Gekk fram á sofandi ferðamann á heilsugæslunni Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 23. júlí 2024 15:15 Um er að ræða líklega þurrasta og skjólsælasta tjaldstæði í bænum. Vísir/Samsett Við Helgu Þorbergsdóttur hjúkrunarfræðingi á heilsugæslunni í Vík í Mýrdal blasti óvænt sjón á morgungöngu sinni í dag. Við inngang heilsugæslustöðvarinnar lá eins manns tjald og í því sofandi ferðamaður. Helga segir staðsetningu tjaldsins ekki koma sér neitt sérstaklega á óvart þar sem í skotinu er bæði þurrt og skjólsælt. Hún birti færslu á Facebook-síðu sinni af nýstárlega tjaldstæðinu og lét ljóðlínurnar frægu eftir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi um verkamanninn þreytta fylgja með: Ó, hafið hljótt við litla gluggann hans og lofið dagsins þreytta barni að sofa. „Ég var að fara í mína daglegu gönguferð á fjallið klukkan sex í morgun og þá rak ég augað í þetta litla tjald sem kúrði hér í skotinu á Heilsugæslustöðinni. Ég svona rétt kíkti inn til að gá hvort það væri nokkuð að þarna og mér sýndist þarna vera einhver sem svaf vært þannig ég lét hann bara vera,“ segir hún. Hún segist gera ráð fyrir því að ferðamaður hafi gert sér inngang heilsugæslunnar að næturstað þar sem öllu hafði verið pakkað saman og engin merki um manninn þegar hún kom aftur niður af fjallinu. „Þetta var okkur alveg að meinalausu. Þó er þetta auðvitað dálítið sérstakt,“ segir Helga. Helga segir jafnframt að hún hafi áður lent í því að ganga fram á tjald í bakgarði sínum sem liggur við hlið heilsugæslunnar. Þetta hljóti því að vera ansi eftirsóknarverður næturstaður. Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Heilsugæsla Mest lesið Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis Innlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Innlent Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Innlent Aukin harka að færast í undirheimana Innlent „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Innlent Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Innlent Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Erlent Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Innlent Segir lögreglu þegar hafa heimildir til að kalla menn til þjónustu Innlent Fleiri fréttir „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Samningar í höfn við sveitarfélögin en ekki ríkið Segir lögreglu þegar hafa heimildir til að kalla menn til þjónustu „Aflögunin er núna komin yfir öll fyrri mörk“ Sé skýrt að ráðherra hafi verið beittur þrýstingi Stefna á að loka skólanum á næsta ári Ætlar að gefa kerfinu verkfæri til að taka á eltihrellum Viðkvæmt mál, lokakafli og ökklabönd á eltihrella Verkfræðingar felldu samning Sjá meira
Helga segir staðsetningu tjaldsins ekki koma sér neitt sérstaklega á óvart þar sem í skotinu er bæði þurrt og skjólsælt. Hún birti færslu á Facebook-síðu sinni af nýstárlega tjaldstæðinu og lét ljóðlínurnar frægu eftir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi um verkamanninn þreytta fylgja með: Ó, hafið hljótt við litla gluggann hans og lofið dagsins þreytta barni að sofa. „Ég var að fara í mína daglegu gönguferð á fjallið klukkan sex í morgun og þá rak ég augað í þetta litla tjald sem kúrði hér í skotinu á Heilsugæslustöðinni. Ég svona rétt kíkti inn til að gá hvort það væri nokkuð að þarna og mér sýndist þarna vera einhver sem svaf vært þannig ég lét hann bara vera,“ segir hún. Hún segist gera ráð fyrir því að ferðamaður hafi gert sér inngang heilsugæslunnar að næturstað þar sem öllu hafði verið pakkað saman og engin merki um manninn þegar hún kom aftur niður af fjallinu. „Þetta var okkur alveg að meinalausu. Þó er þetta auðvitað dálítið sérstakt,“ segir Helga. Helga segir jafnframt að hún hafi áður lent í því að ganga fram á tjald í bakgarði sínum sem liggur við hlið heilsugæslunnar. Þetta hljóti því að vera ansi eftirsóknarverður næturstaður.
Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Heilsugæsla Mest lesið Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis Innlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Innlent Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Innlent Aukin harka að færast í undirheimana Innlent „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Innlent Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Innlent Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Erlent Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Innlent Segir lögreglu þegar hafa heimildir til að kalla menn til þjónustu Innlent Fleiri fréttir „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Samningar í höfn við sveitarfélögin en ekki ríkið Segir lögreglu þegar hafa heimildir til að kalla menn til þjónustu „Aflögunin er núna komin yfir öll fyrri mörk“ Sé skýrt að ráðherra hafi verið beittur þrýstingi Stefna á að loka skólanum á næsta ári Ætlar að gefa kerfinu verkfæri til að taka á eltihrellum Viðkvæmt mál, lokakafli og ökklabönd á eltihrella Verkfræðingar felldu samning Sjá meira