„Hér stígum við fast á bensíngjöfina og höldum henni í botni í níutíu mínútur plús“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. júlí 2024 22:30 Höskuldur Gunnlaugsson og félagar í Breiðabliki búa yfir mikilli reynslu af Evrópuleikjum. vísir/arnar Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, segir að Kópavogsliðið ætli ekki að vera með neitt hálfkák í leiknum gegn Drita frá Kósóvó í 2. umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu á morgun. „Það er komin tilhlökkun og það styttist í þetta. Þjálfarateymið er búið að leggja fyrir okkur það helsta sem við getum rýnt í þá. Þetta er verðugur andstæðingur og hörkugæjar. Við þurfum bara að sjá til þess að við mætum á tánum og með þessa ákefð sem hefur einkennt okkur á Kópavogsvelli og ekki síst í Evrópuverkefnunum,“ sagði Höskuldur í samtali við Val Pál Eiríksson. Evrópuleikir kvöldsins verða allir sýndur á rásum Stöðvar 2 Sport.Vísir/Sara Í 1. umferð forkeppninnar sló Breiðablik Tikves frá Norður-Makedóníu úr leik, 5-4 samanlagt. „Það er erfitt að segja fyrirfram,“ sagði Höskuldur aðspurður um muninn á Tikves og Drita. „Þetta er þannig séð ekkert ósvipað. Þeir virðast vera með ákveðin einstaklingsgæði, kraftmiklir í skyndisóknum og harðir. Tikves var það alveg líka og nýttu þá sénsa sem við gáfum þeim. Við þurfum bara að vera sérstaklega einbeittir að hleypa ekki á okkur auðveldum færum og upphlaupum.“ Höskuldur segir að Blikar ætli að byrja leikinn á morgun af fullum krafti. „Ef ég þyrfti að velja myndi ég vilja byrja úti en mér er svo sem alveg sama. Við þurfum bara að sjá til þess að við tökum okkur ekki of langan tíma í að vera hálft í hálft að þreifa fyrir okkur. Hérna erum við bara á Kópavogsvelli og þá stígum við fast á bensíngjöfina og höldum henni í botni í níutíu mínútur plús,“ sagði Höskuldur að lokum. Klippa: Viðtal við Höskuld Gunnlaugsson Hlusta má á viðtalið við Höskuld í spilaranum hér fyrir ofan. Leikur Breiðabliks og Drita hefst klukkan 19:15 annað kvöld og verður sýndur beint á rás Bestu deildarinnar 2. Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Í beinni: Las Palmas - Barcelona | Börsungar gætu styrkt stöðu sína á Íslendingaslóðum Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Sjá meira
„Það er komin tilhlökkun og það styttist í þetta. Þjálfarateymið er búið að leggja fyrir okkur það helsta sem við getum rýnt í þá. Þetta er verðugur andstæðingur og hörkugæjar. Við þurfum bara að sjá til þess að við mætum á tánum og með þessa ákefð sem hefur einkennt okkur á Kópavogsvelli og ekki síst í Evrópuverkefnunum,“ sagði Höskuldur í samtali við Val Pál Eiríksson. Evrópuleikir kvöldsins verða allir sýndur á rásum Stöðvar 2 Sport.Vísir/Sara Í 1. umferð forkeppninnar sló Breiðablik Tikves frá Norður-Makedóníu úr leik, 5-4 samanlagt. „Það er erfitt að segja fyrirfram,“ sagði Höskuldur aðspurður um muninn á Tikves og Drita. „Þetta er þannig séð ekkert ósvipað. Þeir virðast vera með ákveðin einstaklingsgæði, kraftmiklir í skyndisóknum og harðir. Tikves var það alveg líka og nýttu þá sénsa sem við gáfum þeim. Við þurfum bara að vera sérstaklega einbeittir að hleypa ekki á okkur auðveldum færum og upphlaupum.“ Höskuldur segir að Blikar ætli að byrja leikinn á morgun af fullum krafti. „Ef ég þyrfti að velja myndi ég vilja byrja úti en mér er svo sem alveg sama. Við þurfum bara að sjá til þess að við tökum okkur ekki of langan tíma í að vera hálft í hálft að þreifa fyrir okkur. Hérna erum við bara á Kópavogsvelli og þá stígum við fast á bensíngjöfina og höldum henni í botni í níutíu mínútur plús,“ sagði Höskuldur að lokum. Klippa: Viðtal við Höskuld Gunnlaugsson Hlusta má á viðtalið við Höskuld í spilaranum hér fyrir ofan. Leikur Breiðabliks og Drita hefst klukkan 19:15 annað kvöld og verður sýndur beint á rás Bestu deildarinnar 2.
Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Í beinni: Las Palmas - Barcelona | Börsungar gætu styrkt stöðu sína á Íslendingaslóðum Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti