Afstaða borgarstjóra „blaut tuska í andlit margra“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. júlí 2024 13:01 Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir er oddviti Flokks fólksins í Reykjavík. Vísir/Ívar Fannar Oddviti Flokks fólksins í borginni kveðst sleginn yfir ummælum borgarstjóra um stöðu fólks sem býr í hjólhýsum í borginni. Fólkið hafi fengið fyrirheit um úrlausn sinna mála, sem nú virðist úr sögunni. Í vikunni vakti oddviti Flokks fólksins í Reykjavík athygli á bágri stöðu íbúa í hjólhýsabyggð við iðnaðarsvæði á Sævarhöfða, og að finna þyrfti fólkinu betra svæði til að búa á. Borgarstjóri sagði það ekki koma til skoðunar. Það væri ekki hlutverk borgarinnar að gera hjólhýsabyggð að húsnæðisúrræði. Þetta kemur illa við oddvitann. „Ég varð bara mjög hissa þegar ég heyrði þetta í fréttum, og finnst þetta vera blaut tuska í andlit hjólabúa sem eru þarna við Sævarhöfða. Þeir hafa talið að þetta sé biðtími, biðstöð. En í raun var borgarstjóri að segja að þetta sé bara endastöð,“ segir Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins. Málið hafi verið í skoðun Hún segir fólkið hafa fengið fyrirheit frá borginni um að komið yrði til móts við það. „Það er búið að vera að skoða hvaða svæði koma til greina og það er jafnvel búið að nefna nokkur svæði í okkar eyru sem eru í könnun.“ Því komi viðhorf borgarstjóra mjög á óvart. Málið snúist um fólk sem hafi ekki í önnur hús að venda, en líka fólk sem kjósi sér að búa í hjólhýsi. Borgarstjóri benti því fólki á að víða á suðvesturhorninu væri að finna tjaldsvæði sem byðu upp á langtímaleigu á plássi, gegn markaðsvirði. „Þessi tónn sem fylgdi þessu svari borgarstjóra kom illa við mjög marga.“ Borgarstjóri sagði sagði einnig að hjólhýsagarðar að erlendri fyrirmynd væri ekki heppilegt búsetuform fyrir fjölskyldur, og þá allra síst börn. Kolbrún telur það haldlaust. „Að sjá fyrir sér stóran trailer park, fullt af litlum fátækum börnum. Það var dregin upp svo sérkennileg mynd af þessu, sem hann notaði sér til stuðnings til þess að slá þetta af.“ Reykjavík Borgarstjórn Flokkur fólksins Framsóknarflokkurinn Tjaldsvæði Húsnæðismál Tengdar fréttir „Við erum ekki eitthvað hyski“ Íbúar í hjólhýsabyggð á Sævarhöfða segja afstöðu borgarstjóra vera fordómafulla og kalla eftir því að þeim verði komið fyrir á viðunandi stað. Núverandi fyrirkomulag ógni lífi þeirra og heilsu. 19. júlí 2024 21:02 Hjólhýsabúum „gert að búa á sorphaug“ Oddviti Flokks Fólksins í borgarstjórn segir hjólhýsabúa Reykjavíkur búa við mannskemmandi umhverfi. Hún segir fólkinu gert að búa á hreinum sorphaug við Sævarhöfða. Svæðið við Sævarhöfða hafi átt að vera til bráðabirgðar, en enn í dag búi þar á annan tug manns við ömurlegar aðstæður. 18. júlí 2024 20:13 Gert að búa á sorphaug við Sævarhöfða Ég fór í morgun og heimsótti hjólabúa við Sævarhöfða og brá illa við. Þessu fólki er gert að búa á hreinum sorphaug. Af hverju er ekki hægt að finna reit fyrir hjólabúa í borgarlandinu sem er mannsæmandi og nálægt helstu grunnþjónustu? 18. júlí 2024 17:31 Mest lesið Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Innlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Innlent Fleiri fréttir Áhyggjur af dýravelferð í réttum: Lömb troðast undir í margmenni Óttast afleiðingar hærri veiðigjalda Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Undirbúa viljayfirlýsingu um jarðgöng í gegnum Reynisfjall Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Sjá meira
Í vikunni vakti oddviti Flokks fólksins í Reykjavík athygli á bágri stöðu íbúa í hjólhýsabyggð við iðnaðarsvæði á Sævarhöfða, og að finna þyrfti fólkinu betra svæði til að búa á. Borgarstjóri sagði það ekki koma til skoðunar. Það væri ekki hlutverk borgarinnar að gera hjólhýsabyggð að húsnæðisúrræði. Þetta kemur illa við oddvitann. „Ég varð bara mjög hissa þegar ég heyrði þetta í fréttum, og finnst þetta vera blaut tuska í andlit hjólabúa sem eru þarna við Sævarhöfða. Þeir hafa talið að þetta sé biðtími, biðstöð. En í raun var borgarstjóri að segja að þetta sé bara endastöð,“ segir Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins. Málið hafi verið í skoðun Hún segir fólkið hafa fengið fyrirheit frá borginni um að komið yrði til móts við það. „Það er búið að vera að skoða hvaða svæði koma til greina og það er jafnvel búið að nefna nokkur svæði í okkar eyru sem eru í könnun.“ Því komi viðhorf borgarstjóra mjög á óvart. Málið snúist um fólk sem hafi ekki í önnur hús að venda, en líka fólk sem kjósi sér að búa í hjólhýsi. Borgarstjóri benti því fólki á að víða á suðvesturhorninu væri að finna tjaldsvæði sem byðu upp á langtímaleigu á plássi, gegn markaðsvirði. „Þessi tónn sem fylgdi þessu svari borgarstjóra kom illa við mjög marga.“ Borgarstjóri sagði sagði einnig að hjólhýsagarðar að erlendri fyrirmynd væri ekki heppilegt búsetuform fyrir fjölskyldur, og þá allra síst börn. Kolbrún telur það haldlaust. „Að sjá fyrir sér stóran trailer park, fullt af litlum fátækum börnum. Það var dregin upp svo sérkennileg mynd af þessu, sem hann notaði sér til stuðnings til þess að slá þetta af.“
Reykjavík Borgarstjórn Flokkur fólksins Framsóknarflokkurinn Tjaldsvæði Húsnæðismál Tengdar fréttir „Við erum ekki eitthvað hyski“ Íbúar í hjólhýsabyggð á Sævarhöfða segja afstöðu borgarstjóra vera fordómafulla og kalla eftir því að þeim verði komið fyrir á viðunandi stað. Núverandi fyrirkomulag ógni lífi þeirra og heilsu. 19. júlí 2024 21:02 Hjólhýsabúum „gert að búa á sorphaug“ Oddviti Flokks Fólksins í borgarstjórn segir hjólhýsabúa Reykjavíkur búa við mannskemmandi umhverfi. Hún segir fólkinu gert að búa á hreinum sorphaug við Sævarhöfða. Svæðið við Sævarhöfða hafi átt að vera til bráðabirgðar, en enn í dag búi þar á annan tug manns við ömurlegar aðstæður. 18. júlí 2024 20:13 Gert að búa á sorphaug við Sævarhöfða Ég fór í morgun og heimsótti hjólabúa við Sævarhöfða og brá illa við. Þessu fólki er gert að búa á hreinum sorphaug. Af hverju er ekki hægt að finna reit fyrir hjólabúa í borgarlandinu sem er mannsæmandi og nálægt helstu grunnþjónustu? 18. júlí 2024 17:31 Mest lesið Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Innlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Innlent Fleiri fréttir Áhyggjur af dýravelferð í réttum: Lömb troðast undir í margmenni Óttast afleiðingar hærri veiðigjalda Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Undirbúa viljayfirlýsingu um jarðgöng í gegnum Reynisfjall Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Sjá meira
„Við erum ekki eitthvað hyski“ Íbúar í hjólhýsabyggð á Sævarhöfða segja afstöðu borgarstjóra vera fordómafulla og kalla eftir því að þeim verði komið fyrir á viðunandi stað. Núverandi fyrirkomulag ógni lífi þeirra og heilsu. 19. júlí 2024 21:02
Hjólhýsabúum „gert að búa á sorphaug“ Oddviti Flokks Fólksins í borgarstjórn segir hjólhýsabúa Reykjavíkur búa við mannskemmandi umhverfi. Hún segir fólkinu gert að búa á hreinum sorphaug við Sævarhöfða. Svæðið við Sævarhöfða hafi átt að vera til bráðabirgðar, en enn í dag búi þar á annan tug manns við ömurlegar aðstæður. 18. júlí 2024 20:13
Gert að búa á sorphaug við Sævarhöfða Ég fór í morgun og heimsótti hjólabúa við Sævarhöfða og brá illa við. Þessu fólki er gert að búa á hreinum sorphaug. Af hverju er ekki hægt að finna reit fyrir hjólabúa í borgarlandinu sem er mannsæmandi og nálægt helstu grunnþjónustu? 18. júlí 2024 17:31