Hafnar rannsókn og segist fyrst vilja sigra Hamas Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. júlí 2024 10:32 Það þarf varla að koma á óvart að Netanyahu vill fyrst hafa sigur í stríðinu við Hamas áður en ráðist verður í rannsókn á mistökum yfirvalda. AP/Ohad Zwigenberg Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hefur hafnað áköllum eftir sjálfstæðri rannsókn á því hvernig árásir Hamas 7. október síðastliðinn gátu átt sér stað. Forsætisráðherrann og ríkisstjórn hans hafa sætt harðri gagnrýni vegna þeirra öryggisbresta sem komu í ljós í árásinni, þar sem næstum 1.200 voru myrtir og um 250 teknir í gíslingu. „Fyrst vil ég sigra Hamas,“ sagði Netanyahu á ísraelska þinginu í gær. Talsmaður hans sagði forsætisráðherrann ekki freista þess að koma sér undan rannsókn heldur þyrftu stjórnvöld núna að einbeita sér að því að hafa sigur í yfirstandandi átökum. „Það sem fólk vill að við gerum núna er ekki að ráðast í dramatíska innri rannsókn á meðan gíslar eru enn í haldi og á meðan hermenn hafa kvatt daglegt líf til að verja landið sitt. Að sjálfsögðu verður málið rannsakað en núna erum við að einblína á að hafa sigur í þessu stríði,“ hefur Guardian eftir talsmanninum. Sundrung virðist meðal ráðamanna hvað þetta varðar en varnarmálaráðherrann Yoav Gallant kallaði eftir því í síðustu viku að sett yrði á fót nefnd til að rannsaka árásina 7. október. Allt þyrfti að vera undir; ráðamenn, herinn, öryggisyfirvöld. Myndskeið birtist í síðustu viku af fundi Netanyahu með fjölskyldum látnu þar sem forsætisráðherrann neitaði að biðjast afsökunar á þeim mistökum sem urðu til þess að árásarmönnunum tókst ætlunarverk sitt. Þá virtist hann hissa þegar fjölskyldurnar lýstu því að hermenn við eftirlit í Nahal Oz hefðu varað hefði verið við árásunum. Hershöfðinginn Aharon Haliva, yfirmaður leyniþjónustu hersins, sagði af sér vegna málsins í apríl og í síðustu viku sagði háttsettur embættismaður öryggiststofnunarinnar Shin Bet einnig af sér. Hann hefur ekki verið nefndur á nafn en aðeins nefndur „Aleph“, sem er fyrsti stafur hebreska stafrófsins. Kallað hefur verið eftir afsögn Netanyahu í fjölmennum mótmælum en ólíklegt verður að teljast að forsætisráðherrann svari kallinu. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Forsætisráðherrann og ríkisstjórn hans hafa sætt harðri gagnrýni vegna þeirra öryggisbresta sem komu í ljós í árásinni, þar sem næstum 1.200 voru myrtir og um 250 teknir í gíslingu. „Fyrst vil ég sigra Hamas,“ sagði Netanyahu á ísraelska þinginu í gær. Talsmaður hans sagði forsætisráðherrann ekki freista þess að koma sér undan rannsókn heldur þyrftu stjórnvöld núna að einbeita sér að því að hafa sigur í yfirstandandi átökum. „Það sem fólk vill að við gerum núna er ekki að ráðast í dramatíska innri rannsókn á meðan gíslar eru enn í haldi og á meðan hermenn hafa kvatt daglegt líf til að verja landið sitt. Að sjálfsögðu verður málið rannsakað en núna erum við að einblína á að hafa sigur í þessu stríði,“ hefur Guardian eftir talsmanninum. Sundrung virðist meðal ráðamanna hvað þetta varðar en varnarmálaráðherrann Yoav Gallant kallaði eftir því í síðustu viku að sett yrði á fót nefnd til að rannsaka árásina 7. október. Allt þyrfti að vera undir; ráðamenn, herinn, öryggisyfirvöld. Myndskeið birtist í síðustu viku af fundi Netanyahu með fjölskyldum látnu þar sem forsætisráðherrann neitaði að biðjast afsökunar á þeim mistökum sem urðu til þess að árásarmönnunum tókst ætlunarverk sitt. Þá virtist hann hissa þegar fjölskyldurnar lýstu því að hermenn við eftirlit í Nahal Oz hefðu varað hefði verið við árásunum. Hershöfðinginn Aharon Haliva, yfirmaður leyniþjónustu hersins, sagði af sér vegna málsins í apríl og í síðustu viku sagði háttsettur embættismaður öryggiststofnunarinnar Shin Bet einnig af sér. Hann hefur ekki verið nefndur á nafn en aðeins nefndur „Aleph“, sem er fyrsti stafur hebreska stafrófsins. Kallað hefur verið eftir afsögn Netanyahu í fjölmennum mótmælum en ólíklegt verður að teljast að forsætisráðherrann svari kallinu.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira