Vörumerkistákn við fréttir RÚV að kröfu Ólympíunefndarinnar Kjartan Kjartansson skrifar 26. júlí 2024 09:03 Fréttaflokkurinn „Ólympíuleikar“ hefur verið merktur með vörumerkistákni á vefsíðu RÚV til þessa en til stendur að breyta því. Skjáskot af vef RÚV Fréttir Ríkisútvarpsins af Ólympíuleikunum í París til þessa hafa verið merktar með vörumerkistákni. Íþróttastjóri sjónvarps hjá RÚV segir þetta gert að kröfu Alþjóðaólympíunefndarinnar en til standi að fjarlægja táknin. Nær öruggt er að fullyrða að það sé fordæmalaust að fréttamiðlar slengi vörumerkistákni við skráð vörumerki í skriflegri umfjöllun. Sú hefur þó verið raunin á vefsíðu RÚV í aðdraganda Ólympíuleikanna í ár. Þar hefur vörumerkistáknið ™ staðið við fréttaflokkinn „Ólympíuleikar“ fram að þessu. Ensk heiti Ólympíuleikanna eru skráð vörumerki Alþjóðaólympíunefndarinnar á Íslandi. Hilmar Björnsson, íþróttastjóri sjónvarps hjá RÚV, segir kröfuna um að heitið „Ólympíuleikar“ sé merkt með vörumerkistákni komi fram í ítarlegum bæklingi sem réttarhafar útsendinga frá leikunum eins og RÚV fái um hvað þeir mega og eiga að gera í umfjöllun sinni um þá. Sameiginlegt lógó Ólympíuleikanna í París og RÚV þarf að fylgja umfjöllun þess síðarnefnda. Ólympíunefndin þurfti að samþykkja sérstaklega að RÚV væri þar kallað heimili Ólympíuleikanna frekar en alþjóðlegur útsendingaaðili.Skjáskot af vef RÚV „Við vorum bara að fylgja nákvæmlega því sem við erum beðin um að gera,“ segir Hilmar. RÚV hafi þó gert athugasemd við þetta og býst Hilmar við að táknið verið fjarlægt af vefsíðunni, jafnvel strax í dag. Erlendir fjölmiðlar sem senda frá leikunum hafa ekki notað vörumerkistáknið í sinni umfjöllun. Allt þarf svo að hljóta náð fyrir augum Alþjóðaólympíunefndarinnar. Þannig þurfti RÚV einnig að leggja það fram og fá samþykkt frá nefndinni að fá að nota orðalagið „heimili Ólympíuleikanna“ sem þótti þjálla en „alþjóðlegur útsendingaraðili“ í lógói sem verður einnig að fylgja umfjölluninni. Fjölmiðlar Ólympíuleikar 2024 í París Ólympíuleikar Ríkisútvarpið Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Fleiri fréttir Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Sjá meira
Nær öruggt er að fullyrða að það sé fordæmalaust að fréttamiðlar slengi vörumerkistákni við skráð vörumerki í skriflegri umfjöllun. Sú hefur þó verið raunin á vefsíðu RÚV í aðdraganda Ólympíuleikanna í ár. Þar hefur vörumerkistáknið ™ staðið við fréttaflokkinn „Ólympíuleikar“ fram að þessu. Ensk heiti Ólympíuleikanna eru skráð vörumerki Alþjóðaólympíunefndarinnar á Íslandi. Hilmar Björnsson, íþróttastjóri sjónvarps hjá RÚV, segir kröfuna um að heitið „Ólympíuleikar“ sé merkt með vörumerkistákni komi fram í ítarlegum bæklingi sem réttarhafar útsendinga frá leikunum eins og RÚV fái um hvað þeir mega og eiga að gera í umfjöllun sinni um þá. Sameiginlegt lógó Ólympíuleikanna í París og RÚV þarf að fylgja umfjöllun þess síðarnefnda. Ólympíunefndin þurfti að samþykkja sérstaklega að RÚV væri þar kallað heimili Ólympíuleikanna frekar en alþjóðlegur útsendingaaðili.Skjáskot af vef RÚV „Við vorum bara að fylgja nákvæmlega því sem við erum beðin um að gera,“ segir Hilmar. RÚV hafi þó gert athugasemd við þetta og býst Hilmar við að táknið verið fjarlægt af vefsíðunni, jafnvel strax í dag. Erlendir fjölmiðlar sem senda frá leikunum hafa ekki notað vörumerkistáknið í sinni umfjöllun. Allt þarf svo að hljóta náð fyrir augum Alþjóðaólympíunefndarinnar. Þannig þurfti RÚV einnig að leggja það fram og fá samþykkt frá nefndinni að fá að nota orðalagið „heimili Ólympíuleikanna“ sem þótti þjálla en „alþjóðlegur útsendingaraðili“ í lógói sem verður einnig að fylgja umfjölluninni.
Fjölmiðlar Ólympíuleikar 2024 í París Ólympíuleikar Ríkisútvarpið Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Fleiri fréttir Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Sjá meira