Heimir var valinn í mars og fær næstum hundrað milljónir í árslaun Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. júlí 2024 15:26 Heimir Hallgrímsson á blaðamannafundinum í dag. getty/Seb Daly Írska knattspyrnusambandið ákvað í mars að ráða Heimi Hallgrímsson sem þjálfara karlalandsliðsins. Heimir sat sinn fyrsta blaðamannafund sem þjálfari írska landsliðsins í dag. Með honum á fundinum var Marc Canham, íþróttastjóri írska knattspyrnusambandsins. Hann var spurður út þjálfaraleit írska knattspyrnusambandsins sem tók 231 dag. Stephen Kenny hætti sem þjálfari írska liðsins í nóvember í fyrra og John O'Shea stýrði því þar til tilkynnt var um ráðningu Heimis í gær. Voru tilbúnir að bíða Að sögn Canham er nokkuð síðan ákveðið var að ráða Heimi sem þjálfara írska landsliðsins. „Í mars ákvað valnefndin okkar að Heimir væri okkar fyrsti kostur,“ sagði Canham. „En hann var mjög trúr jamaíska landsliðinu. Við virtum þá ákvörðun, héldum sambandi við Heimi og vorum tilbúnir að bíða eftir því að hann yrði laus.“ Írska knattspyrnusambandið sagði upphaflega að nýi landsliðsþjálfarinn yrði kynntur snemma í apríl. Canham sagði að það hefðu verið mistök. Betra hefði verið að segja að sambandið ætlaði sér að finna rétta manninn í starfið, sama hversu langan tíma það tæki. Blaðamannafund Heimis má sjá hér fyrir neðan. Samkvæmt frétt Independent á Írlandi fær Heimir hærri laun en Kenny var með. Hann var með 550 þúsund evrur í árslaun en Heimir fær 650 þúsund evrur sem samsvarar um 97 milljónum íslenskra króna. Þá fær Heimir veglegan bónus ef hann kemur Írlandi á HM 2026. Fyrsta verkefni Heimis með Írland er B-deild Þjóðadeildarinnar í haust. Þar eru Írar í riðli með Englendingum, Grikkjum og Finnum. Heimir stýrir Írlandi í fyrsta sinn gegn Englandi í Dublin 7. september. Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Tengdar fréttir Heimir flytur til Írlands og vill halda O'Shea Heimir Hallgrímsson sat fyrir svörum á sínum fyrsta blaðamannafundi sem þjálfari írska karlalandsliðsins í fótbolta í dag. 11. júlí 2024 14:47 Heimir og eyjarnar hans Heimir Hallgrímsson er sannkallaður Eyjamaður. Á því leikur enginn vafi. Það er ekki nóg með að hann sé uppalinn á Heimaey í Vestmannaeyjum þá hefur hann þjálfað hvert eyríkið á fætur öðru. Nú síðast tók hann við sem landsliðsþjálfari Írlands. 11. júlí 2024 10:02 „Þá mun hann aldrei þurfa að kaupa sér pintu af Guinness“ Írinn John Andrews, þjálfari Víkings í Bestu deild kvenna, er ánægður með ráðningu Heimis Hallgrímssonar sem nýs landsliðsþjálfara þeirra írsku. 10. júlí 2024 19:45 Írar misspenntir fyrir Heimi Margt hefur verið sagt og ritað um Heimi Hallgrímsson eftir að ráðning hans sem nýs þjálfara landsliðs Íra í fótbolta kom sem þruma úr heiðskíru lofti síðdegis. Wikipedia síða Heimis fékk meðal annars að finna fyrir því. 10. júlí 2024 16:08 „Mikilvægur dagur fyrir írskan fótbolta“ Heimir Hallgrímsson varð fyrsti kostur írska knattspyrnusambandsins í starf þjálfara karlalandsliðsins fyrr á þessu ári. Nokkur atriði vógu þar þungt. Framkvæmdastjóri írska knattspyrnusambandsins talar um stóran dag í írskum fótbolta. 10. júlí 2024 15:20 Biðu í átta mánuði áður en þeir réðu Heimi Óhætt er að segja að írska knattspyrnusambandið hafi sér sinn tíma í að finna nýjan þjálfara fyrir karlalandsliðið. En hann er nú fundinn; sjálfur Heimir Hallgrímsson. 10. júlí 2024 14:51 Heimir tekur við írska landsliðinu Heimir Hallgrímsson hefur verið ráðinn þjálfari írska karlalandsliðsins í fótbolta. Hann stýrir Írum í Þjóðadeildinni og undankeppni HM 2026. 10. júlí 2024 14:19 Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki Sjá meira
Heimir sat sinn fyrsta blaðamannafund sem þjálfari írska landsliðsins í dag. Með honum á fundinum var Marc Canham, íþróttastjóri írska knattspyrnusambandsins. Hann var spurður út þjálfaraleit írska knattspyrnusambandsins sem tók 231 dag. Stephen Kenny hætti sem þjálfari írska liðsins í nóvember í fyrra og John O'Shea stýrði því þar til tilkynnt var um ráðningu Heimis í gær. Voru tilbúnir að bíða Að sögn Canham er nokkuð síðan ákveðið var að ráða Heimi sem þjálfara írska landsliðsins. „Í mars ákvað valnefndin okkar að Heimir væri okkar fyrsti kostur,“ sagði Canham. „En hann var mjög trúr jamaíska landsliðinu. Við virtum þá ákvörðun, héldum sambandi við Heimi og vorum tilbúnir að bíða eftir því að hann yrði laus.“ Írska knattspyrnusambandið sagði upphaflega að nýi landsliðsþjálfarinn yrði kynntur snemma í apríl. Canham sagði að það hefðu verið mistök. Betra hefði verið að segja að sambandið ætlaði sér að finna rétta manninn í starfið, sama hversu langan tíma það tæki. Blaðamannafund Heimis má sjá hér fyrir neðan. Samkvæmt frétt Independent á Írlandi fær Heimir hærri laun en Kenny var með. Hann var með 550 þúsund evrur í árslaun en Heimir fær 650 þúsund evrur sem samsvarar um 97 milljónum íslenskra króna. Þá fær Heimir veglegan bónus ef hann kemur Írlandi á HM 2026. Fyrsta verkefni Heimis með Írland er B-deild Þjóðadeildarinnar í haust. Þar eru Írar í riðli með Englendingum, Grikkjum og Finnum. Heimir stýrir Írlandi í fyrsta sinn gegn Englandi í Dublin 7. september.
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Tengdar fréttir Heimir flytur til Írlands og vill halda O'Shea Heimir Hallgrímsson sat fyrir svörum á sínum fyrsta blaðamannafundi sem þjálfari írska karlalandsliðsins í fótbolta í dag. 11. júlí 2024 14:47 Heimir og eyjarnar hans Heimir Hallgrímsson er sannkallaður Eyjamaður. Á því leikur enginn vafi. Það er ekki nóg með að hann sé uppalinn á Heimaey í Vestmannaeyjum þá hefur hann þjálfað hvert eyríkið á fætur öðru. Nú síðast tók hann við sem landsliðsþjálfari Írlands. 11. júlí 2024 10:02 „Þá mun hann aldrei þurfa að kaupa sér pintu af Guinness“ Írinn John Andrews, þjálfari Víkings í Bestu deild kvenna, er ánægður með ráðningu Heimis Hallgrímssonar sem nýs landsliðsþjálfara þeirra írsku. 10. júlí 2024 19:45 Írar misspenntir fyrir Heimi Margt hefur verið sagt og ritað um Heimi Hallgrímsson eftir að ráðning hans sem nýs þjálfara landsliðs Íra í fótbolta kom sem þruma úr heiðskíru lofti síðdegis. Wikipedia síða Heimis fékk meðal annars að finna fyrir því. 10. júlí 2024 16:08 „Mikilvægur dagur fyrir írskan fótbolta“ Heimir Hallgrímsson varð fyrsti kostur írska knattspyrnusambandsins í starf þjálfara karlalandsliðsins fyrr á þessu ári. Nokkur atriði vógu þar þungt. Framkvæmdastjóri írska knattspyrnusambandsins talar um stóran dag í írskum fótbolta. 10. júlí 2024 15:20 Biðu í átta mánuði áður en þeir réðu Heimi Óhætt er að segja að írska knattspyrnusambandið hafi sér sinn tíma í að finna nýjan þjálfara fyrir karlalandsliðið. En hann er nú fundinn; sjálfur Heimir Hallgrímsson. 10. júlí 2024 14:51 Heimir tekur við írska landsliðinu Heimir Hallgrímsson hefur verið ráðinn þjálfari írska karlalandsliðsins í fótbolta. Hann stýrir Írum í Þjóðadeildinni og undankeppni HM 2026. 10. júlí 2024 14:19 Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki Sjá meira
Heimir flytur til Írlands og vill halda O'Shea Heimir Hallgrímsson sat fyrir svörum á sínum fyrsta blaðamannafundi sem þjálfari írska karlalandsliðsins í fótbolta í dag. 11. júlí 2024 14:47
Heimir og eyjarnar hans Heimir Hallgrímsson er sannkallaður Eyjamaður. Á því leikur enginn vafi. Það er ekki nóg með að hann sé uppalinn á Heimaey í Vestmannaeyjum þá hefur hann þjálfað hvert eyríkið á fætur öðru. Nú síðast tók hann við sem landsliðsþjálfari Írlands. 11. júlí 2024 10:02
„Þá mun hann aldrei þurfa að kaupa sér pintu af Guinness“ Írinn John Andrews, þjálfari Víkings í Bestu deild kvenna, er ánægður með ráðningu Heimis Hallgrímssonar sem nýs landsliðsþjálfara þeirra írsku. 10. júlí 2024 19:45
Írar misspenntir fyrir Heimi Margt hefur verið sagt og ritað um Heimi Hallgrímsson eftir að ráðning hans sem nýs þjálfara landsliðs Íra í fótbolta kom sem þruma úr heiðskíru lofti síðdegis. Wikipedia síða Heimis fékk meðal annars að finna fyrir því. 10. júlí 2024 16:08
„Mikilvægur dagur fyrir írskan fótbolta“ Heimir Hallgrímsson varð fyrsti kostur írska knattspyrnusambandsins í starf þjálfara karlalandsliðsins fyrr á þessu ári. Nokkur atriði vógu þar þungt. Framkvæmdastjóri írska knattspyrnusambandsins talar um stóran dag í írskum fótbolta. 10. júlí 2024 15:20
Biðu í átta mánuði áður en þeir réðu Heimi Óhætt er að segja að írska knattspyrnusambandið hafi sér sinn tíma í að finna nýjan þjálfara fyrir karlalandsliðið. En hann er nú fundinn; sjálfur Heimir Hallgrímsson. 10. júlí 2024 14:51
Heimir tekur við írska landsliðinu Heimir Hallgrímsson hefur verið ráðinn þjálfari írska karlalandsliðsins í fótbolta. Hann stýrir Írum í Þjóðadeildinni og undankeppni HM 2026. 10. júlí 2024 14:19