Þetta staðfestir Guðbrandur Örn Arnarsson verkefnastjóri aðgerðamála hjá Landsbjörgu. Hann segir björgunarsveitir Rangárvallasýslu og hálendisvakt björgunarsveita hafa verið kallaðar út auk sjúkraflutningamanna. Aðstæður hafi verið erfiðar og konan mögulega ökklabrotin.
Aðgerðinni lauk á sjötta tímanum að sögn Guðbrands.