Málið varðar kvikmyndatökumanninn Halyna Hutchins sem lést eftir að skot hljóp af byssu Baldwins á tökustað myndarinnar Rust árið 2021.
WATCH: Actor Alec Baldwin broke down into tears Friday evening after his case was dismissed in the fatal shooting of a cinematographer on the "Rust" set in 2021.
— The National Desk (@TND) July 12, 2024
MORE: https://t.co/IBq3h8TSSI pic.twitter.com/v3EfbbAgcE
Í ljós kom að Hannah Gutierrez-Reed, sem sinnti eftirliti með vopnunum á kvikmyndasettinu hafði ruglast á gerviskotfærum og raunverulegum skotum.
Hún hlaut átján mánaða fangelsisdóm fyrir sinn þátt í dauðsfallinu.
Dómari í Nýju Mexíkó í Bandaríkjunum komst að þeirri niðurstöðu að ákæruvaldið hefði visvítandi komið í veg fyrir að Baldwin og verjendur hans hefðu aðgang að lykilsönnunargögnum er varða skotfærin.
Því var máli Baldwins vísað frá dómi. Þar að auki úrskurðaði dómarinn að ákæruvaldið gæti ekki höfðað mál á hendur leikaranum á ný.
Baldwin felldi tár og faðmaði verjanda sinn og síðan eiginkonu sína Hilariu Baldwin, þegar dómarinn las þessa niðurstöðu sína.
