Sætustu karlarnir eru á Íslandi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 10. júlí 2024 20:04 Freyja Stefanía, sem er nýorðin 100 ára og er elsti íbúi Vestmannaeyjabæjar. Magnús Hlynur Hreiðarsson Freyja Stefanía í Vestmannaeyjum slær ekki slöku við en hún er elsti íbúi Eyjunnar, 100 ára gömul. Freyja hefur ferðast víða um heiminn en hún segir að Ísland sé alltaf best og þar séu sætustu karlarnir. Freyja gengur teinrétt um gangana í Hraunbúðum, sem er dvalar- og hjúkrunarheimili þar sem fer vel um hana með öðrum heimilisfólki. „Skaparinn hefur gefið mér þetta, ég hef bæði farið vel með mig að ég tel og er hraust að eðli,” segir Freyja. Freyja varð 100 ára fyrir nokkrum dögum, eða 26. júní, sama dag og Guðni forseti en hún fékk einmitt heillaskeyti frá honum, sem er komið upp á vegg í herberginu hennar. Heillaskeytið, sem Freyja fékk frá forseta Íslands þegar hún varð 100 ára 26. júní en það er sami afmælisdagur og Guðna Th. forseta lýðveldisins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Freyja hefur ferðast mikið og meðal annars farið til Kína, Japans, Indlands, Balí, Tælands, Havaii og Rússlands svo eitthvað sé nefnt en Ísland er alltaf best segir hún. „Og ég kyssti Íslandi þegar ég kom til baka. Lagðist á hnén á flugvellinum, ég var svo fegin að vera á minni jörð, þó leið mér vel og allt en þetta var skrítin tilfinning, ég bara lagðist á hnén og kyssti jörðina,” segir hún. Er Ísland best í heimi? „Best í heimi já, það ég held og sætastir karlar,” segir Freyja og skellihlær. „Mér finnst mikið gaman að horfa á fallega menn eins og þig,” bætir hún við og hlær enn meira. En ætlar Freyja á þjóðhátíð? „Ég veit það ekki, það fer bara eftir því hvernig ég er svona.” Freyja með fréttamanni en hún er ótrúlega ern og hress orðin aldargömul. Henni líður mjög vel á Hraunbúðum.Aðsend En hvernig finnst Freyju að vera elsti íbúi Vestmannaeyjabæjar ? „Maður reynir þá að vera til fyrirmyndar og ég er þakklát fyrir það sem búið er að vona að ég fari að kveðja. Ég veit ekki hvenær maður er tilbúin,” segir Freyja. En þú lítur rosalega vel út og ert ern og hress. „Já, þakka þér fyrir, það er gott að heyra það. Það var ágætt að hitta þig og fólk er allt gott við mann, yndislegt bara,” segir elsti íbúi Vestmannaeyjarbæjar, Freyja Stefanía. Freyja segir að sætustu karlmenn heimsins séu á Íslandi en hún hefur ferðast til ótal landa í gegnum árin og hefur því góðan samanburð.Magnús Hlynur Hreiðarsson Vestmannaeyjar Eldri borgarar Ástin og lífið Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Fleiri fréttir Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Sjá meira
Freyja gengur teinrétt um gangana í Hraunbúðum, sem er dvalar- og hjúkrunarheimili þar sem fer vel um hana með öðrum heimilisfólki. „Skaparinn hefur gefið mér þetta, ég hef bæði farið vel með mig að ég tel og er hraust að eðli,” segir Freyja. Freyja varð 100 ára fyrir nokkrum dögum, eða 26. júní, sama dag og Guðni forseti en hún fékk einmitt heillaskeyti frá honum, sem er komið upp á vegg í herberginu hennar. Heillaskeytið, sem Freyja fékk frá forseta Íslands þegar hún varð 100 ára 26. júní en það er sami afmælisdagur og Guðna Th. forseta lýðveldisins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Freyja hefur ferðast mikið og meðal annars farið til Kína, Japans, Indlands, Balí, Tælands, Havaii og Rússlands svo eitthvað sé nefnt en Ísland er alltaf best segir hún. „Og ég kyssti Íslandi þegar ég kom til baka. Lagðist á hnén á flugvellinum, ég var svo fegin að vera á minni jörð, þó leið mér vel og allt en þetta var skrítin tilfinning, ég bara lagðist á hnén og kyssti jörðina,” segir hún. Er Ísland best í heimi? „Best í heimi já, það ég held og sætastir karlar,” segir Freyja og skellihlær. „Mér finnst mikið gaman að horfa á fallega menn eins og þig,” bætir hún við og hlær enn meira. En ætlar Freyja á þjóðhátíð? „Ég veit það ekki, það fer bara eftir því hvernig ég er svona.” Freyja með fréttamanni en hún er ótrúlega ern og hress orðin aldargömul. Henni líður mjög vel á Hraunbúðum.Aðsend En hvernig finnst Freyju að vera elsti íbúi Vestmannaeyjabæjar ? „Maður reynir þá að vera til fyrirmyndar og ég er þakklát fyrir það sem búið er að vona að ég fari að kveðja. Ég veit ekki hvenær maður er tilbúin,” segir Freyja. En þú lítur rosalega vel út og ert ern og hress. „Já, þakka þér fyrir, það er gott að heyra það. Það var ágætt að hitta þig og fólk er allt gott við mann, yndislegt bara,” segir elsti íbúi Vestmannaeyjarbæjar, Freyja Stefanía. Freyja segir að sætustu karlmenn heimsins séu á Íslandi en hún hefur ferðast til ótal landa í gegnum árin og hefur því góðan samanburð.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Vestmannaeyjar Eldri borgarar Ástin og lífið Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Fleiri fréttir Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Sjá meira