Heimir var valinn í mars og fær næstum hundrað milljónir í árslaun Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. júlí 2024 15:26 Heimir Hallgrímsson á blaðamannafundinum í dag. getty/Seb Daly Írska knattspyrnusambandið ákvað í mars að ráða Heimi Hallgrímsson sem þjálfara karlalandsliðsins. Heimir sat sinn fyrsta blaðamannafund sem þjálfari írska landsliðsins í dag. Með honum á fundinum var Marc Canham, íþróttastjóri írska knattspyrnusambandsins. Hann var spurður út þjálfaraleit írska knattspyrnusambandsins sem tók 231 dag. Stephen Kenny hætti sem þjálfari írska liðsins í nóvember í fyrra og John O'Shea stýrði því þar til tilkynnt var um ráðningu Heimis í gær. Voru tilbúnir að bíða Að sögn Canham er nokkuð síðan ákveðið var að ráða Heimi sem þjálfara írska landsliðsins. „Í mars ákvað valnefndin okkar að Heimir væri okkar fyrsti kostur,“ sagði Canham. „En hann var mjög trúr jamaíska landsliðinu. Við virtum þá ákvörðun, héldum sambandi við Heimi og vorum tilbúnir að bíða eftir því að hann yrði laus.“ Írska knattspyrnusambandið sagði upphaflega að nýi landsliðsþjálfarinn yrði kynntur snemma í apríl. Canham sagði að það hefðu verið mistök. Betra hefði verið að segja að sambandið ætlaði sér að finna rétta manninn í starfið, sama hversu langan tíma það tæki. Blaðamannafund Heimis má sjá hér fyrir neðan. Samkvæmt frétt Independent á Írlandi fær Heimir hærri laun en Kenny var með. Hann var með 550 þúsund evrur í árslaun en Heimir fær 650 þúsund evrur sem samsvarar um 97 milljónum íslenskra króna. Þá fær Heimir veglegan bónus ef hann kemur Írlandi á HM 2026. Fyrsta verkefni Heimis með Írland er B-deild Þjóðadeildarinnar í haust. Þar eru Írar í riðli með Englendingum, Grikkjum og Finnum. Heimir stýrir Írlandi í fyrsta sinn gegn Englandi í Dublin 7. september. Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Tengdar fréttir Heimir flytur til Írlands og vill halda O'Shea Heimir Hallgrímsson sat fyrir svörum á sínum fyrsta blaðamannafundi sem þjálfari írska karlalandsliðsins í fótbolta í dag. 11. júlí 2024 14:47 Heimir og eyjarnar hans Heimir Hallgrímsson er sannkallaður Eyjamaður. Á því leikur enginn vafi. Það er ekki nóg með að hann sé uppalinn á Heimaey í Vestmannaeyjum þá hefur hann þjálfað hvert eyríkið á fætur öðru. Nú síðast tók hann við sem landsliðsþjálfari Írlands. 11. júlí 2024 10:02 „Þá mun hann aldrei þurfa að kaupa sér pintu af Guinness“ Írinn John Andrews, þjálfari Víkings í Bestu deild kvenna, er ánægður með ráðningu Heimis Hallgrímssonar sem nýs landsliðsþjálfara þeirra írsku. 10. júlí 2024 19:45 Írar misspenntir fyrir Heimi Margt hefur verið sagt og ritað um Heimi Hallgrímsson eftir að ráðning hans sem nýs þjálfara landsliðs Íra í fótbolta kom sem þruma úr heiðskíru lofti síðdegis. Wikipedia síða Heimis fékk meðal annars að finna fyrir því. 10. júlí 2024 16:08 „Mikilvægur dagur fyrir írskan fótbolta“ Heimir Hallgrímsson varð fyrsti kostur írska knattspyrnusambandsins í starf þjálfara karlalandsliðsins fyrr á þessu ári. Nokkur atriði vógu þar þungt. Framkvæmdastjóri írska knattspyrnusambandsins talar um stóran dag í írskum fótbolta. 10. júlí 2024 15:20 Biðu í átta mánuði áður en þeir réðu Heimi Óhætt er að segja að írska knattspyrnusambandið hafi sér sinn tíma í að finna nýjan þjálfara fyrir karlalandsliðið. En hann er nú fundinn; sjálfur Heimir Hallgrímsson. 10. júlí 2024 14:51 Heimir tekur við írska landsliðinu Heimir Hallgrímsson hefur verið ráðinn þjálfari írska karlalandsliðsins í fótbolta. Hann stýrir Írum í Þjóðadeildinni og undankeppni HM 2026. 10. júlí 2024 14:19 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Sjá meira
Heimir sat sinn fyrsta blaðamannafund sem þjálfari írska landsliðsins í dag. Með honum á fundinum var Marc Canham, íþróttastjóri írska knattspyrnusambandsins. Hann var spurður út þjálfaraleit írska knattspyrnusambandsins sem tók 231 dag. Stephen Kenny hætti sem þjálfari írska liðsins í nóvember í fyrra og John O'Shea stýrði því þar til tilkynnt var um ráðningu Heimis í gær. Voru tilbúnir að bíða Að sögn Canham er nokkuð síðan ákveðið var að ráða Heimi sem þjálfara írska landsliðsins. „Í mars ákvað valnefndin okkar að Heimir væri okkar fyrsti kostur,“ sagði Canham. „En hann var mjög trúr jamaíska landsliðinu. Við virtum þá ákvörðun, héldum sambandi við Heimi og vorum tilbúnir að bíða eftir því að hann yrði laus.“ Írska knattspyrnusambandið sagði upphaflega að nýi landsliðsþjálfarinn yrði kynntur snemma í apríl. Canham sagði að það hefðu verið mistök. Betra hefði verið að segja að sambandið ætlaði sér að finna rétta manninn í starfið, sama hversu langan tíma það tæki. Blaðamannafund Heimis má sjá hér fyrir neðan. Samkvæmt frétt Independent á Írlandi fær Heimir hærri laun en Kenny var með. Hann var með 550 þúsund evrur í árslaun en Heimir fær 650 þúsund evrur sem samsvarar um 97 milljónum íslenskra króna. Þá fær Heimir veglegan bónus ef hann kemur Írlandi á HM 2026. Fyrsta verkefni Heimis með Írland er B-deild Þjóðadeildarinnar í haust. Þar eru Írar í riðli með Englendingum, Grikkjum og Finnum. Heimir stýrir Írlandi í fyrsta sinn gegn Englandi í Dublin 7. september.
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Tengdar fréttir Heimir flytur til Írlands og vill halda O'Shea Heimir Hallgrímsson sat fyrir svörum á sínum fyrsta blaðamannafundi sem þjálfari írska karlalandsliðsins í fótbolta í dag. 11. júlí 2024 14:47 Heimir og eyjarnar hans Heimir Hallgrímsson er sannkallaður Eyjamaður. Á því leikur enginn vafi. Það er ekki nóg með að hann sé uppalinn á Heimaey í Vestmannaeyjum þá hefur hann þjálfað hvert eyríkið á fætur öðru. Nú síðast tók hann við sem landsliðsþjálfari Írlands. 11. júlí 2024 10:02 „Þá mun hann aldrei þurfa að kaupa sér pintu af Guinness“ Írinn John Andrews, þjálfari Víkings í Bestu deild kvenna, er ánægður með ráðningu Heimis Hallgrímssonar sem nýs landsliðsþjálfara þeirra írsku. 10. júlí 2024 19:45 Írar misspenntir fyrir Heimi Margt hefur verið sagt og ritað um Heimi Hallgrímsson eftir að ráðning hans sem nýs þjálfara landsliðs Íra í fótbolta kom sem þruma úr heiðskíru lofti síðdegis. Wikipedia síða Heimis fékk meðal annars að finna fyrir því. 10. júlí 2024 16:08 „Mikilvægur dagur fyrir írskan fótbolta“ Heimir Hallgrímsson varð fyrsti kostur írska knattspyrnusambandsins í starf þjálfara karlalandsliðsins fyrr á þessu ári. Nokkur atriði vógu þar þungt. Framkvæmdastjóri írska knattspyrnusambandsins talar um stóran dag í írskum fótbolta. 10. júlí 2024 15:20 Biðu í átta mánuði áður en þeir réðu Heimi Óhætt er að segja að írska knattspyrnusambandið hafi sér sinn tíma í að finna nýjan þjálfara fyrir karlalandsliðið. En hann er nú fundinn; sjálfur Heimir Hallgrímsson. 10. júlí 2024 14:51 Heimir tekur við írska landsliðinu Heimir Hallgrímsson hefur verið ráðinn þjálfari írska karlalandsliðsins í fótbolta. Hann stýrir Írum í Þjóðadeildinni og undankeppni HM 2026. 10. júlí 2024 14:19 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Sjá meira
Heimir flytur til Írlands og vill halda O'Shea Heimir Hallgrímsson sat fyrir svörum á sínum fyrsta blaðamannafundi sem þjálfari írska karlalandsliðsins í fótbolta í dag. 11. júlí 2024 14:47
Heimir og eyjarnar hans Heimir Hallgrímsson er sannkallaður Eyjamaður. Á því leikur enginn vafi. Það er ekki nóg með að hann sé uppalinn á Heimaey í Vestmannaeyjum þá hefur hann þjálfað hvert eyríkið á fætur öðru. Nú síðast tók hann við sem landsliðsþjálfari Írlands. 11. júlí 2024 10:02
„Þá mun hann aldrei þurfa að kaupa sér pintu af Guinness“ Írinn John Andrews, þjálfari Víkings í Bestu deild kvenna, er ánægður með ráðningu Heimis Hallgrímssonar sem nýs landsliðsþjálfara þeirra írsku. 10. júlí 2024 19:45
Írar misspenntir fyrir Heimi Margt hefur verið sagt og ritað um Heimi Hallgrímsson eftir að ráðning hans sem nýs þjálfara landsliðs Íra í fótbolta kom sem þruma úr heiðskíru lofti síðdegis. Wikipedia síða Heimis fékk meðal annars að finna fyrir því. 10. júlí 2024 16:08
„Mikilvægur dagur fyrir írskan fótbolta“ Heimir Hallgrímsson varð fyrsti kostur írska knattspyrnusambandsins í starf þjálfara karlalandsliðsins fyrr á þessu ári. Nokkur atriði vógu þar þungt. Framkvæmdastjóri írska knattspyrnusambandsins talar um stóran dag í írskum fótbolta. 10. júlí 2024 15:20
Biðu í átta mánuði áður en þeir réðu Heimi Óhætt er að segja að írska knattspyrnusambandið hafi sér sinn tíma í að finna nýjan þjálfara fyrir karlalandsliðið. En hann er nú fundinn; sjálfur Heimir Hallgrímsson. 10. júlí 2024 14:51
Heimir tekur við írska landsliðinu Heimir Hallgrímsson hefur verið ráðinn þjálfari írska karlalandsliðsins í fótbolta. Hann stýrir Írum í Þjóðadeildinni og undankeppni HM 2026. 10. júlí 2024 14:19