Kafað ofan í litleysi íslenska bílaflotans Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. júlí 2024 07:31 Það er illgreinanlegt hvor helmingur myndarinnar er í svarthvítu. Bílaröðin er enda öll grá og endurspeglar litasamsetningu íslenska bílaflotans ágætlega. Áttatíu prósent nýskráðra bíla á Íslandi eru gráir, hvítir eða svartir. Bílasali segir greinilegt að Íslendingar telji litríka bíla óheppilega til endursölu. Þá geti djarfari litir kostað kaupendur milljónir aukalega. Bílar eins og sá sem fréttamaður situr í, í frétt Stöðvar 2 hér fyrir neðan, skærappelsínugulur SAAB árgerð 74, eru orðnir táknmynd liðinna tíma. Bíllinn vekur athygli hvert sem hann fer, enda í hróplegu ósamræmi við gráskalann sem nú ríkir úti á götum. Þessi gráskali er sýndur greinilega í fréttinni, þar sem fréttamaður stillir sér upp á bílastæði fyrir utan bílaumboð. Myndin byrjar í svarthvítu en fer svo yfir í lit. Eins og sést breyttist ekki ýkja mikið við þá breytingu. Þetta er staðan á næstum hverju einasta bílastæði landsins. Seldir bílar í fyrra voru 17550 og af þeim voru næstum áttatíu prósent gráir, hvítir eða svartir. Rauður er fyrsti alvöru liturinn á skrá, níu prósent nýskráðra bíla í fyrra voru rauðir. 6,6 prósent voru bláir, brúnir þrjú prósent og tvö prósent grænir. Gylltir og gulir bílar komast vart á blað og bleikir bílar virðast í bráðri útrýmingarhættu. Aðeins þrír bleikir hafa verið nýskráðir á landinu síðustu fimm ár. Litasamsetning nýskráðra bíla í fyrra, samkvæmt tölum frá Bílgreinasambandinu.Vísir/Sara Djarfari litir geti hlaupið á milljónum Ágúst Hallvarðsson, sölustjóri Mercedes-Benz hjá Öskju og þaulreyndur bílasali, telur ýmsar ástæður fyrir þessari gríðaröflugu hlutdeild litleysingja í bílaflotanum; það getur til að mynda verið ansi dýrt að stíga út fyrir hinn gráleita ramma. „Þú getur fengið liti sem eru aukalega kannski frá milljón og upp í þrjár milljónir, auðveldlega. Og jafnvel rúmlega það, í sumum bílamerkjum eru litir sem fara aukalega upp í 5 eða 6 milljónir,“ segir Ágúst. „Þetta er svolítið hjarðhegðun líka, fólk hugsar þetta lengra, fólk hugsar í endursöluna líka, það er öruggara að vera á hvítum - ég get alltaf selt hann eða silfur eða gráan.“ Ágúst Hallvarðsson, Gústi Benz, sölustjóri Mercedes-Benz hjá Öskju.Vísir/bjarni Saknar þeirra rauðu Innreið hvíta litarins sé raunar sérstaklega efttirtektarverð. „Allt í einu gerist það upp úr aldamótum, kannski upp úr 2005, þá gefur silfurgrái eftir og hvítur kemur inn alveg rosalega vinsæll, hann var í útlegð fram að því,“ segir Ágúst. Þeir sem eru í allra dýrustu bílunum eru reyndar líklegri til að vera djarfari í litavali. „Þeir vilja búa til einkenni, taka þá soldið glannalega liti. Við sjáum skærbláa liti, skærrauða liti og jafnvel gula liti. Þetta tilheyrir oft svona dýrari, sportlegum bílum.“ Ekkert bendir þó til aukinnar litagleði almennt. Því miður, að mati Ágústs. „Rauður er minn uppáhalds litur, ég hef átt, ég veit ekki hvað marga rauða bíla, og ég sakna þess að sjá ekki fleiri svoleiðis.“ Bílar Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Sjá meira
Bílar eins og sá sem fréttamaður situr í, í frétt Stöðvar 2 hér fyrir neðan, skærappelsínugulur SAAB árgerð 74, eru orðnir táknmynd liðinna tíma. Bíllinn vekur athygli hvert sem hann fer, enda í hróplegu ósamræmi við gráskalann sem nú ríkir úti á götum. Þessi gráskali er sýndur greinilega í fréttinni, þar sem fréttamaður stillir sér upp á bílastæði fyrir utan bílaumboð. Myndin byrjar í svarthvítu en fer svo yfir í lit. Eins og sést breyttist ekki ýkja mikið við þá breytingu. Þetta er staðan á næstum hverju einasta bílastæði landsins. Seldir bílar í fyrra voru 17550 og af þeim voru næstum áttatíu prósent gráir, hvítir eða svartir. Rauður er fyrsti alvöru liturinn á skrá, níu prósent nýskráðra bíla í fyrra voru rauðir. 6,6 prósent voru bláir, brúnir þrjú prósent og tvö prósent grænir. Gylltir og gulir bílar komast vart á blað og bleikir bílar virðast í bráðri útrýmingarhættu. Aðeins þrír bleikir hafa verið nýskráðir á landinu síðustu fimm ár. Litasamsetning nýskráðra bíla í fyrra, samkvæmt tölum frá Bílgreinasambandinu.Vísir/Sara Djarfari litir geti hlaupið á milljónum Ágúst Hallvarðsson, sölustjóri Mercedes-Benz hjá Öskju og þaulreyndur bílasali, telur ýmsar ástæður fyrir þessari gríðaröflugu hlutdeild litleysingja í bílaflotanum; það getur til að mynda verið ansi dýrt að stíga út fyrir hinn gráleita ramma. „Þú getur fengið liti sem eru aukalega kannski frá milljón og upp í þrjár milljónir, auðveldlega. Og jafnvel rúmlega það, í sumum bílamerkjum eru litir sem fara aukalega upp í 5 eða 6 milljónir,“ segir Ágúst. „Þetta er svolítið hjarðhegðun líka, fólk hugsar þetta lengra, fólk hugsar í endursöluna líka, það er öruggara að vera á hvítum - ég get alltaf selt hann eða silfur eða gráan.“ Ágúst Hallvarðsson, Gústi Benz, sölustjóri Mercedes-Benz hjá Öskju.Vísir/bjarni Saknar þeirra rauðu Innreið hvíta litarins sé raunar sérstaklega efttirtektarverð. „Allt í einu gerist það upp úr aldamótum, kannski upp úr 2005, þá gefur silfurgrái eftir og hvítur kemur inn alveg rosalega vinsæll, hann var í útlegð fram að því,“ segir Ágúst. Þeir sem eru í allra dýrustu bílunum eru reyndar líklegri til að vera djarfari í litavali. „Þeir vilja búa til einkenni, taka þá soldið glannalega liti. Við sjáum skærbláa liti, skærrauða liti og jafnvel gula liti. Þetta tilheyrir oft svona dýrari, sportlegum bílum.“ Ekkert bendir þó til aukinnar litagleði almennt. Því miður, að mati Ágústs. „Rauður er minn uppáhalds litur, ég hef átt, ég veit ekki hvað marga rauða bíla, og ég sakna þess að sjá ekki fleiri svoleiðis.“
Bílar Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Sjá meira