Umræða um ábyrgð starfsfólks MAST eigi ekki rétt á sér Árni Sæberg skrifar 19. júlí 2024 16:56 Bjarkey er hvorki sátt við hjásetu Jóns né það sem hann sagði þegar hann gerði grein fyrir henni. Vísir/Arnar Matvælaráðherra segir umræðu um persónulega ábyrgð starfsfólks Matvælastofnunar á veitingu rekstrarleyfis til fiskeldis í Ísafjarðardjúpi ekki eiga rétt á sér. Á dögunum veitti Matvælastofnun Arnarlaxi umdeilt leyfi til fiskeldis í Ísafjarðardjúpi. Meðal þess sem hefur verið harðlega gagnrýnt í tengslum við leyfisveitinguna er að svo virðist sem hún hafi verið í trássi við öryggi sjófarenda og vilja Samgöngustofu. Fjöldi einstaklinga og samtaka hefur lagt fram kæru á hendur Matvælastofnun – MAST – vegna útgáfu á rekstrarleyfi til fiskeldis í Óshlíð, Drangsvík og Eyjahlíð sem dagsett er 13. júlí til Arnarlax. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra segir í færslu á Facebook að mikilvægt að allar ákvarðanir standist skoðun. Umræðan um þessa tilteknu ákvörðun hafi þó ekki aðeins staðið um efni málsins heldur um persónulega ábyrgð starfsfólks stofnunarinnar. Í takt við þróun erlendis Bjarkey segir að þetta sé í takt við þá þróun sem sést hafi víða erlendis þar sem starfsfólk opinberra stofnanna sé dregið inn í umræðuna í nafni persónulegrar ábyrgðar gagnvart ákvörðunum þeirra stofnanna sem þau starfa fyrir. Meðal þeirra sem velt hafa upp persónulegri ábyrgð starfsfólks MAST er Jón Kaldal hjá Íslenska náttúruverndarsjóðnum. „Full ástæða er til að velta fyrir sér persónulegri ábyrgð starfsmanna MAST, sem tóku þessa ákvörðun og skrifa undir leyfið, ef slys verða vegna staðsetninga sjókvíanna á siglingaleiðum þar sem Samgöngustofa segir að þær megi ekki vera. Stofnanir hafa ekki sjálfstæðan vilja. Það er fólk sem stýrir þeim og hlýtur að þurfa að bera ábyrgð á afleiðingum verka sinna,“ sagði hann í samtali við Vísi á dögunum. Starfsfólk sé jafnvel nafngreint Bjarkey segir að starfsfólk stofnana sé jafnvel nafngreint, í þeim tilgangi að draga úr trúverðugleika þess og þar með þeirra verkefna sem það sinnir hverju sinni. „Á þennan hátt er nú vegið að starfsheiðri starfsfólks undirstofnunar matvælaráðuneytisins.“ Þetta segir Bjarkey „geigvænlega þróun“, sem sé til þess fallin að skapa farveg fyrir óábyrga umræðu þar sem óstaðfestar fullyrðingar um meint óheilindi starfsfólks grasseri og grafi undan trausti til opinberra stofnana og trausti í samfélaginu. „Þau sem taka sér það ábyrgðarhlutverk að berjast fyrir hagsmunum almennings og veita hinu opinbera aðhald þurfa að fara með þá ábyrgð af kostgæfni. Í því felst að beina sjónum sínum að stjórnvöldum, að stofnunum og efni málsins en ekki að starfsfólki enda er ekkert sem gefur tilefni til tortryggni í garð starfsfólks Matvælastofnunar. Sú umræða á einfaldlega ekki rétt á sér.“ Fiskeldi Sjókvíaeldi Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Á dögunum veitti Matvælastofnun Arnarlaxi umdeilt leyfi til fiskeldis í Ísafjarðardjúpi. Meðal þess sem hefur verið harðlega gagnrýnt í tengslum við leyfisveitinguna er að svo virðist sem hún hafi verið í trássi við öryggi sjófarenda og vilja Samgöngustofu. Fjöldi einstaklinga og samtaka hefur lagt fram kæru á hendur Matvælastofnun – MAST – vegna útgáfu á rekstrarleyfi til fiskeldis í Óshlíð, Drangsvík og Eyjahlíð sem dagsett er 13. júlí til Arnarlax. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra segir í færslu á Facebook að mikilvægt að allar ákvarðanir standist skoðun. Umræðan um þessa tilteknu ákvörðun hafi þó ekki aðeins staðið um efni málsins heldur um persónulega ábyrgð starfsfólks stofnunarinnar. Í takt við þróun erlendis Bjarkey segir að þetta sé í takt við þá þróun sem sést hafi víða erlendis þar sem starfsfólk opinberra stofnanna sé dregið inn í umræðuna í nafni persónulegrar ábyrgðar gagnvart ákvörðunum þeirra stofnanna sem þau starfa fyrir. Meðal þeirra sem velt hafa upp persónulegri ábyrgð starfsfólks MAST er Jón Kaldal hjá Íslenska náttúruverndarsjóðnum. „Full ástæða er til að velta fyrir sér persónulegri ábyrgð starfsmanna MAST, sem tóku þessa ákvörðun og skrifa undir leyfið, ef slys verða vegna staðsetninga sjókvíanna á siglingaleiðum þar sem Samgöngustofa segir að þær megi ekki vera. Stofnanir hafa ekki sjálfstæðan vilja. Það er fólk sem stýrir þeim og hlýtur að þurfa að bera ábyrgð á afleiðingum verka sinna,“ sagði hann í samtali við Vísi á dögunum. Starfsfólk sé jafnvel nafngreint Bjarkey segir að starfsfólk stofnana sé jafnvel nafngreint, í þeim tilgangi að draga úr trúverðugleika þess og þar með þeirra verkefna sem það sinnir hverju sinni. „Á þennan hátt er nú vegið að starfsheiðri starfsfólks undirstofnunar matvælaráðuneytisins.“ Þetta segir Bjarkey „geigvænlega þróun“, sem sé til þess fallin að skapa farveg fyrir óábyrga umræðu þar sem óstaðfestar fullyrðingar um meint óheilindi starfsfólks grasseri og grafi undan trausti til opinberra stofnana og trausti í samfélaginu. „Þau sem taka sér það ábyrgðarhlutverk að berjast fyrir hagsmunum almennings og veita hinu opinbera aðhald þurfa að fara með þá ábyrgð af kostgæfni. Í því felst að beina sjónum sínum að stjórnvöldum, að stofnunum og efni málsins en ekki að starfsfólki enda er ekkert sem gefur tilefni til tortryggni í garð starfsfólks Matvælastofnunar. Sú umræða á einfaldlega ekki rétt á sér.“
Fiskeldi Sjókvíaeldi Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira