Frumvarp um sviptingu verndar lítur dagsins ljós í haust Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. júlí 2024 09:18 Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Dómsmálaráðherra hyggst leggja fram frumvarp sem myndi gera yfirvöldum kleift að svipta fólk alþjóðlegri vernd, gerist það uppvíst að alvarlegum afbrotum. Hún leggur frumvarpið fram í haust, en það myndi aðeins gilda um afbrot framin eftir að lögin taka gildi. Mál Mohamads Thors Jóhannessonar, áður Mohamads Kourani, hefur verið nokkuð til umfjöllunar að undanförnu. Fyrr í mánuðinum var hann dæmdur í átta ára fangelsi fyrir ýmis brot, þar á meðal alvarlega líkamrásás og tilraun til manndráps. Um var að ræða fjórða refsidóminn yfir Mohamad frá því hann kom til landsins í byrjun árs 2017. Þann fyrsta hlaut hann áður en hann fékk samþykkta umsókn sína um alþjóðlega vernd. Breyta reglunum til samræmingar Einhverjir hafa kallað eftir því að lögum verði breytt þannig að hægt verði að vísa fólki sem nýtur alþjóðlegrar verndar úr landi, gerist það uppvíst um afbrot. Slíkar breytingar eru í farvatninu að sögn Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra. „Í þá veru að þeir sem eru hér með vernd í íslensku samfélagi, og gerast sekir um alvarlega glæpi, eigi á hættu að missa þá verndina,“ segir Guðrún. Sæmræma þurfi regluverkið hérlendis við það sem gildir í löndum í kringum Ísland, sér í lagi á öðrum Norðurlöndum. „Það eru sambærileg ákvæði þar, í útlendingalögum. Ég get nefnt Noreg sem dæmi. Ég vil færa okkar regluverk nær Norðurlöndunum, þannig að ég hef hug á að leggja það fram núna í haust.“ Ekki liggi fyrir hvaða brot komi til með að falla í flokk alvarlegra brota. „Vitaskuld erum við að gera greinarmun á alvarlegum ofbeldisbrotum og svo fjárglæfrastarfsemi eða eitthvað slíkt. En það verður bara að koma í ljós,“ segir Guðrún. Ef frumvarpið yrði að lögum myndi það þó ekki gilda afturvirkt um afbrot, heldur aðeins um brot sem framin væru eftir gildistöku þeirra, enda almennt ekki hægt að láta lög gilda afturvirkt frá því þau taka gildi. Mál Mohamad Kourani Hælisleitendur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Segir málið hið sérkennilegasta og krefst svara Dómsmálaráðherra hefur óskað eftir gögnum frá Þjóðskrá vegna nafnabreytingar Mohammad Kourini sem fékk nafni sínu breytt í Mohamad Th. Jóhannesson. Hún væntir svara frá stofnuninni og ítrekar að sveigjanleiki í lögum um nafnabreytingar sé ekki ætlaður að auðvelda brotamönnum að fela sig í samfélaginu. 26. júlí 2024 10:35 Ráðherra hyggst skoða nafnabreytingu Mohamad Th. Jóhannessonar Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hefur óskað eftir upplýsingum frá Þjóðskrá um það hvernig lagaákvæði um kenninafnabreytingar var túlkað þegar Mohamad Kourani fékk nafni sínu breytt í Mohamad Thor Jóhannesson. 26. júlí 2024 06:34 Ætlar að áfrýja til Landsréttar Mohamad Kourani, sem var í dag dæmdur í átta ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps í OK Market, og fjölda annarra brota, ætlar að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjaness til Landsréttar. 15. júlí 2024 20:59 Kourani sjái ekki eftir neinu og eigi skilið sex til átta ár í fangelsi Saksóknari krefst þess að Mohamad Kourani frá Sýrlandi verði dæmdur í sex til átta ára fangelsi fyrir hnífsstunguárás í OK Market í mars og fjölda annarra brota. Kourani neitar alfarið sök þótt stunguárásin sé til á upptöku. 4. júlí 2024 12:22 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Sjá meira
Mál Mohamads Thors Jóhannessonar, áður Mohamads Kourani, hefur verið nokkuð til umfjöllunar að undanförnu. Fyrr í mánuðinum var hann dæmdur í átta ára fangelsi fyrir ýmis brot, þar á meðal alvarlega líkamrásás og tilraun til manndráps. Um var að ræða fjórða refsidóminn yfir Mohamad frá því hann kom til landsins í byrjun árs 2017. Þann fyrsta hlaut hann áður en hann fékk samþykkta umsókn sína um alþjóðlega vernd. Breyta reglunum til samræmingar Einhverjir hafa kallað eftir því að lögum verði breytt þannig að hægt verði að vísa fólki sem nýtur alþjóðlegrar verndar úr landi, gerist það uppvíst um afbrot. Slíkar breytingar eru í farvatninu að sögn Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra. „Í þá veru að þeir sem eru hér með vernd í íslensku samfélagi, og gerast sekir um alvarlega glæpi, eigi á hættu að missa þá verndina,“ segir Guðrún. Sæmræma þurfi regluverkið hérlendis við það sem gildir í löndum í kringum Ísland, sér í lagi á öðrum Norðurlöndum. „Það eru sambærileg ákvæði þar, í útlendingalögum. Ég get nefnt Noreg sem dæmi. Ég vil færa okkar regluverk nær Norðurlöndunum, þannig að ég hef hug á að leggja það fram núna í haust.“ Ekki liggi fyrir hvaða brot komi til með að falla í flokk alvarlegra brota. „Vitaskuld erum við að gera greinarmun á alvarlegum ofbeldisbrotum og svo fjárglæfrastarfsemi eða eitthvað slíkt. En það verður bara að koma í ljós,“ segir Guðrún. Ef frumvarpið yrði að lögum myndi það þó ekki gilda afturvirkt um afbrot, heldur aðeins um brot sem framin væru eftir gildistöku þeirra, enda almennt ekki hægt að láta lög gilda afturvirkt frá því þau taka gildi.
Mál Mohamad Kourani Hælisleitendur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Segir málið hið sérkennilegasta og krefst svara Dómsmálaráðherra hefur óskað eftir gögnum frá Þjóðskrá vegna nafnabreytingar Mohammad Kourini sem fékk nafni sínu breytt í Mohamad Th. Jóhannesson. Hún væntir svara frá stofnuninni og ítrekar að sveigjanleiki í lögum um nafnabreytingar sé ekki ætlaður að auðvelda brotamönnum að fela sig í samfélaginu. 26. júlí 2024 10:35 Ráðherra hyggst skoða nafnabreytingu Mohamad Th. Jóhannessonar Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hefur óskað eftir upplýsingum frá Þjóðskrá um það hvernig lagaákvæði um kenninafnabreytingar var túlkað þegar Mohamad Kourani fékk nafni sínu breytt í Mohamad Thor Jóhannesson. 26. júlí 2024 06:34 Ætlar að áfrýja til Landsréttar Mohamad Kourani, sem var í dag dæmdur í átta ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps í OK Market, og fjölda annarra brota, ætlar að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjaness til Landsréttar. 15. júlí 2024 20:59 Kourani sjái ekki eftir neinu og eigi skilið sex til átta ár í fangelsi Saksóknari krefst þess að Mohamad Kourani frá Sýrlandi verði dæmdur í sex til átta ára fangelsi fyrir hnífsstunguárás í OK Market í mars og fjölda annarra brota. Kourani neitar alfarið sök þótt stunguárásin sé til á upptöku. 4. júlí 2024 12:22 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Sjá meira
Segir málið hið sérkennilegasta og krefst svara Dómsmálaráðherra hefur óskað eftir gögnum frá Þjóðskrá vegna nafnabreytingar Mohammad Kourini sem fékk nafni sínu breytt í Mohamad Th. Jóhannesson. Hún væntir svara frá stofnuninni og ítrekar að sveigjanleiki í lögum um nafnabreytingar sé ekki ætlaður að auðvelda brotamönnum að fela sig í samfélaginu. 26. júlí 2024 10:35
Ráðherra hyggst skoða nafnabreytingu Mohamad Th. Jóhannessonar Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hefur óskað eftir upplýsingum frá Þjóðskrá um það hvernig lagaákvæði um kenninafnabreytingar var túlkað þegar Mohamad Kourani fékk nafni sínu breytt í Mohamad Thor Jóhannesson. 26. júlí 2024 06:34
Ætlar að áfrýja til Landsréttar Mohamad Kourani, sem var í dag dæmdur í átta ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps í OK Market, og fjölda annarra brota, ætlar að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjaness til Landsréttar. 15. júlí 2024 20:59
Kourani sjái ekki eftir neinu og eigi skilið sex til átta ár í fangelsi Saksóknari krefst þess að Mohamad Kourani frá Sýrlandi verði dæmdur í sex til átta ára fangelsi fyrir hnífsstunguárás í OK Market í mars og fjölda annarra brota. Kourani neitar alfarið sök þótt stunguárásin sé til á upptöku. 4. júlí 2024 12:22