„Við vorum bara eins og blindur köttur“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. júlí 2024 19:01 María Hólm, móttökuritari hjá Húðfegrun. Flugsamgöngur, greiðslukerfi og sjónvarpsútsendingar lágu niðri þegar algjört hrun varð í tölvukerfum Microsoft í dag. Tekið gæti talsverðan tíma að vinda ofan af afleiðingum bilunarinnar á heimsvísu, sem hafði einnig áhrif á Íslandi. Kerfi Landsbankans, allra bókasafna landsins og húðmeðferðarstofu í Vegmúla lágu niðri um tíma í dag. Bilunarinnar varð fyrst vart undir morgun að íslenskum tíma; útsendingar Sky News í Bretlandi duttu út og greiðslukerfi lágu víða niðri. Flugferðum var aflýst í þúsundatali, bláir villumeldingarskjáir blöstu við hvert sem litið var, og allt var raunar í hers höndum á flugvöllum um allan heim. „Öllum flugferðum United, Delta og Air France var aflýst. Allir hér bíða í röð eftir flugmiðum sínum en eru í raun að bíða eftir hótelherbergi. Þau vita það ekki. Klikkað,“ sagði Trent, strandaglópur á Rómarflugvelli. Strandaglópar í Edinborg, sem hugðu á ferðalag í tilefni afmælis annars þeirra, reiknuðu með að tapa um þrjú hundruð þúsund krónum eftir að flugi þeirra var aflýst. Fimm tilkynningar til CERT-IS Áhrifa bilunarinnar gætti einnig hér heima. Netforrit Landsbankans og smáforrit lágu niðri um tíma, auk þess sem bilunar varð vart í hraðbönkum. Gegnir bókasafnskerfi lá einnig niðri og því varð röskun á starfsemi bókasafna fram til klukkan tvö í dag, þegar kerfið hrökk í gang. Þá varð uppi fótur og fit á húðmeðferðarstöðinni Húðfegrun varð uppi fótur og fit í morgun þegar bókunarkerfi hætti að virka. „Við vorum bara eins og blindur köttur, sáum ekki neitt. Fólk að koma í meðferðir og við vissum ekkert hvað það væri að fara að gera eða hjá hverjum. Já, þetta var bara ansi hressilegt en sem betur fer er vant fólk hérna inni þannig að við leystum þetta saman,“ segir María Hólm, móttökuritari hjá Húðfegrun húðmeðferðarstöð. Íslensk fyrirtæki og stofnanir virðast þó almennt hafa sloppið vel. Fimm tilkynningar höfðu borist netöryggissveitinni Certis síðdegis, engin alvarleg. Bilunin er rakin til gallaðrar uppfærslu á vírusvörn fyrirtækisins Crowdstrike, sem olli hruni í kerfum Microsoft. Dagurinn hefur reynst Crowdstrike erfiður, virði hlutabréfa í fyrirtækinu rýrnaði um marga milljarða og þó að kerfi virðist að mestu komin í lag viðurkennir forstjórinn að langt gæti liðið þar til eðlileg virkni fáist að fullu. Þá lýsti Elon Musk, auðjöfur og risi í tækniheiminum, biluninni sem þeirri mestu og vandræðalegustu í sögunni. Netöryggi Fréttir af flugi Microsoft Tengdar fréttir Mikilvægt að tilkynna alvarleg atvik Fjarskiptastofa, sem samhæfingarstjórnvald á grundvelli netöryggislaga, og CERT-IS, minna á mikilvægi þess að mikilvægar innviðir tilkynni um öll alvarleg atvik og áhættu sem tengjast þjónustuútföllum hjá Microsoft. 19. júlí 2024 13:51 Stærsta atvikið í „mörg, mörg ár“ Meiriháttar kerfisbilun hjá Microsoft hefur valdið hruni í tölvukerfum um allan heim, meðal annars á Íslandi, og skapað öngþveiti á flugvöllum og víðar. Lagfæring á biluninni virðist komin vel á veg en áhrifa kann að gæta í einhverja daga. Netöryggissérfræðingur segir um að ræða eina umfangsmestu kerfisbilun síðari ára, sem sýni fram á mikilvægi góðra viðbragðsáætlana. 19. júlí 2024 11:56 Flugvélar kyrrsettar, lestir fastar og greiðslukerfi niðri um allan heim vegna tæknivandræða Tæknileg vandamál eru að valda flugfélögum, bönkum og fjölmiðlum miklum vandræðum um allan heim. 19. júlí 2024 07:06 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Sjá meira
Bilunarinnar varð fyrst vart undir morgun að íslenskum tíma; útsendingar Sky News í Bretlandi duttu út og greiðslukerfi lágu víða niðri. Flugferðum var aflýst í þúsundatali, bláir villumeldingarskjáir blöstu við hvert sem litið var, og allt var raunar í hers höndum á flugvöllum um allan heim. „Öllum flugferðum United, Delta og Air France var aflýst. Allir hér bíða í röð eftir flugmiðum sínum en eru í raun að bíða eftir hótelherbergi. Þau vita það ekki. Klikkað,“ sagði Trent, strandaglópur á Rómarflugvelli. Strandaglópar í Edinborg, sem hugðu á ferðalag í tilefni afmælis annars þeirra, reiknuðu með að tapa um þrjú hundruð þúsund krónum eftir að flugi þeirra var aflýst. Fimm tilkynningar til CERT-IS Áhrifa bilunarinnar gætti einnig hér heima. Netforrit Landsbankans og smáforrit lágu niðri um tíma, auk þess sem bilunar varð vart í hraðbönkum. Gegnir bókasafnskerfi lá einnig niðri og því varð röskun á starfsemi bókasafna fram til klukkan tvö í dag, þegar kerfið hrökk í gang. Þá varð uppi fótur og fit á húðmeðferðarstöðinni Húðfegrun varð uppi fótur og fit í morgun þegar bókunarkerfi hætti að virka. „Við vorum bara eins og blindur köttur, sáum ekki neitt. Fólk að koma í meðferðir og við vissum ekkert hvað það væri að fara að gera eða hjá hverjum. Já, þetta var bara ansi hressilegt en sem betur fer er vant fólk hérna inni þannig að við leystum þetta saman,“ segir María Hólm, móttökuritari hjá Húðfegrun húðmeðferðarstöð. Íslensk fyrirtæki og stofnanir virðast þó almennt hafa sloppið vel. Fimm tilkynningar höfðu borist netöryggissveitinni Certis síðdegis, engin alvarleg. Bilunin er rakin til gallaðrar uppfærslu á vírusvörn fyrirtækisins Crowdstrike, sem olli hruni í kerfum Microsoft. Dagurinn hefur reynst Crowdstrike erfiður, virði hlutabréfa í fyrirtækinu rýrnaði um marga milljarða og þó að kerfi virðist að mestu komin í lag viðurkennir forstjórinn að langt gæti liðið þar til eðlileg virkni fáist að fullu. Þá lýsti Elon Musk, auðjöfur og risi í tækniheiminum, biluninni sem þeirri mestu og vandræðalegustu í sögunni.
Netöryggi Fréttir af flugi Microsoft Tengdar fréttir Mikilvægt að tilkynna alvarleg atvik Fjarskiptastofa, sem samhæfingarstjórnvald á grundvelli netöryggislaga, og CERT-IS, minna á mikilvægi þess að mikilvægar innviðir tilkynni um öll alvarleg atvik og áhættu sem tengjast þjónustuútföllum hjá Microsoft. 19. júlí 2024 13:51 Stærsta atvikið í „mörg, mörg ár“ Meiriháttar kerfisbilun hjá Microsoft hefur valdið hruni í tölvukerfum um allan heim, meðal annars á Íslandi, og skapað öngþveiti á flugvöllum og víðar. Lagfæring á biluninni virðist komin vel á veg en áhrifa kann að gæta í einhverja daga. Netöryggissérfræðingur segir um að ræða eina umfangsmestu kerfisbilun síðari ára, sem sýni fram á mikilvægi góðra viðbragðsáætlana. 19. júlí 2024 11:56 Flugvélar kyrrsettar, lestir fastar og greiðslukerfi niðri um allan heim vegna tæknivandræða Tæknileg vandamál eru að valda flugfélögum, bönkum og fjölmiðlum miklum vandræðum um allan heim. 19. júlí 2024 07:06 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Sjá meira
Mikilvægt að tilkynna alvarleg atvik Fjarskiptastofa, sem samhæfingarstjórnvald á grundvelli netöryggislaga, og CERT-IS, minna á mikilvægi þess að mikilvægar innviðir tilkynni um öll alvarleg atvik og áhættu sem tengjast þjónustuútföllum hjá Microsoft. 19. júlí 2024 13:51
Stærsta atvikið í „mörg, mörg ár“ Meiriháttar kerfisbilun hjá Microsoft hefur valdið hruni í tölvukerfum um allan heim, meðal annars á Íslandi, og skapað öngþveiti á flugvöllum og víðar. Lagfæring á biluninni virðist komin vel á veg en áhrifa kann að gæta í einhverja daga. Netöryggissérfræðingur segir um að ræða eina umfangsmestu kerfisbilun síðari ára, sem sýni fram á mikilvægi góðra viðbragðsáætlana. 19. júlí 2024 11:56
Flugvélar kyrrsettar, lestir fastar og greiðslukerfi niðri um allan heim vegna tæknivandræða Tæknileg vandamál eru að valda flugfélögum, bönkum og fjölmiðlum miklum vandræðum um allan heim. 19. júlí 2024 07:06