Frá þessu er greint í gríska miðlinum Thessalia, en þar segir að að mikill viðbúnaður hafi verið á vettvangi málsins.
Maðurinn er sagður hafa hringt í eiginkonu sína og sagt henni að hann hefði fallið fram af kletti og að hann gæti ekki hreyft sig.
Veistu meira um málið? Sendu okkur upplýsingar á ritstjorn@visir.is.
Í kjölfarið komu viðbraðgsaðilar á vettvang. Fram kemur að sex bílar frá slökkvliðinu hafi tekið þátt í aðgerðinni.
Viðbragðsaðilum tókst að losa manninn í gærkvöldi. Hann er sagður hafa hlotið minni háttar áverka. Hann var þó fluttur á sjúkrahús til öryggis.