum samtakanna sem hefðust við í höfuðstöðvum Palestínu-fljóttamannahjálparinnar (UNRWA) í Gasa-borg.
Almennum borgurum hefði verið veitt tækifæri til að flýja svæðið áður en ráðist var inn í bygginuna og hryðjuverkamennirnir felldir í bardögum.
Þá sagði að tugir hryðjuverkamanna hefðu verið drepnir í hverfinu Shejaiya og neðanjarðargöng eyðilögð.
Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna hefur, sem fyrr segir, þungar áhyggjur af þróun mála og segir Deir al-Balah þegar yfirfullt af Palestínumönnum á vergangi. Innviðir væru takmarkaðir og aðstoð af skornum skammti.